Bændablaðið - 07.10.2021, Side 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 20218
FRÉTTIR
Hvítlauksuppskeran um eitt
tonn á Efri-Úlfsstöðum
– Tilraunasumar sem gefur vísbendingar um að þetta sé hægt
Nýr íslenskur hvítlaukur frá hvít-
lauksbóndanum Herði Bender
á Efri-Úlfsstöðum í Austur-
Landeyjum er nú kominn í versl-
anir. Hann áætlar að setja um eitt
tonn á markað.
Hörður segir að vorið hafi verið
mjög kalt og sumarið blautt. Þá hafi
illgresið verið talsvert til vandræða
– sérstaklega arfinn. „Þetta
tilraunasumar er hins vegar ágætis
vísbending um að þetta muni virka,
það þarf að huga vel að því að drena
akrana og svo ræktun skjólbelta –
sem ég er reyndar þegar kominn
af stað með. Við gróðursettum tíu
þúsund tré í sumar og stefnum á að
tvöfalda þann fjölda á næsta ári.“
Kalt vor og blautt sumar
Áform voru uppi hjá Herði að selja
almenningi aðgang að akrinum nú í
haust, en vegna þess hversu blautur
akurinn var og vegna þess að horfur
voru um lakari uppskeru, hætti hann
við það þetta árið. „Það liggur fyrir
að eitt af þessum sex yrkjum virkaði
almennilega. Ég geri ráð fyrir núna
að þetta muni taka fimm ár, að gera
aðstæður hér ákjósanlegar og finna
hentug yrki áður en framleiðslan
verður það sem kalla megi stöðug,“
segir Hörður.
Hvítlauksolíugerð úr
því sem ekki fer í búðir
Sem fyrr segir mun um eitt tonn af
góðum hvítlauk fara í almenna sölu.
Hörður segir að minni hvítlaukurinn,
sem hentar ekki á markað, verði not-
aður til framleiðslu á hvítlauksolíu
og hann er strax kominn af stað í
undirbúningsferil fyrir þá vöru-
þróun. /smh
Útlitið var ágætt snemma sumars. Mynd / smh
Hvítlaukurinn hér í þurrkun á
Efri-Úlfsstöðum. Myndir / úr einkasafni
Starfshópur skipaður um CBD-olíu
– Semur frumvarp um heimild til notkunar í matvælum
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra hefur ákveðið að skipa
starfshóp um framleiðslu og
markaðssetningu á CBD-olíu, sem
er óheimil í dag.
Kemur ákvörðunin í kjölfar álits
velferðarnefndar í vor sem lagði
til að skoðað yrði hvort eitthvað í
regluverkinu hér á landi hindri sölu
á CBD-vörum, sem unnar eru úr
blómum og blöðum iðnaðarhamps.
CBD er einn fjölmargra kannabínóða
sem þar er að finna og er þeirra
þekktastur og mest rannsakaður vegna
mögulegra heilsusamlegra áhrifa.
Frumvarp um heimild til notkunar
á CBD-olíu í matvælum
Hefur ráðherra óskað eftir tilnefningum
á fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins,
Lyfjastofnunar og Matvælastofnunar
í starfshóp. Í tilkynningu úr
ráðuneytinu kemur fram að hópnum
verður falið að yfirfara núgildandi
löggjöf og semja frumvarp um
heimild til notkunar CBD-olíu í
matvælum.
„Í júní var gerð lagabreyting
sem heimilar innflutning á fræjum
til ræktunar á iðnaðarhampi. Þær
tegundir iðnaðarhamps sem heimilt
er að rækta á Íslandi innihalda lágt
THC gildi og fyrir vikið flokkast
þær ekki sem vímugjafar. Engu að
síður heimilar núgildandi löggjöf
ekki framleiðslu og markaðssetningu
á CBD-olíu sem fæðubótarefni
á Íslandi,“ segir í tilkynningu
ráðuneytisins.
Þar kemur fram að ráðuneytið hafi
orðið vart við mikinn áhuga á CBD-
olíu hjá Íslendingum, mögulegri
framleiðslu og markaðssetningu á
henni. /smh
Hampsblóm í Gautavík í Berufirði, þar
sem framleiðsla á hamp-tei fer fram.
Mynd / Gautavík
Rekstrarfélag Hótels Sögu
tekið til gjaldþrotaskipta
Félagið Hótel Saga ehf., sem er
rekstrarfélag Hótels Sögu, hefur
verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Félagið er í eigu Bændasamtaka
Íslands, sem og Bændahöllin ehf.
sem rekur fasteignina. Gjaldþrot
rekstrarfélagsins hefur hvorki bein
áhrif á starfsemi BÍ, né afdrif fast-
eignarinnar.
Hótelinu lokað í nóvember
Hinu sögufræga hóteli, Hótel
Sögu, var lokað 1. nóvember 2020
vegna rekstrarerfiðleika í kjölfar
kórónuveirufaraldursins.
Hótelreksturinn hófst árið 1962,
þegar fyrstu hæðir þess voru teknar
í notkun. /smh
Hótel Saga við Hagatorg. Mynd / HKr.
Breytingar hafa orðið á rit-
stjórn Bændablaðsins en
Þórdís Una Gunnarsdóttir er
nýr auglýsingastjóri.
Þórdís Una kemur klyfjuð
reynslu inn í starfsmannahóp
blaðsins en hún hefur unnið í 26
ár innan auglýsinga- og markaðs-
geirans, síðast sem auglýsinga-
stjóri hjá Birtingi útgáfufélagi.
Þórdís Una mun hefja störf
á blaðinu nú í október og hefur
aðsetur í Bændahöllinni á
skrifstofum Bændasamtakanna.
Netfangið hennar er thordis@
bondi.is
Guðrún Hulda Pálsdóttir,
fráfarandi auglýsingastjóri, mun
færa sig um set inni á ritstjórn
blaðsins og einbeita sér að
efnis öflun, greinaskrifum og
hlaðvarpsgerð.
Nýr auglýsingastjóri
Bændablaðsins
Þórdís Una Gunnarsdóttir.
á bbl.is og líka á Facebook
Skimun Matvælastofnunar fyrir sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti:
Hvorki salmonella né kampýló-
bakter fannst í kjúklingakjöti
Matvælastofnun hefur frá
árinu 2018 birt niðurstöður
úr skimunum kjöts á mark-
aði fyrir sjúkdómsvaldandi
örverum. Nýverið var birt
skýrsla fyrir síðasta ár þar
sem fram kemur að hvorki
salmonella né kampýló-
bakter greindist í þeim
sýnum sem tekin voru af
kjúklingakjöti. Salmonella
fannst heldur ekki í svína-
kjöti.
Í sambærilegri skýrslu
fyrir árið 2019 fannst kampýló-
bakter í þremur sýnum af frosnu
kjúklingakjöti og í einu sýni af inn-
lendu svínakjöti. Niðurstöðurnar
nú þykja benda til að forvarnir og
eftirlit hafi skilað árangri í eldi og
við slátrun alifugla og svína.
Meinvirknigen í um
fjórðungi sýna
Tekin voru sýni af innlendu og
erlendu kjöti á markaði þar sem
skim að var fyrir salmonellu í
ófrosnu kjúklingakjöti og ófrosnu
svínakjöti, kampýlóbakter í ófrosnu
kjúklingakjöti yfir sumarmánuðina
og shigatoxín myndandi E. coli
(STEC/VTEC) í frosnu og ófrosnu
nautgripa- og lambahakki.
Í niðurstöðum skýrslunnar
kemur fram að skimun á STEC
bendi til að að shigatoxín mynd-
andi E. coli bakteríur séu hluti af
náttúrulegri örveruflóru nautgripa.
„Meinvirknigen greindust í um
fjórðungi sýna af nautakjöti og gen
afbrigða (sermisgerða) O026 og
O157 greindust í 12 sýnum (13,2%
nautakjötsýna). Í flestum þeirra
greindist einnig bindigenið eae, sem
eykur sýkingarhæfni E. coli.
Meinvirknigen greindust einnig
í þeim fáu sýnum sem tekin voru
af lambahakki, og sermisgerðin
O103 greindist í einu sýni. Ekki er
hægt að draga ályktanir af svo
fáum sýnum,“ segir í niður-
stöðunum.
Vakta þarf STEC í kjöti
Þar kemur einnig fram að vakta
þurfi reglulega STEC-bakteríur í
kjöti og skerpa þurfi á fyrirbyggj-
andi aðgerðum í sláturhúsum og
kjötvinnslum til að minnka líkur
á að STEC berist í kjötið.
„Hreinleiki gripa skiptir hér
einnig máli og því þarf að koma
í veg fyrir að óhreinir gripir séu fluttir
í sláturhús.
Neytendur geta dregið verulega
úr áhættu vegna smits frá salmon-
ellu, kampýlóbakter eða E. coli með
því að gegnumelda kjöt fyrir neyslu
og koma í veg fyrir krossmengun
við meðferð og geymslu matvæla.
Sjúkdómsvaldandi bakteríur eru á
yfirborði kjöts og drepast við steik-
ingu/grillun á kjötstykkjum, en bakt-
eríurnar dreifast um allt kjötið þegar
það er hakkað. Því er mikilvægt fyrir
neytendur að forðast krosssmit við
matreiðslu og gegnumsteikja ham-
borgara og annað hakkað kjöt, sem
og kjúklinga- og svínakjöt,“ segir í
niðurstöðunum. /smh