Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 70
69
hreinsa dún og selja svo að umtalsvert sé. Ekkert er þó vitað um magn eða
verð sem þessu amstri hans fylgdi en hann var mikill fjáraflamaður og án
efa hefur hann haft eitthvað upp úr því.
Lítið er vitað um ábúendur og hagi þeirra í Broddanesi á 17. og 18. öld.
Árið 1791 fær Guðmundur Halldórsson 4 ríkisdali í verðlaun fyrir aukningu
æðarvarps í Broddanesi en sú upphæð svarar til um 100 hreiðra aukningar
varpsins. Á fyrri hluta 19. aldar fékk Brandur Jónsson verðlaun fyrir æðar-
rækt. Hann sinnti varpinu af miklum áhuga, setti upp fuglahræður í báðum
hólmunum auk grjótgarðanna og hreiðurstæðanna, sem áður eru nefnd. Í
hans tíð óx varpið mikið og eins eftir að aðrir tóku þar við og eftir alda-
mótin 1900 fengust þar oft um 100 kg af hreinsuðum dún. Eftir frosta-
veturinn 1918 dróst varpið mikið saman og var kringum 50 kg á ári fram
undir 1970 en nú síðustu árin fást 30 – 40 kg þar árlega.
Heyskapur
Að loknum túnslætti hófst eyjaheyskapur. Hverfisteinn, orf og ljáir voru
bornir til skips og róið út í eyju. Hverfisteinninn var settur upp á klappir
nálægt sjó og byrjað að slá. Venja var að hefja slátt neðst á Kjölnum og
slegið undan halla. Síðan var Mýrin slegin og þá farið í útskæfur í kringum
Matarhvamm og að endingu norður í slægjur sem þar voru. Á öðrum degi
komu konur til rakstrar. Heyinu var rakað í garða, þeir saxaðir í föng, sem
borin voru saman í fangahnappa neðst á Kjölnum. Í hverjum fangahnapp
þar voru 40 – 60 föng en í Mýrinni og norður á Eyju voru þeir minni.
Í vætutíð var rakstur í Eyjunni eitt allra erfiðasta verk sem unnið var við
heyskap í Broddanesi, jafnvel erfiðara en sátuburðurinn. Grasið er þungt
og þar sem stórþýft er og mikið gras sem fellur milli þúfna, er erfitt að ná
því saman og saxa í föng. Þar sem
lundavarpið og slægjuland mætt-
ust, var grjót og sandur í slægjunni
og þurfti þá oft að fara með ljáina
á hverfisteininn. Slægjulandið fór
minnkandi í Eyjunni. Lundinn færði
út búsvæði sitt og þar sem hann er,
hverfur grasið en skarfakál kemur í
staðinn.
Mýrin og Kjölurinn. Þúfur þar sem áður
var sléttlendi. Ljósmynd: Sigurður Guðbrandsson