Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 6

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 6
til athugunar við endurskoðun liúsnæðis- málalöggjafarinnar. Arkitelitafélagi ís- lands var send áskorun þess efnis, að tek- ið yrði tillit til fatlaðra við skipulag og teikningu opinberra bygginga. Mikið var unnið að undirbúningi að byggingu Sjálfs- bjargar í Reykjavík. Vísast til sérstakrar greinar í blaðinu um bygginguna. Á alþjóðadegi fatlaðra flutti Ólöf Rík- arðsdóttir fróðlegt erindi í Ríkisútvarpið. Fjallaði það um endurhæfingu, umferðar- hindranir fatlaðra o. fl. Ennfremur héldu sum félögin upp á daginn með fróðleiks- og skemmtisamkomum. Tekjur landssambandsins eru, eins og áður, aðallega sala blaðs, merkis og happ- drættismiða, en einnig gjafir og áheit. Fjáröflun krefst mjög mikillar vinnu, sem skrifstofan innir af hendi. Hrein eign landssambandsins í árslok 1965 var 1,8 milljón krónur. fyrir sína vinnustofu og aðra starfsemi. Öll félögin sjá um fjáröflun fyrir lands- sambandið. Helztu samþykktir þingsins eru þessar: Frá félagsmálanefnd: a) Að landssambandið styrki fólk til náms í sjúkraþjálfun eða hliðstæðu námi, enda njóti það starfskrafta þess að námi loknu. b) Að ýmiss konar hjálpartæki mikið fatlaðs fólks önnur er gerfilimir, hjólastólar og armstafir, séu viður- kennd styrkhæf. (Því má bæta hér við, að nú eru teknir tollar allt upp í 90% af slíkum tækjum, og enginn styrkur veittur út á þau). c) Að samtök öryrkja eigi kost á að til- nefna fulltrúa í allar opinberar nefndir, sem fjalla um málefni ör- yrkja. Frá þinginu á Akureyri. I flestum félögunum var mjög góð starf- semi, svo sem föndurkvöld, spilakvöld, skemmtifundir, almennir fundir, ferðalög og fleira. Vinnustofur eru reknar á vegum félag- anna í Reykjavík, á Siglufirði, á Sauðár- króki og á Isafirði í sameiningu við vörn. Á Akureyri er í undirbúningi vinnu- stofa í hinu vandaða húsi félagsins, Bjargi, og félagið á Húsavík hefur eignast hús Frá atvinnumálanefnd: Nefndin beinir því til sambandsstjórnar, að athugaðir verði möguleikar á að vextir af lánum úr Erfðafjársjóði verði lækkaðir frá því sem nú er, og hlutfalli styrkja og lána verði breytt þannig að styrkir verði að minnsta kosti helmingur af því fé, sem fæst úr sjóðnum samkvæmt lögum, til vinnustofanna. 6 sjÁlfsbjörg

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.