Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 107
106
að gáð mátti sjá móta fyrir sandkola
og rauðsprettu, sem lágu hreyfingar-
laus undir sandinum. Þegar svo var,
var færið dregið inn, beitt að nýju
og kastað. Best var ef sökkan lenti
þannig að krókurinn var fyrir framan
kjaftinn á kolanum, þegar færið var
halað inn. Þegar vel tókst til rauk
sandkolinn af stað og tók ætið.
Þá varð að vera fljótur að kippa í
færið, og hala fenginn upp. Tíminn
leið fljótt hjá okkur Hössa, þarna
á bryggjupollanum á Gjögri. Hróp
frá mömmu um að nú væri kominn
matur eða kaffi var það eina sem
fékk okkur til að draga færin inn.
Að koma heim í nýbakaðar kleinur
og kalda mjólk var ekki lítils virði.
Svo var rokið af stað aftur niður á
bryggjuna, að veiða.
Eitt kvöldið þegar við vorum á leiðinni heim frá bryggjunni, gengum
við fram á niðurgróna bandflækju við reykkofann hjá Axel og Valdimar.
Þetta þurftum við að athuga betur, band var alltaf gott að eiga. Við tog-
uðum í bandið og allt í einu birtust stórir krókar, sem voru festir á bandið.
Við sáum fljótt að þetta voru góðir krókar, krókar sem við vorum vissir um
að hægt var að fá á stóra fiska. Nú var bara eitt að gera, taka upp vasahníf-
inn og skera krókana lausa.
Eftir að hafa skorið helling af krókum af, var farið með fenginn heim í
kjallara. Krókarnir voru stórir með steyptum blýfisk á leggnum. Við sett-
umst við að pússa og skafa. Þegar við höfðum pússað um stund byrjuðu
krókarnir að skína og við að brosa af tilhlökkun til næstu bryggjuferðar. Við
hnýttum króka á færin og lögðum þau á sinn stað, allt tilbúið til næsta dags.
Við vorum snemma á fótum næsta dag, spenntir að prófa stóru krókana.
Við beittum og köstuðum. Krókarnir litu vel út á botninum, glitrandi í
sandinum. Enginn stór fiskur var sjáanlegur. Sandkolinn nartaði í beituna
Bessi fyrir miðjum bát og Anna og
Höskuldur um borð í Guðmundi fyrir
framan Jónshús á Gjögri. Séð yfir á
uppáhalds veiðistaðinn okkar Hössa,
bryggjuna á Gjögri.
Lúðuöngull. Líkur þeim sem við
Höskuldur skárum af haukalóðinni hjá
Axel.