Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 121

Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 121
120 Ef kýr var yxna að sumrinu man ég eftir að ég var látin teyma hana inn að Bæ og Ásdís rak á eftir. Bræðurnir Óli og Benni tóku þá við og héldu kúnni. Nautið var haft í girðingu í Bæjarnesinu. Við systur fengum góð- gerðir hjá Kristínu á meðan og löbbuðum svo aftur heim með kúna, u.þ.b. sjö km aðra leiðina. Ég man líka eftir einu skipti þegar við fórum sömu erinda út að Kolbeinsá. Þarfanautið var um tíma í hesthúsinu hans Brands að vetri til og var ég þá send að gefa því og var alveg skíthrædd þegar það baulaði og bölvaði greyið, aleitt í húsinu. Jólin voru auðvitað dásamlegur tími. Allt var þvegið og pússað hátt og lágt. Meira að segja mokaði mamma hænsnakofann á Þorláksmessu og bar undir þær mikið af þurru moði. Já það urðu líka að vera jól hjá hænunum. Svo kom fyrir að við fengum eina appelsínu eða eitt epli eftir baðið á Þor- láksmessukvöld, það var sko eftirminnileg stund. Verst hvað aðfangadagur- inn var óskaplega lengi að líða. Það voru öll útiverk drifin af svo fólkið gæti verið komið í sparifötin kl. sex þegar heilagt var orðið. Borðstofan okkar var eini staðurinn sem var skreyttur, með alls kyns kreppappírsræmum, sem snúið var upp á og hengdar upp í loftið og svo músastigum úr alla vega litum pappír sem hengdir voru á veggina. Allir á bænum komu saman eftir að hafa borðað hver hjá sér. Gróa og langamma gáfu síðan öllum súkkulaði með alls kyns góðgæti, það var rjómaterta, vínarterta, brún lagkaka og smákökur, hálfmánar, gyðingakökur (skrítið nafn), vanilluhringir og e.t.v. fleira. Mikið var erfitt að bíða eftir að fá að smakka á öllu góðgætinu sem svo sannarlega var ekki á borðum dag- lega. Alltaf var verið að hlaupa niður stigann og kíkja í Gróu eldhús og gá hvort jólakvöldið væri ekki að byrja. Enn er til á Kollsá borð sem draga má út og stækka, en á aðfangadag var jólatréð heimasmíðaða haft þar á, skreytt með lyngi og litlum kertum sem kveikt var á í smástund á meðan allir gengu í kringum og sungu jólalög og sálma. Ekki var mikið um jólagjafir, en þó man ég eftir nokkrum bögglum á borðinu undir jólatrénu, sem juku nú ekki lítið á spennuna. Allir fóru sælir að sofa á aðfangadagskvöld, sem var alveg ógleymanlegt. Síðan kom jóla- dagur, með sitt hangikjöt og annað góðgæti. Þá tók fullorðna fólkið sér frí frá öllum störfum, nema að sinna skepnunum sínum, og var þá valið besta heyið, minnir mig, því allir áttu að eiga góð jól.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.