Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 77

Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 77
76 Í júlí 1942 sigldu skip á tundurduflagirðingu sem bandamenn höfðu lagt norður af Horni. Fjöldi sjómanna fórst þá og rak líkin inn allan Húnaflóa að vestanverðu. Ekkert lík rak þó í Broddanesi en tvö á Broddadalsá, eitt í Stóra-Fjarðarhorni og tvö á Kollafjarðarnesi, Hvalsá og á Þorpareka. Fyrir- mæli herstjórnarinnar, þegar sjórekið lík fannst, var að bjarga því frá sjó og hylja andlit þess, svo vargur kæmist ekki í það; seinna yrðu þau sótt. Það kom í hlut Broddanesbænda og Halldórs Jónssonar á Broddadalsá að flytja líkin sem rak að Broddadalsá yfir að Kollafjarðarnesi. Þegar þangað kom skáru hermenn, sem tóku við líkunum, föt á baki þeirra og skráðu merki, sem á baki þeirra voru og köstuðu þeim síðan upp á opinn vörubílspall. Þótti bændum þeim, sem við þetta unnu, aðfarirnar heldur ruddalegar. Nokkrum dögum eftir líkfundinn voru bændur á Broddanesi beðnir um að kanna öll sker og hólma, sem tilheyrðu Broddanesi og kanna hvort þar væru sjórekin lík en svo var ekki. Þótt ekki tilheyri það sögu Broddaness, má geta þess hér að þegar Ágúst bóndi á Hvalsá bjargaði líkum þeim er þar komu að landi og eins þeim sem rak að Kollafjarðarnesi, hjálpuðu synir hans, Haraldur þá 12 ára og Benedikt 11 ára við þann starfa. Í góulok 1942 fannst nýfæddur hvítabjarnarhúnn á Broddanesreka. Feldur hans var heill og óskemmdur. Var hann því fleginn, skinnið verkað og húnninn stoppaður upp. Sumarið eftir var hann gefinn til Reykjavíkur. Sú regla að nýta hlunnindi í Broddanesi á skipulegan hátt varð til um 1820. Selanet voru undantekningarlaust lögð nákvæmlega á sama stað ár eftir ár. Stundum var lagt við Fannakrók, Litlabyrgi og Klakka inni á Kollafirði og fór það eftir veðurfari. Hirðing hlunninda í Broddanesi var mannfrek en þessi regla um selveiði var mikilvæg: þótt ekki færu allir með, þegar net voru lögð, vissu þeir alltaf, hvar þau var að finna, þegar farið var í umvitjun. Eins var föst regla með hirðingu æðarvarpsins, eins og áður er sagt: alltaf farið sömu vikudagana eftir hádegi, í eggjatöku fjórir menn en dúntekju átta. Reglur þessar sem Broddanesbændur settu sér fyrir um 200 árum voru haldnar í nær 150 ár, á meðan að hlunnindin voru mikilvægur þáttur í afkomu fólksins í Broddanesi og nágranna þess. Þær eru einstakar að því leyti að þær voru haldnar af 6 kynslóðum. Hvað æðarvarpið snertir, hafa þær án efa stuðlað að vexti þess á 19. öld en þegar hætt var að fylgja þeim hnignaði æðarvarpinu strax, þó að fleiri þættir hafi eflaust haft þar áhrif. Að hluta til lögðu þær grunn að fjárhagslegri afkomu fólksins þar og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.