Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 71
70
Þegar slætti og rakstri lauk,
tók við flutningur á heyinu í land.
Það var ekki hægt nema í logni og
stundum var ólendandi við Austur-
bakkann eftir norðanátt, þó að logn
væri. Við flutninginn var notað
fjög urra manna far. Farviður í flutn-
ingum voru 3 árar og 10 – 15 kg
steinn í 15 m kaðli, sem notaður
var til að leggja aftur af bátnum,
þegar lent var. Straumur er alltaf í Eyjarsundinu en útdíllinn hélt bátnum
kyrrum. Þegar komið var fram í Eyju, voru reipi tekin úr bát og borin að
fangahnapp og strax byrjað að binda sátur. Þær voru hafðar misstórar, því
að allir sem unnu við flutninginn, báru sátur til skips. Gönguleiðin til skips
með sáturnar var oft mjög ógreiðfær. Farið var yfir sundurgrafna hóla,
stórþýfi og niður við bát voru sleipar klappir. Sátum var lyft á bak kvenna
og unglinga og þau báru léttari sátur. Flestir fullorðnir menn öxluðu þó
sínar sátur. Þegar sáta var öxluð, tók maður annarri hendi í sila reipisins
og hinni í baklykkjuna, lyfti neðri enda hennar upp á lærin með bogin hné
og með snöggu átaki var fremri enda hennar lyft upp um leið og rétt var
úr hnjánum og henni velt upp á axlirnar. Axlaburðurinn var þægilegri og
hægt var að bera stærri og þyngri sátur með því lagi.
Er komið var til skips, var fyrsta sátan sett í barka bátsins, sú næsta í
miðskipsrúmið, þá í austurrúm og svo í skutrúmið. Þá var hægt að ganga
með þær eftir bátnum þangað sem þær áttu að vera. Þrjár sátur voru settar
hvorum megin aftan við róðrarrúm, ein á skut bátsins og síðan þrjár eða
fjórar sátur ofan á þær. Fimm sátur voru svo settar í stafnrúmið. Þegar
heyið var þurrt og létt, var oft bætt við einni sátu miðskips. Oftast voru
tveir undir árum við flutningana en þegar fámennt var, fór einn. Róið
var inn Eyjarsund gegnum Leiðina yfir í Fúluvík og lent þar í sandfjöru.
Milli Þernuhólma og Stóraskers er grynning, sem kemur upp úr sjó, þegar
lágsjávað er. Í henni er lægð, sem Leið er nefnd. Þegar kirkjan á Kolla-
fjarðarnesi ber í skarðið norðan við Litlueyjarenda, er miðið fundið, þegar
farið er þar um. Suðaustur af Stóraskeri er sker sem varast varð og þurfti
að fara yfir á miðja Fúluvík áður en snúið var inn að landi. Þegar í land
Matarhvammur og Lundahóll fjærst.
Ljósmynd: Sigurður Guðbrandsson