Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. október 2021 15 Eigðu eða leigðu hjá Fyrirtækjalausnum Toyota Kauptúni Hægt er að kaupa beint eða leigja allar tegundir af Toyota bílum í lengri eða skemmri tíma. Jón Vikar Jónsson og Hlynur Ólafsson eru tengiliðir fyrirtækja hjá Toyota Kauptúni. Ekki hika við að hafa samband við þá ef þig vantar upplýsingar um atvinnubíla Toyota. jon.vikar@toyota.is hlynur.olafsson@toyota.is Fyrirtækjalausnir Hlynur og Jón Vikar Toyota Kauptúni Kauptúni 6 570-5070 3+4 ÁBYRGÐ Opnunartímar Mánudaga til föstudaga 7:45 - 18:00 Laugardaga 12:00 - 16:00ÞJÓNUSTUPAKKI UMHVERFISFYRIRTÆKI ÁRSINS UMHVERFISVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS 2018 TOYOTA LAND CRUISER TOYOTA PROACE TOYOTA HILUX Fjallað um lífræna ræktun í Danmörku og á Íslandi með áherslu á matjurtir. Aðferðir, stefnumótun og starfsumhverfi. Richard de Visser deilir reynslu sinni af lífrænni ræktun í Danmörku hvar hann hefur starfað sem ráðunautur um árabil. Hann hefur einnig unnið að verkefninu “Organic Denmark” sem hefur leitt til vitundarvakningar og aukinna tækifæra fyrir lífræna framleiðendur þar í landi. Staður og stund: Hótel Selfoss, Fimmtudagur 21. október frá kl 10 - 16 Dagskrá: Málþing Lífræn ræktun í framkvæmd Reynslusögur frá Danmörku Fyrri hluti - Lífræn ræktun í framkvæmd Kl 10 – 11.30 - Richard de Visser √ Vélvæðing gegn illgresi – aðferðarfræði og nýsköpun √ Áburður í lífrænni ræktun · Efni · Tækni √ Dæmisögur úr ræktun í Danmörku, tækninýjungar Kl 11.40 – 12.00 Eiríkur Loftsson ráðunautur RML √ Húsdýraáburður – nýting og virði √ Notkun á húsdýraáburði við íslenskar aðstæður Kl 12.00 – 12.20 – Þórey Gylfadóttir ráðunautur RML √ Af hverju belgjurtir ? 12.30 – Hádegishlé Seinni hluti – Lífræn Danmörk – opinber stefnumótun og starfsumhverfi kl 13.30 – 15.00 - Richard de Visser: √ Reglur og skipulag lífræna geirans í Danmörku √ Markaðir og eftirspurn √ Þekking og framleiðsla, samspil og áherslur Kl. 15.00 Spurningar, umræður og samantekt Dagskrá lokið kl 16.00 Þátttaka tilkynnist á netföngin helgi@rml.is eða verndunograektun@gmail.com í síðasta lagi 19. október. ATH. Hægt verður að taka þátt í fjarfundi, en óska þarf eftir þvi í þátttökutilkynningu. Á þessari tölvugerðu mynd frá Vegagerðinni má sjá nýju tvíbreiðu brúna og gömlu brúna, sem verður notuð sem reiðstígur yfir Stóru-Laxá. Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá Bergþóra Þorkels dóttir, for stjóri Vega gerðarinnar, og Karl Andreassen, fram kvæmda stjóri Ístaks, skrifuðu nýlega undir verksamning um smíði brúar yfir Stóru-Laxá í Hruna mannahreppi og Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Verkið felst í byggingu tvíbreiðrar brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegarkafla Skeiða- og Hrunamannavegar beggja vegna, breikkun vega- móta við Skarðsveg og við Auðsholtsveg og gerð reiðstígs. Nýja brúin verður til hliðar við núverandi brú, staðsteypt, eftir- spennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum. Lengd vegkafla er rúmlega 1.000 metrar og lengd reiðstígs rúmir 300 metrar. Ístak bauð rúma 791 milljón króna í verkið sem var tæplega 82 prósent af áætluðum verktakakostn- aði. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi m.a. með fækkun einbreiðra brúa, greiða fyrir umferð af hliðarvegum og auka öryggi hestamanna. Áætluð verklok eru fyrirhuguð 30. september 2022. /MHH Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðar- innar, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, sem skrifuðu undir og handsöluðu samninginn um nýju brúna yfir Stóru-Laxá. Mynd / Vegagerðin Kristín S. Bjarnadóttir, formaður Minningar- og styrktarsjóðs Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri og hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu, afhendir Bjarna Jónassyni, fulltrúa SAk, lykla að húsinu við Götu sólarinnar. Hús fyrir líknarþjónustu utan sjúkrahúss: Gæfuspor að fá þessa viðbót „Það er mikið gæfuspor að fá þessa viðbót við þjónustuna,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir, formaður Minningar- og styrktarsjóðs Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri, SAk og hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu, en sjóðurinn afhenti SAk og Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN, hús sem sjóðurinn keypti og er ætlað fólki sem óskar eftir að fá líknarþjónustu utan sjúkrahúss. Húsið er við Götu sólarinnar við Kjarnaskóg. Kristín segir starfsemi hússins kærkomna viðbót við þá þjónustu sem í boði er fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóma, en lengi hefur verið í deiglunni á Akureyri að koma slíkri þjónustu á. Kristín segir að rausnarlegar gjafir tveggja einstaklinga, Laufeyjar Pálmadóttur og Jónasar Jónassonar, hafi gert að verkum að hægt var að kaupa húsið við Kjarnaskóg. Laufey og Jónas ánöfnuðu sjóðnum hluta eigna sinna eftir sinn dag. „Tilgangurinn með rekstri þessa húss er að veita fólki með langt gengna sjúkdóma sérhæfða fagþjónustu utan sjúkrahúss á vegum Heimahlynningar SAk,“ segir Kristín en langflestir sem standa í þeim sporum kjósa að vera sem mest heima og minnst inni á sjúkrahúsum. Góð aðstaða er í húsinu, jafnt innan sem utan dyra, fyrir fjölskyldu þess veika til að dvelja hjá honum. Gistirými eru 6 talsins auk þess sem hægt er að búa um fólk í stofu. Heimahlynning hefur í tæp 30 ár veitt líknarþjónustu í heimahúsum á Akureyri og nágrannabyggðum og verður þjónustan í húsinu við Götu sólarinnar viðbót við þá þjónustu. SAk og HSN munu í sameiningu sjá um rekstur hússins en þessar tvær stofnanir eru að hefja samvinnuverkefni um þessar mundir á öllu upptökusvæði SAk, með yfirskriftinni Norðlenska líkanið og er samþætting á líknar- og lífslokameðferð. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.