Strandapósturinn

Eksemplar

Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 72

Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 72
71 kom, var sátunum raðað í hestakerru og þær fluttar upp á Fjárhústún, leystar þar í sundur og heyinu dreift til þerris. Þá var róið út sömu leið og næsti farmur sóttur. Oft gerði norðan innlögn er leið á daginn. Þá varð að hætta flutningum og bíða næsta logndags og varð sú bið stundum löng, oft ein vika eða lengur. Á þessum árum munu um 600 sátur hafa fengist úr Eyjunni og hólmunum. Eyjaheyið er mjög gott fóður en var eingöngu gefið kindum. Það þurfti mikinn þurrk og tók langan tíma að þurrka það. Eyjaheyskapurinn var mikilvægur þáttur í heyöflun Broddanesbænda og á fyrri öldum, þegar tún voru lítil og illa ræktuð, var hann stærsti þáttur í heyöflun bænda þar. Í Dyrhólma var heyjað og þar fengust allt að 80 sátur, þegar best lét en í þurrkatíð brann gras þar sumsstaðar og rýrði það heyfenginn. Róið var með hólmaheyið yfir í Fúluvík. Eyjaheyskapur lagðist af um 1960. Þá fullnægðu tún allri fóðurþörf bænda. Eftir að sláttur hætti í eyjunni, hefur hún tekið stakkaskiptum. Þar sem áður var slétt og greiðfært, er nú þýft og þakið sinuflókum og þúfnastykki sem áður voru ógreiðfær, eru nú nærri ófær. Víða er orðið gróðurlítið í lautum milli þúfna. Erfitt er orðið að finna þar æðarhreiður og verður eitthvað af dúni þar eftir á hverju ári. Kofnatekja Eftir sumarmál kom lundinn að varpstöðvum sínum. Hann byrjaði fljótlega að setjast upp og hreinsa holur sínar og hófst varpið oftast um 10. maí en það fór þó eitthvað eftir veðurfari. Væri tíðin köld og vot, gat dregist um viku að hann settist upp. Oftast verpir lundinn einu eggi en stundum koma tvö egg og veltir hann þá öðru þeirra út úr holunni. Í kulda og bleytutíð misfórst alltaf eitthvað af varpinu og 1949 þegar snjóaði fram um 10. júní misfórst mestur hluti þess. Árið eftir var hins vegar ágætis varp. Á síðustu öld fór varpið vaxandi og 1942 fengust úr því um 20.000 kofur en eftir það minnkaði sókn í kofuna og var kofnatekju að mestu hætt á 7. áratug aldarinnar. Verkfæri við kofnatekjuna var rofjárn. Það var járnstöng, um metri á lengd, 3 cm í þvermál og annar endi þess barinn í egg. Einnig var stundum notað kofnaprik. Það var úr tré, 30 cm langt, oft með smá járnplötu á end- anum. Kofnatekjan hófst snemma í ágúst. Þá voru flestar kofurnar farnar úr hýinu, voru alstroknar sem kallað var. Aðrar voru með smá hý á stéli og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar: 52. tölublað (01.06.2020)
https://timarit.is/issue/421435

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

52. tölublað (01.06.2020)

Handlinger: