Bændablaðið - 07.10.2021, Page 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 20212
FRÉTTIR
Um 60 þúsund fjár í Skaga- og Húnahólfi:
Varnarlína við Blöndu var lögð niður 2018
– Bændur kalla eftir endurskoðun á þeirri ákvörðun
Varnarlína við ána Blöndu
var lögð niður þann 1. febrú-
ar 2018. Það var gert að tillögu
Matvæla stofnunar og með því var
Húna- og Skagahólf gert að einu
varnarhólfi sem er merkt nr. 9.
Samtals eru um 60 þúsund fjár
innan hólfsins, sem skiptast gróf-
lega þannig að um 20 þúsund fjár
eru í Skagahólfi og um 40 þúsund
í Húnahólfi.
Í ljósi þeirrar umræðu sem nú
á sér stað um útbreiðslu riðu á
svæðinu hafa bændur kallað eftir
því að þessi ákvörðun verði tekin
til endurskoðunar.
Samkvæmt 12. gr. laga nr.
25/1993 um dýrasjúkdóma og
varnir gegn þeim er ráðherra
falið að ákveða, að fengnum
tillögum Matvælastofnunar, hvaða
varnarlínum skuli haldið við og ef
nauðsyn krefur hvort setja eigi upp
nýjar varnarlínur. Breytingar hafa
nokkrum sinnum verið gerðar á
varnar línum.
Í mars árið 2017 kom út skýrsla
um endurskoðun á varnarlínum
vegna sauðfjársjúkdóma. Í
skýrslunni leggur héraðslæknir
umdæmisins til að varnarhólfin
Húnahólf og Skagahólf verði
sameinuð því áin Blanda, sem skilur
hólfin að, er engan veginn nægur
farartálmi fyrir sauðfé. Þá vantaði
ristarhlið við báðar Blöndubrýrnar
og sjúkdómsstaða í báðum hólfum
væri hin sama.
Skortur á fjármagni til viðhalds
og endurbóta á girðingunni
Meginrökin fyrir því að leggja niður
varnarlínu við Blöndu var skortur á
fjármagni til viðhalds og endurbóta
á girðingunni. Bændur á svæðinu
mótmæltu harðlega áformum um
niðurfellingu á Blöndulínu á sínum
tíma. Niðurstaða nefndarinnar sem
vann að tillögum um endurskoðun
á varnarlínum var í samræmi við
kröfur bænda. Nefndin lagðist
gegn því að línan yrði lögð niður,
en lagði jafnframt til að tryggt yrði
fjármagn til að gera línuna fjárhelda
og viðhalda henni.
Í ummælum nefndarinnar er
á það bent að sjúkdómastaða í
varnarhólfunum tveimur væri ólík.
Riða hafi þannig greinst síðast í
Húnahólfi árið 2007 en hafði greinst
árið 2016 í Skagahólfi, ári áður en
skýrslan kemur út. Þrátt fyrir þessa
niðurstöðu nefndarinnar fór það
þannig að Blöndulína var lögð niður
og hólfin sameinuð með innleiðingu
á nýrri reglugerð 1. febrúar 2018.
Landinu skipt upp í 25
varnarsvæði
Landinu er nú skipt upp í 25 varnar-
svæði með svonefndum varnarlínum
sem ýmist eru girðingar eða nátt-
úrulegar hindranir. Um tíma voru
varnarlínurnar 29 talsins og auka-
línur innan svæða. Upphaflegur
tilgangur þessa fyrirkomulags var
sá að varna útbreiðslu sauðfjársjúk-
dóma sem borist höfðu til landsins
með innflutningi á karakúlfé frá
Þýskalandi árið 1933, garna- og
mæðuveiki. Varnarhólfin voru liður
í aðgerðum sem ráðist var í til að út-
rýma sjúkdómum og það tókst hvað
mæðiveikina varðar. Ekki tókst jafn-
vel upp með garnaveikina sem enn er
til staðar. Bólusetning hefur dregið
mjög úr tíðni garnaveiki á liðnum
árum og henni útrýmt á nokkrum
svæðum. /MÞÞ
Eins og sjá má á þessu korti eru bæði Húnahólf og Skagahólf með sama
númer (9) eftir að varnarlína við Blöndu var aflögð 2018. Hugmyndir Halldórs
Runólfssonar, fyrrverandi yfirdýralæknis, um niðurskurð, snerta eldi á um
60 þúsund fjár og kostnaður ríkisins gæti numið um 6 milljörðum króna. R iðuveiki er ólík mörgum öðrum smitsjúkdómum í sauðfé að því
leyti að um breytt prótein er að ræða en ekki vírus. Riðuveiki er
talin hafa borist til landsins með enskum hrúti sem fluttur var inn
frá Danmörku að Veðramóti í Skagafirði árið 1878. Veikin breiddist í allar
áttir með hrútum undan þeim enska, en hún virtist ekki smitandi í fyrstu.
Útbreiðslan var hæg um Norðurland fyrstu 75 árin, en varð að smitfaraldri
sem óð yfir stóran hluta landsins yfir tveggja áratuga skeið. Svo hröð
útbreiðsla hafði ekki sést í öðrum löndum. Tjón varð líka stórfelldara en
menn áður þekktu, 10–15% dauðföll voru algeng árlega á fullorðnu fé
og stundum meira. Riðuveiki hefur lagst á ýmsar tegundir dýra í öðrum
löndum, en sauðfé er eina dýrategundin hér á landi sem vissa er um að hafi
tekið sjúkdóm í þessum flokki, þ.e. TSE, sem er smitandi heilasjúkdómur.
Bændur í Kinn og Útkinn komnir heim
– Mjólk tókst að bjarga á öllum bæjum
Bændur í Kinn og Útkinn eru
komnir heim eftir að rýmingu
var aflétt á þriðjudagskvöld. Allri
mjólk tókst að bjarga á kúabúun-
um sex.
Eftir gríðarlega úrkomu á Norður-
landi var hættustigi almannavarna
lýst yfir í Kinn og Útkinn í Suður-
Þingeyjarsýslu aðfaranótt sunnudags
vegna skriðuhættu. Rýma þurfti tólf
bæi í Útkinn og Kinn um helgina,
en talið er að tugir skriða hafi fallið
á svæðunum og nokkrir bæir urðu
innlyksa.
Á þriðjudaginn var komið að
þolmörkum hjá kúabændum varð-
andi geymslu mjólkur. Mjólkurbíll
Auðhumlu sótti mjólkina á þriðju-
daginn á öll sex kúabúin í Kinn og
Útkinn, fyrir utan Björg en þangað
var ófært. Ökuleið var svo rudd í gegn
þangað í gær á miðvikudegi og mjólk-
inni bjargað.
Ræktarlögn á kafi
í vatni og aurbleytu
Var þyrla Landhelgisgæslunnar notuð
til að hjálpa til við rýmingu og fengu
bændur aðstoð björgunarsveita til að
komast í aðkallandi bústörf eins og
mjaltir.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hermanni Karlssyni, aðalvarðstjóra
í aðgerðarstjórn lögreglustjórans á
Norðurlandi eystra, var ekki tilkynnt
um tjón á húsakosti né ollu skriður
skaða á búfé bænda en ræktarlönd eru
mörg hver á kafi í vatni og aurbleytu.
Mjólkurtjón ekki bætt
Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á
Björgum og fyrrverandi formaður
Samtaka ungra bænda, segir að fjöl-
skyldan hafi haldið til á Húsavík frá
aðfaranótt sunnudags og á meðan
rýming stóð yfir. „Við fengum að
fara heim í mjaltir í fylgd björg-
unarsveita, enda bannað að fara inn
á svæðið. Systir mín og mágur sáu
um mjaltir og gjafir en við fengum
einnig að fara til að sækja föt og annað
sem við þurftum á að halda. Undir
venjulegum kringumstæðum hefði
mjólkurbíll átt að sækja þriggja daga
mjólk til okkar á þriðjudaginn, en
það var ekki mögulegt því hér eru
erfiðustu aðstæðurnar. Hefði mjólk-
urbíllinn ekki komist til okkar í dag
hefði þurft að hella mjólkinni niður
og það tjón hefði ekki verið bætt,“
segir Jóna, en hún telur að um þrjú
þúsund lítrar hafi verið í stútfullum
tankinum á Björgum þar sem 40
mjólkandi kýr eru.
Aurinn liggur á fjölda túna
Að sögn Jónu hafa aðstæður lítið
breyst frá helginni, áfram hefur
haldið að rigna eitthvað, þótt það sé
mun minna en um helgina.
Hún segir að það hafi staðið frekar
tæpt með eina skriðuna sem teygði sig
mjög nærri bænum, en fólk var við
mjaltir þegar sú skriða féll. „Sauðféð
var úti – og er reyndar enn þá. En
það var fjarri fjallinu og því ekki í
hættu beinlínis af henni. Við höfð-
um hins vegar áhyggjur af þeim
ef það myndi koma eitthvert flóð í
Skjálfandafljóti. Hins vegar er mest
allt á floti hjá okkur á túnunum,
ýmist undir vatni eða aurbleytu og
leðju. Aurinn og leðjan nær alveg
yfir fjölda túna og svo eru slettur
á öðrum.
Við erum hins vegar bjartsýn á
framhaldið og engan bilbug á okkur
að finna þegar við fáum loksins að
fara heim. Tækin til að koma þessu í
samt lag eru til þannig að það verð-
ur bara ráðist í verkin eins fljótt og
hægt er. Tilfinningatjónið er hins
vegar erfitt að bæta, því ásýndin
umhverfis bæinn er auðvitað gjör-
breytt.
Svo þarf að meta margt upp á
nýtt varðandi hættusvæði og annað
með tilliti til þess að það bendir
ýmislegt til að veðurfar sé breytt í
ljósi loftslagsbreytinga, með þessum
óhemjumiklu rigningum.“ /smh
Kýrnar kætast þegar bændur og björgunarsveitarmenn koma á bæinn.
Svona voru aðstæður við bæinn Björg í Útkinn á mánudaginn. Mynd / Landhelgisgæslan
Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á
Björgum, og sonurinn Hlöðver Þór
Jónuson. Myndir / Aðsendar