Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 115

Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 115
114 kýrnar inn á kvöldin og þær látnar liggja úti á nóttunni og þá mjólkaðar fram á kvíum, sem kallað var. Þá mættu mjaltakonur og við stelpurnar af öllum búum allar á sama tíma og var gaman að vinna þetta saman. Síðan var kúnum vísað frá á beit að morgni og oftast komu þær sjálfar heim þegar mjaltatími nálgaðist. En annars þurftum við krakkarnir að sækja kúahópinn og skiptu búin því á milli sín, að mig minnir, sína vikuna hvert bú. Síðan var mjólkin borin heim, skilin í skilvindunni og föturnar þvegnar niður í á. Skilvindan var tekin í sundur og þvegin eftir morgunmjaltir allt árið. Smjör var svo gert úr rjómanum, skyr og mysa úr undanrennunni. Mysan var góð til drykkjar, sérstaklega ef heitt var í veðri við heyskapinn. Annars var mysan notuð til að sýra slátrið og annan haustmat. Allir áttu sína garða upp í „Grænubrekku“, sem var norðan við ána, nokkru fyrir ofan veginn og brúna. Þar voru ræktaðar kartöflur og e.t.v. rófur, rabbarbarinn spratt þar, einnig kúmen hjá Gróu. Hún var mikil rækt- unarkona og átti garð sunnan undir húsinu, með ótal blómum og berja- runnum, sem hún hlúði að. Oft þegar gestir komu þurfti að senda einhvern til að sækja rabbarbara í graut, sem er herramannsmatur með rjóma út á. Á sumrin voru alltaf krakkar sem voru sendir í sveit, 2-3 á hverju býli og voru á ýmsum aldri. Á kvöldin, þegar vinnu var lokið, fór hópurinn í ýmsa leiki svo sem fallin spýta, útilegumannaleik og að ógleymdum felu- leik sem alltaf var vinsæll bæði inni (húsið stórt) og úti, ótal hús og börð til að fela sig í. Toppnum var náð ef eitthvað af fullorðna fólkinu slóst í hópinn og færðist þá heldur betur fjör í leikinn. Við stelpurnar vorum líka oft í alls konar boltaleikjum, hoppa í París o.fl. þegar við áttum frí. Einnig var farið til skelja. Áin var spennandi leikvöllur til að stífla, góma síli og setja í pollana, æfa sig í að stökkva yfir o.fl. Hver gat stokkið lengst – það skipti máli. Oft var farið á berjamó. Þá áttum við að biðja langömmu um leyfi, sem við gerðum, því hún átti Kollsána, þökk- uðum henni svo fyrir er heim kom og gáfum smakk. Langamma lést 1950. Heyskapur stóð oft í tvo mánuði eða lengur. Það voru nokkuð stór tún og vel ræktuð, svokallaðar beðasléttur með smáskurðum á milli og svo stærri flatir. Steinbjörn á Syðri-Völlum ferðaðist um með hesta og tæki til að vinna tún úr móastykkjum, t.d. plóg og herfi og er enn til svokölluð Steinbjörnsslétta norðan við ána og út með túngirðingunni. Þetta auð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.