Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Síða 7

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Síða 7
Nokkrir þingfulltrúar. Frá farartækjanefnd: Þingið leggur áherzlu á eftirfarandi atriði: a) Að á næsta ári verði úthlutað til ör- yrkja 350 bifreiðum 4—5 manna, þar af 100 endurveitingar. b) Að öryrkjar hafi frjálst val bifreiða- tegunda. Þingið er einhuga um, að heimilað verði að merkja bifreiðir með lausum merkjum, og að merki þessi verði eingöngu veitt því fólki, sem ófært er til gangs eða getur aðeins gengið út í farartæki við húshlið. Frá tryggingarmálanefnd: 1. Að haldið verði áfram baráttu fyrir löggjöf um endurhæfingu öryrkja á grundvelli þess lagafrumvarps, sem samþykkt var á þingi Sjáifsbjargar 1964. 2. Að beina því til nefndar þeirrar, sem ráðgert er að skipuð verði af félags- málaráðuneytinu til þess að gera til- lögur um endurbætur og lagfæringar á tryggingarmálum öryrkja, að hún beiti sér fyrir eftirfarandi: a) Að öryrkjar innan 16 ára aldurs öðlist bótarétt. b) Að bætur fyrir hvers konar ör- orku verði greiddar eftir ákvæð- um 36. gr. laga nr. 40 1963, að svo miklu leyti sem við geti átt. c) Að endurskoðuð verði 36. gr. sömu laga um gjaldskyldu ör- yrkja. d) Að sett verði ákvæði sem tryggi sjúklingum sem dveljast í heima- húsum sama rétt til greiðslu kostnaðar og hinum sem liggja á sjúkrahúsum. Sunnudaginn 5. júní var haldinn út- breiðslu- og kynningarfundur í „Bjargi“, vinnu- og félagsheimili Sjálfsbjargar. Formaður Akureyrarfélagsins, frú Heið- rún Steingrímsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Sigursveinn D. Kristinsson flutti fróð- legt erindi um málefni samtakanna, og öryrkja almennt, og er það birt á öðrum stað 1 blaðinu. Einnig voru til sýnis á fundinum ýmiss konar hjálpartæki fyrir mikið fatlað fólk, svo sem fyrir einhentar húsmæður, fólk með stíf liðamót og skertar hreyfingar af ýmsum ástæðum. Er þetta í fyrsta sinn sem slík hjálpartæki eru kynnt hérlendis, og munu sýnishorn af þeim verða til á skrifstofu landssambandsins og reynt að útvega slík tæki þeim sem þurfa. Ennfremur var skemmt með prýðilegum söng og upplestri. SJÁLFSBJÖRG 1

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.