Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 94

Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 94
93 var gert og var nú beitt allri þeirri loðnu sem dugði á 51 bala. Svo var róið með þessa línu og fengust á hana 8 tonn. Síðan var aftur farið að beita síld fram til vors. Ekki voru Trausti og skipsfélagar hans búnir að gefast upp við hákarl- inn. Nú lögðu þeir lóð og fengu nokkur stykki í viðbót. Í vertíðarlok fór Trausti norður að Seljanesi til tengdaföður síns en hann var talinn sérlega laginn við að verka hákarl. Einhverjir gamansamir menn í sveitinni tóku upp á því fyrr á árum að veita nokkrum bændum virðuleg embætti og Jón á Seljanesi hlaut biskups- embættið. Jón Elías Jónsson á Munaðarnesi hlaut forsetaembættið, Val- geir Jónsson á Norðurfirði var páfinn, Andrés Guðmundsson var Lúther, Eiríkur Eiríksson á Eyri fékk jarlsnafnbót og Jón Meyvant Sigurðsson fékk viðurnefnið Sópurinn. Ekki er ljóst hvað fólst í því embætti en það kann að vera að það hafi komið til vegna þess hve mikið hraustmenni hann var og hafi því sópað af honum. Öll þessi embætti lögðust niður þegar þessir höfðingjar féllu frá nema biskupembættið. Trausti tengdasonur Jóns tók ekki í mál að það yrði lagt niður. Hann vildi að einhver afkomandi Jóns tæki embættið að sér en enginn gaf sig fram. Heldur en að þessi embættis- titill legðist niður tók Trausti þetta virðulega embætti að sér sjálfur. Meira um biskup seinna á þessum blöðum. Sama ár um haustið kom Trausti á skipi sínu norður að Seljanesi og sótti hákarlinn sem nú var fullverkaður og í leiðinni smalaði hann okkur saman sem ætluðum að vera hjá honum á haustvertíðinni. Ferðin til Djúpavíkur með hákarlinn var stórskemmtileg. Þarna átu menn sérlega góðan hákarl og skáluðu í koníaki. Margt bar á góma, Kristinn á Dröngum var með í þessari ferð og var hann ekki af verri endanum sá fróðleikur sem hann miðlaði til okkar. Eitt og annað man ég úr þessum samræðum en það verður ekki rakið frekar hér. Þessi haustvertíð gekk ekki vel en það var nánast stöðug ótíð og náðist aðeins að fara í 12 róðra. Árið 1959 flutti Trausti ásamt fjölskyldu sinni að Sauðanesi við Siglu- fjörð og gerðist þar vitavörður. Trausti var einstaklega skemmtilegur maður og gamansamur í besta lagi. Það var ógleymanlegt að hafa kynnst honum svona snemma á lífsleiðinni og enn meira gaman eftir því sem árin liðu. Hann náði að verða 100 ára þann 13. ágúst 2018 og hann lést 7. mars 2019 og hvílir nú í Árneskirkjugarði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.