Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 118
117
er léreftsflík með hlýrum. Ég var alltaf í kjól eða pilsi fram til 10-12 ára
aldurs að mamma saumaði á okkur Ásdísi systur mína kakíbuxur úr bláu,
grænu eða rauðu kakíefni og mikill var munurinn t.d. úti í snjó, þar sem
ekki komst snjór á milli sokka og nærbuxna. En mikið runnu nú sleðarnir
vel, sem pabbi smíðaði fyrir okkur og voru með gjarðajárni undir sleða-
kjálkunum. Við lágum á þeim á maganum og stýrðum okkur með fót-
unum. Brun, brun, brun.
Allir áttu gúmmískó og stígvél, svo og einhverja spariskó, sem ég man
ekki hvernig voru. Steina hans Brands átti prjónavél og var sú mikið
notuð. Mér leiddist mikið þegar mamma var upp í prjónavélakompu og
ég þurfti að passa krakkana á meðan. Fáar flíkur voru keyptar tilbúnar, þá
helst utanyfirflíkur og sjóstakkar. Flest var saumað eða prjónað heima og
þurfti þá lagni við að láta flíkurnar fara vel. Mamma var lagin við það og
stundum rétti Dídí frænka hjálparhönd við það man ég. Hún saumaði og
gaf mér upphlut þegar ég var níu eða tíu ára.
Húsið var stórt og voru tveir svokallaðir miðstöðvarkatlar, sem hituðu
það upp. Í þeim var brennt mó, kolum og afrakstri, einnig rekaviður, sem
talsvert var um á öllum fjörum og var mikið notaður sem eldiviður og sem
girðingastaurar. Þrjú eldhús voru, tvö í kjallara, Steinu eldhús og Gróueld-
hús, en okkar eldhús var á miðhæðinni.
Valdimar var refaskytta og lá á grenjum sem kallað var á vorin. Á
haustin egndi hann fyrir tófum. Byggt var lítið torfhús, upp við Húsakeldu
og sjást rústirnar þar enn. Þangað voru reknar fjórar til fimm kindur. Þar
var geymt smá hey fyrir þær og man ég eftir að hafa hjálpað Valdimar að
reka þessar kindur og setja inn í skothúsið. Síðan fór ég heim, en Valdimar
varð eftir. Frændur mínir muna eftir þessum starfa líka. Búið var að setja
einhvern sláturúrgang skammt þar frá, í skotlínu frá skotgatinu, sem haft
var á einni hlið hússins. Kindurnar voru hafðar þar með þannig að tófurnar
finndu ekki lyktina af manninum og ég fór með til að láta þær sjá til mín
og halda að í kofanum væru bara kindur. Tófur eru skynugar á margan
hátt. Þessi háttur var hafðu á þegar tunglskinsbjört var nóttin.
Haustsmalamennskan og sláturtíðin var annasamur tími. Fjárrétt
hreppsins var á Kollsá og stóð á nesi norðan túngirðingarinnar á réttar-
tanganum. Leitarmenn komu í kaffi heim til okkar í stóra húsið og höfðu
konurnar í nógu að snúast dagana á undan við bakstur og annan undir-