Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 71

Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 71
70 Þegar slætti og rakstri lauk, tók við flutningur á heyinu í land. Það var ekki hægt nema í logni og stundum var ólendandi við Austur- bakkann eftir norðanátt, þó að logn væri. Við flutninginn var notað fjög urra manna far. Farviður í flutn- ingum voru 3 árar og 10 – 15 kg steinn í 15 m kaðli, sem notaður var til að leggja aftur af bátnum, þegar lent var. Straumur er alltaf í Eyjarsundinu en útdíllinn hélt bátnum kyrrum. Þegar komið var fram í Eyju, voru reipi tekin úr bát og borin að fangahnapp og strax byrjað að binda sátur. Þær voru hafðar misstórar, því að allir sem unnu við flutninginn, báru sátur til skips. Gönguleiðin til skips með sáturnar var oft mjög ógreiðfær. Farið var yfir sundurgrafna hóla, stórþýfi og niður við bát voru sleipar klappir. Sátum var lyft á bak kvenna og unglinga og þau báru léttari sátur. Flestir fullorðnir menn öxluðu þó sínar sátur. Þegar sáta var öxluð, tók maður annarri hendi í sila reipisins og hinni í baklykkjuna, lyfti neðri enda hennar upp á lærin með bogin hné og með snöggu átaki var fremri enda hennar lyft upp um leið og rétt var úr hnjánum og henni velt upp á axlirnar. Axlaburðurinn var þægilegri og hægt var að bera stærri og þyngri sátur með því lagi. Er komið var til skips, var fyrsta sátan sett í barka bátsins, sú næsta í miðskipsrúmið, þá í austurrúm og svo í skutrúmið. Þá var hægt að ganga með þær eftir bátnum þangað sem þær áttu að vera. Þrjár sátur voru settar hvorum megin aftan við róðrarrúm, ein á skut bátsins og síðan þrjár eða fjórar sátur ofan á þær. Fimm sátur voru svo settar í stafnrúmið. Þegar heyið var þurrt og létt, var oft bætt við einni sátu miðskips. Oftast voru tveir undir árum við flutningana en þegar fámennt var, fór einn. Róið var inn Eyjarsund gegnum Leiðina yfir í Fúluvík og lent þar í sandfjöru. Milli Þernuhólma og Stóraskers er grynning, sem kemur upp úr sjó, þegar lágsjávað er. Í henni er lægð, sem Leið er nefnd. Þegar kirkjan á Kolla- fjarðarnesi ber í skarðið norðan við Litlueyjarenda, er miðið fundið, þegar farið er þar um. Suðaustur af Stóraskeri er sker sem varast varð og þurfti að fara yfir á miðja Fúluvík áður en snúið var inn að landi. Þegar í land Matarhvammur og Lundahóll fjærst. Ljósmynd: Sigurður Guðbrandsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.