Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 106

Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 106
105 svo fráleitar; byggja heilsuhótel og baðaðstöðu í Pollvíkinni fyrir ferða- menn, leiða heitt vatn frá Pollvíkinni yfir á Gjögur, byggja stóra höfn á Gjögri, fljúga með ferskan fisk á erlendan markað… svona mætti lengi telja. Svenni hafði þó ekki það sem þurfti til að láta svo stóra drauma verða að veruleika. Enginn efi er í mínum huga að mamma og Svenni hafa lagt mikið á sig, til að fá allt til að ganga upp þessi ár sem við áttum heima á Gjögri, unnið var myrkranna á milli. Bera vatn inn í fötum, hita vatn í potti á eldavélinni, þvo þvott á bretti, skúra gólf, saga og höggva eldivið, bera eldivið inn, sjó- setja og draga bát upp með handafli, róa, draga net, kasta fiskinum upp á bryggjuna, verka fisk og svo mætti lengi telja. Handafl og aftur handafl var það sem var allsráðandi. Árið eftir að við fluttum á Gjögur lagði Svenni vatn inn í húsið, gróf langan skurð með handafli og lagði rör frá brunni, sem var fyrir ofan túnið. Sama ár var svo miðstöð lögð í húsið og Sólóeldavél, sem brenndi hráolíu, leysti kolaeldavélina af hólmi. Árið eftir voru svo raflagnir lagðar í húsið og ljósavél keypt. Nútíminn flutti smám saman inn í Jónshús, á Gjögri. Ég á margar minningar frá Gjögri, góðar og minna góðar. Með árunum hafa góðu minningarnar tekið yfir þær verri. Kannski er það eitt af því góða við að eldast. Minningin um „stóru krókana“ er ein af þessum góðu og lærdómsríku minningarbrotum sem ég á frá þessum árum sem við áttum heima á Gjögri. Stóru krókarnir Litlu innan við húsið okkar á Gjögri var bryggjustubbur. Bryggjan var uppáhalds veiðistaðurinn okkar Höskuldar bróður. Veiðarfærið var girnis- spotti, vafinn uppá fjöl, með öngul og lóð á endanum. Girnið varð að vera tryggilega fast við fjölina áður en undið var uppá, annars var hætta á að maður missti færið. Gera þurfti lykkju við krókinn, stutt frá sökkunni sem var fest með einum hnút í endann á færinu. Svo var bara að skera beitu og krækja á krókinn og kasta. Aflinn var mest sandkoli og marhnútar. Í logni og björtu veðri var hægt að sjá allt kvikt á botninum. Þegar svo var lögðumst við á magann á bryggjuna og fylgdumst spenntir með öllu sem hreyfðist á botninum. Krabbar, krossfiskar, kuðungakrabbar og stundum komu þaraþyrsklingar fram undan þarablöðkunum. Ef vel var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.