Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 104
103
Orðrómur var um að Snorri væri fjölkunnugur og áður en hann dó,
sagð ist hann ekki vilja vera fluttur í kirkju; heldur vera grafinn heima. Þegar
lík hans var flutt í kirkjugarðinn var kistan óeðlilega þung og miðja vegu
urðu menn að hvíla sig. Þegar þeir lyftu kistunni aftur, var hún hins vegar
eins létt og fjöður. Rætt var um að opna kistuna og skoða, en mennirnir
ákváðu að raska ekki ró þess látna. Svo var kistan grafin. Sagan segir síðan:
Nokkuð löngu seinna var bærinn á Svanshóli rifinn. Fannst þá í
veggnum milli búrs og eldhúss beinagrind af kvenmanni í heilu líki,
og hugðu menn, að Snorri hefði látið stúlkuna, sem hvarf, ganga þar
inn í vegginn. Það er trú manna, að Kölski hafi sótt Snorra í kistuna.
Þannig birtist líka atriði í þessari sögu, sem nú er að verða kunnuglegt. Það
leiðir ekki til hamingju, ef hinir ríku virða ekki þá ábyrgð sem þeir hafa
gagnvart fátækum. Sú krafa fátækra að fá aðstoð þeirra sem eru aflögufærir
er rétt bæði að guðs og manna lögum. Þannig virka örnefni og sögustaðir í
landslaginu sífellt sem áminning um þessa skyldu, hvort sem um er að ræða
Lákaklett, Sesselju, Dauðastein eða kirkjugarðinn á Kaldrananesi. Skilaboð
um rétt og rangt felast þannig í sögustöðum og örnefnum landsins.
Heimildir:
Gísli Jónatansson: „Nokkur örnefni í Kirkjubólshreppi.“ Strandapósturinn 23 (1989), 121-126.
Grímur Bendiktsson: Svör við spurningum Örnefnastofnunar. Ódagsett. Varðveitt hjá Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Jón Thorarensen: Rauðskinna hin nýrri. Reykjavík: Þjóðsaga, 1971, I, 171-174.
Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson: Gráskinna hin meiri. Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóð-
saga, 1962, I, 148-150.
Þýski fræðimaðurinn dr. Matthias Egeler var gestafræðimaður hjá Rannsóknasetri HÍ
á Ströndum – Þjóðfræðistofu og dvaldi á Ströndum við rannsóknir hálft árið 2019.
Matthias starfar við rannsóknir hjá Stofnun um skandinavísk fræði og trúarbrögð hjá
Ludwig-Maximilians háskólanum í München í Þýskalandi. Á Ströndum vann Matthias
að rannsóknum fyrir ritun bókar um samspil landslags, trúarbragða og hins yfir náttúru-
lega. Rannsóknir hans á Ströndum voru studdar af Heisenberg-áætlun þýsku rann-
sóknar sjóðsins og þakkar hann Þjóðfræðistofu, sveitarfélaginu Strandabyggð og öllu
góðu fólki á Ströndum fyrir góðan stuðning og gestrisni þeirra.