Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 105
104
Bessi Bjarnason
frá Gjögri
Minningabrot
frá Gjögri
Sólin skein á rauða Bedfordinn, sem stóð fullhlaðinn á hlaðinu heima á
Selfossi. Við þrjú yngstu systkinin, mamma og Svenni, ásamt bílstjóra sett-
umst upp í flutningabílinn og ókum af stað. Maulandi lakkrísstengur og
töggur hossuðumst við upp Kambana, með stefnu á Strandir, þennan fagra
maímorgun árið 1969.
Nú, 50 árum síðar, er erfitt fyrir mig að skilja hvers vegna mamma og
Svenni fluttu á Gjögur. Við fluttum í gamalt óíbúðarhæft steinhús, sem
hafði staðið óupphitað í meira en 10 ár. Engin miðstöð, ekkert rennandi
vatn, ekki rafmagn eða salerni. Svenni og mamma voru ekki efnað fólk,
áttu ekki bíl, bát, eða nokkurn búfénað. Fáeinar krónur, búslóðina frá
heimilinu okkar á Selfossi, bjartsýni og trú á að allt færi að blessast, var
það sem þau áttu.
Í hugum mömmu og Svenna hefur draumurinn um að byrja að nýju
verið skynseminni yfirsterkari. Draumurinn um sjálfstæði, að skapa sinn
eigin veruleika og lifa af landsins gögnum og gæðum – utan laga og reglna
samfélagsins. Ég man að Svenni sagði stundum; „það skal hvorki kóngur né
prestur koma og segja mér fyrir verkum, hér ræð ég“.
Þegar ég minnist Svenna, niður í vörinni á Gjögri að skera grásleppu,
farandi með bölbænir um stjórnvöld og reglubáknið fyrir sunnan, lýsandi
yfir sjálfstæði sínu þarna í vörinni, kemur mér stundum í hug Bjartur í
Sumarhúsum, í sögunni Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.
Ég man að Svenni hafði stórar fyrirætlanir og ríkt ímyndunarafl og
byggði margar fagrar skýjaborgir í eldhúsinu á Gjögri. Mamma hreifst með
enda jákvæð að eðlisfari. Sumar af þessum skýjaborgum voru kannski ekki