Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 68

Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 68
67 tínd úr honum heystrá, fjaðrir og annað rusl. Besti dúnþurrkur er, þegar á er sunnan andvari og hlýtt en sólarlaust. Í sólskini upplitast dúnninn, ef honum er ekki snúið stöðugt, og þá féll hann í verði. Við þurrkunina náðist mikið af ruslinu úr honum en alltaf var þó töluvert eftir. Að þurrkun lokinni var dúninum skipt á milli bænda. Skiptin fóru þannig fram að losað var úr mörgum pokum í stóra hrúgu og henni síðan skipt í fjórar hrúgur. Þegar því lauk, var kastað á, sem kallað var. Það fór þannig fram að hver aðili valdi sér einhvern smáhlut, spýtu eða eitthvað álíka og var krakki fenginn til þess að kasta þessum hlut, einum á hverja hrúgu. Átti sá, sem hlutinn hafði valið, þá hrúguna, sem hann lenti á. Að þessu loknu tók hver sinn hlut heim. Ef tími gafst, var dúnninn þurrkaður og hristur aftur og alltaf náðist rusl úr honum. Hreinsun á dún fór í mínu ungdæmi alltaf fram að hausti. Við hana þurfti dúngrind og hræl. Dúngrindin var trérammi 1 metri á lengd og 80 cm á hæð. Á báða enda voru boruð göt með tveggja cm bili, í þau var þrætt snæri og það strengt eins og kostur var. Hrællinn var gerður úr hörðum viði. Hann var um 30 cm á lengd og 10 cm breiður. Gat var gert á hann þannig að smeygja mátti báðum höndum í það, hliðar og endar voru rúnnaðir í mjúka egg. Hrællinn var ekki mikið notaður. Hann reif dúninn og gerði hann lausari en vissulega flýtti hann hreinsuninni. Við hitunina var notuð olíueldavél, tveggja hólfa. Járnplata var sett yfir eld- hólfin og dúnninn hitaður á henni. Honum varð að snúa stöðugt til að hann brenndist ekki. Við hitun urðu öll strá og þang stökk og molnuðu þegar dúninum var strokið um strengi grindarinnar. Það tók sama tíma að hita dúninn eins og að hreinsa hann. Að lokinni hreinsun var dúnninn fjaðratíndur og þá var hann söluhæfur. Smávegis af dún var selt til einstaklinga, þá venjulega eitt kíló en það er hæfilegt í góða sæng. Mest af honum var selt í kaupfélagið. Verð sem fékkst fyrir hann var mjög misjafnt frá ári til árs, frá því að vera mjög gott til þess að hann seldist ekki. Um miðja 20. öld setti Samband Íslenskra Samvinnufélaga á stofn dúnhreinsistöð og þá var heimahreinsun hætt. Fornar heimildir um dún eru fátæklegar. Í Gróttusöng segir „sofi hann á dúni“ og í Guðmundarsögu Arasonar er getið dúnklæða, þegar Aron Hjör- leifsson kom að Svínafelli á flótta eftir Grímseyjarför Sighvats og Sturlu 1222 (Biskupasögur I bls. 537). Í Sturlungu er getið dúnklæða eftir Flugu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.