Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 89

Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 89
88 Það mun hafa verið í byrjun febrúar 1956 að ég hleypti heimdraganum, sem sagt fór að heiman til lengri dvalar en áður. Veturna á undan hafði verið nokkur útgerð á Djúpavík. Þar var gerður út bátur á línu sem hét Örn ST-105 ef ég man númerið rétt. Trausti Magnússon var skipstjóri á bátnum og mun hann hafa átt útgerðina með öðrum á staðnum. Indriði föðurbróðir minn hafði undanfarna vetur verið með Trausta á sjónum. Nú hafði hann samband við Indriða og vildi fá hann með á sjóinn og í leiðinni að útvega sér menn til að beita línuna. Það varð úr að ég og Jón Hall- dórsson sem átti heima á Munaðarnesi ákváðum að slá til. Trausti ætlaði að sækja okkur á Gjögur á bátnum sem hann og gerði. Mestan hluta af leiðinni út á Gjögur fórum við fótgangandi. Á Gjögri bættust við hópinn þeir bræður Ölver og Ólafur Thorarensen og áttu þeir eins og við Jón að beita línuna. Þá var einnig Ingibjörn Hallbertsson á Djúpavík landmaður og beitti með okkur en hann hafði verið vélstjóri hjá Trausta í nokkur ár en var nú í landi vegna veikinda heima fyrir. Þá bættist líka í hópinn Þórarinn Leopold Jensson á Gjögri en hann var ráðinn háseti. Ég hafði aldrei beitt línu áður en hafði þó stokkað lóðir þar sem farið var stundum á haustin á sjó með lóðir. Meira náði nú kunnátta mín ekki. Daginn eftir var hafist handa við að beita. Trausti tók að sér að kenna mér handtökin, hvernig ætti að stinga í beituna á réttum stað og raða vel og skipulega línuna í balann. Ef það væri ekki vel gert og rétt mætti búast við að allt færi í flækju þegar leggja ætti línuna. Hann lagði áherslu að fara bara rólega, því ef við vönduðum okkur vel þá kæmi flýtirinn af sjálfu sér. Ekki man ég hvað okkur tókst að beita í marga bala fyrsta daginn. Við Guðmundur Gísli Jónsson frá Munaðarnesi Á vertíð hjá Trausta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.