Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.06.2020, Qupperneq 95

Strandapósturinn - 01.06.2020, Qupperneq 95
94 Ekki man ég hvaða ár það var en sennilega öðru hvoru megin við síð- ustu aldamót fórum við hjónin, Sólveig og undirritaður, austur að Laugum í Þingeyjarsýslu. Erindið var að fara með Hafrúnu dóttur okkar í fram- haldsskólann þar. Samferða voru þau Bæjarhjónin Guðbjörg og Hjalti en þau voru að fara með dóttur sína, Birnu, í sama skóla. Við ókum í einni lotu austur að Laugum og til baka til Akureyrar og gistum þar. Við höfðum ákveðið, ásamt þeim hjónum Hjalta og Guðbjörgu, að leggja lykkju á leið okkar og aka út með Eyjafirði og yfir Lágheiði og fara út á Siglufjörð og líta við á Sauðanesi í bakaleiðinni. Ekki vorum við búin að ákveða hvar við ætluðum að gista næstu nótt en ekki var ætlunin að aka alla leið heim þennan dag. Við bönkuðum upp á Sauðanesi og verður því ekki lýst sem vert væri þeim góðu og hressilegu móttökum sem við fengum. Það var eins og hér væru á ferðinni stórmenni. Okkur var strax tilkynnt að lengra færum við ekki í dag og nú tæki gleðin völdin. Reyndar sagðist Trausti hafa séð þessa bíla okkar fara út á Siglufjörð fyrir góðri stundu og hann hefði strax fundið á sér að þarna væru á ferðinni Strandamenn. Aðspurður hvernig hann hefði fundið það á sér sagðist hann ekki ræða það frekar. Er nú ekki ástæða til að orðlengja það frekar, en nú fór í hönd ógleymanlegt kvöld. Bæði í mat og drykk og stór skemmtilegum samræðum. En fljótlega kom að því að Trausti sagðist vilja láta okkur vita að hann væri enn starfandi biskup. Hann hefði tekið við embættinu þegar Jón heitinn á Seljanesi lést. Hann sagðist hafa tekið við embættinu til bráðabirgða en þar sem enginn hafði sótt um það væri hann enn starfandi biskup eins og tengdafaðir hans hafði verið og af því svo væri þá ætlaði hann nú að taka gesti sína til altaris. Þar með dró hann upp viskýflösku og hellti í bikara og rétti Hjalta og konum okkar. Þá veiddi hann upp aðra flösku sem hann sagði að væri ættuð frá Grikklandi og í henni væri vín sem sérstaklega væri ætlað hreppstjórum. Rétt er að taka það fram áður en lengra er haldið að betra vín hefur sá sem þetta skrifar ekki bragðað um dagana, en það var mjög í sterkara lagi. Við höfðum orð á því við biskup hvort við gætum ekki fengið vatn með svo auðveldara væri að koma þessu góða og sterka víni niður. En biskup aftók það með öllu, vatn gætum við drukkið heima hjá okkur og við það sat. Var nú ekki rætt meira um vatn þetta kvöldið. Enda kom það á daginn að þetta eðalvín rann ljúflega niður og kannski rúmlega það. Ég held að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.