Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Side 8
UM ALMANNATRYGGINGAR
Lög þau sem í gildi eru um almanna-
tryggingar voru sett á Alþingi árið 1963,
en nú eru liðin 30 ár síðan lög voru fyrst
sett um þetta efni. Þótt nokkuð vanti til
þess að þau séu eins og bezt gjörist annars
staðar (t. d. í Danmörku), þá hafa þau
tekið miklum breytinginn til bóta og eru
mörgum f járhagsleg stoð. Vegna óska sem
blaðinu hafa borist verða hér á eftir birt
þau ákvæði almannatryggingalaganna,
sem mest varða fatlaða.
13. gr. — Rétt til örorkulífeyris eiga
þeir menn á aldrinum 16—67 ára, sem eru
öryrkjar til langframa á svo háu stigi, að
þeir eru ekki færir um að vinna sér inn
1/4 þess, er andlega og líkamlega heilir
menn eru vanir að vinna sér inn í því sama
héraði við störf, sem hæfa líkamskröftum
þeirra og verkkunnáttu og sanngjarnt er
að ætlast til af þeim, með hliðsjón af upp-
eldi og undanfarandi starfa.
Heimilt er Tryggingastofnuninni að
verja allt að 10% þeirrar heildarfjárhæð-
ar, sem árlega er greidd í örorkulífeyri
samkvæmt 1. málsgr. þessarar greinar,
til greiðslu örorkustyrkja handa þeim, sem
misst hafa 50—75% starfsorku sinnar.
Tryggingayfirlæknir metur örorku
þeirra, sem sækja mn örorkubætur . . .
14. gr. — Greiða má maka elli- og ör-
orkulífeyrisþega makabætur allt að 80%
einstaklingslífeyris, ef sérstakar ástæður
eru fyrir hendi.
15. gr. — Fjölskyldubætur eru greiddar
með öllum börnum yngri en 16 ára . . .
16. gr. — Barnalífeyrir er greiddur með
Á sunnudagskvöld sátu þingfulltrúar
kvöldverðarboð bæjarstjórnar Akureyrar
í Skíðahótelinu, Hlíðarfjalli. Bæjarstjór-
inn, Magnús E. Guðjónsson, bauð fulltrú-
ana velkomna með ávarpi. Theodór A.
Jónson þakkaði fyrir hönd fulltrúanna.
Þingstaðurinn liggur utan við ys og þys
þéttbýlisins, rólegur staður með útsýn til
f jalla og f jarðar. — Þá gerði það dvölina
ánægjulegri og þingheim samstilltari, að
aliir dvöldu á þingstaðnum allan tímann.
Öll þjónusta, tillitssemi og viðurgern-
ingur af hendi hótelsins var með ágætum,
svo á betra verður ekki kosið.
Á mánudag voru rædd nefndarálit, sam-
þykktar ályktanir og kosin stjórn fyrir
næsta ár.
Sambandsstjórn:
Formaður: Theodór A. Jónsson.
Varaform.: Zophanias Benediktsson.
Ritari: Ölöf Ríkarðsdóttir.
Gjaldkeri: Eiríkur Einarsson.
Meðstjórnendur:
Jón Þór Buch, Húsavík, Ingibjörg
Magnúsdóttir, Isafirði, Heiðrún Stein-
grímsdóttir, Akureyri, Eggert Theo-
dórsson, Siglufirði, Sigurður Guð-
mundsson, Reykjavík.
Til vara:
Sigursveinn D. Kristinsson, Reykja-
vík, Pálína Snorradóttir, Hveragerði,
Egill Helgason, Sauðárkróki, Gestur
Auðunsson, Keflavík, Adolf Ingimars-
son, Akureyri.
8 SJÁLFSBJÖRG