Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 70

Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 70
69 hreinsa dún og selja svo að umtalsvert sé. Ekkert er þó vitað um magn eða verð sem þessu amstri hans fylgdi en hann var mikill fjáraflamaður og án efa hefur hann haft eitthvað upp úr því. Lítið er vitað um ábúendur og hagi þeirra í Broddanesi á 17. og 18. öld. Árið 1791 fær Guðmundur Halldórsson 4 ríkisdali í verðlaun fyrir aukningu æðarvarps í Broddanesi en sú upphæð svarar til um 100 hreiðra aukningar varpsins. Á fyrri hluta 19. aldar fékk Brandur Jónsson verðlaun fyrir æðar- rækt. Hann sinnti varpinu af miklum áhuga, setti upp fuglahræður í báðum hólmunum auk grjótgarðanna og hreiðurstæðanna, sem áður eru nefnd. Í hans tíð óx varpið mikið og eins eftir að aðrir tóku þar við og eftir alda- mótin 1900 fengust þar oft um 100 kg af hreinsuðum dún. Eftir frosta- veturinn 1918 dróst varpið mikið saman og var kringum 50 kg á ári fram undir 1970 en nú síðustu árin fást 30 – 40 kg þar árlega. Heyskapur Að loknum túnslætti hófst eyjaheyskapur. Hverfisteinn, orf og ljáir voru bornir til skips og róið út í eyju. Hverfisteinninn var settur upp á klappir nálægt sjó og byrjað að slá. Venja var að hefja slátt neðst á Kjölnum og slegið undan halla. Síðan var Mýrin slegin og þá farið í útskæfur í kringum Matarhvamm og að endingu norður í slægjur sem þar voru. Á öðrum degi komu konur til rakstrar. Heyinu var rakað í garða, þeir saxaðir í föng, sem borin voru saman í fangahnappa neðst á Kjölnum. Í hverjum fangahnapp þar voru 40 – 60 föng en í Mýrinni og norður á Eyju voru þeir minni. Í vætutíð var rakstur í Eyjunni eitt allra erfiðasta verk sem unnið var við heyskap í Broddanesi, jafnvel erfiðara en sátuburðurinn. Grasið er þungt og þar sem stórþýft er og mikið gras sem fellur milli þúfna, er erfitt að ná því saman og saxa í föng. Þar sem lundavarpið og slægjuland mætt- ust, var grjót og sandur í slægjunni og þurfti þá oft að fara með ljáina á hverfisteininn. Slægjulandið fór minnkandi í Eyjunni. Lundinn færði út búsvæði sitt og þar sem hann er, hverfur grasið en skarfakál kemur í staðinn. Mýrin og Kjölurinn. Þúfur þar sem áður var sléttlendi. Ljósmynd: Sigurður Guðbrandsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.