Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Page 9

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Page 9
börnum yngri en 16 ára, ef faðirinn er látinn eða er örorkulífeyrisþegi. Sömu réttarstöðu hafa kjörbörn og stjúpbörn, þegar eins stendur á. Þó er ekki greiddur barnalífeyrir með stjúpbörnum, sem eiga framfærsluskyld- an föður á lífi, eða með kjörbörnum, nema þau hafi verið á framfæri hins látna eða örorkulífeyrisþegans a.m.k. 2 síðustu árin, áður en lífeyrisréttur gat stofnast. Þó er tryggingaráði heimilt að stytta þessa fresti, ef sýnt þykir, að ættleiðingin standi ekki í sambandi við væntanlegan bóta- rétt. Tryggingaráð getur ákveðið að greiða ekkli allt að fullum barnalífeyri, ef fráfall eiginkonu veldur tilfinnanlegri röskun á afkomu hans. Sama gildir um ellilífeyris- þega, einstæða móður sem er öryrki, svo og hjón, sem verða fyrir verulegum tekju- missi eða útgjaldaaukningu sökum örorku eiginkonu . . . Heimilt er að hækka barna- lífeyri vegna munaðarlausra barna um allt að 100%. Sama gildir, ef annað foreldri er látið, en hitt öryrki. 21. gr. — Heimilt er að greiða uppbót á elli- og örorkulífeyri, ef sýnt þykir, að lífeyrisþegi geti ekki komizt af án hækk- unar. Tryggingastofnunin ákveður uppbót samkvæmt grein þessari að fengnum til- lögum sveitarstjórnar . . . 26. gr. — Iðgjöld samkvæmt b-lið 23. gr. greiða allir, sem lögheimili eiga í land- inu, 16—67 ára að aldri. Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir, sem hafa notið bóta samkvæmt þessum kafla, annarra en fjöl- skyldubóta, barnalífeyris, mæðralauna eða fæðingarstyrks, tvo mánuði eða leng- ur, eða dvalizt hafa í sjúkrahúsi eða hæli á kostnað trygginganna eða ríkisfram- færslunnar jafnlangan tíma á skattárinu, ef þeir hafa ekki haft útsvarsskyldar tekj- ur samkvæmt 2. og 3. málsgr. 31. gr. laga nr. 51 1964, um tekjustofna sveitarfélaga, og eigi skal iðgjald vera hærra en nemi helmingi útsvarsskyldra tekna. Aldrei skal þó leggja iðgjald á þann, sem hefur ekki haft aðrar tekjur en bætur samkvæmt lögum þessum . . . 56. gr. — . . . Ef elli-, örorku- eða ekkju- lífeyrisþegi dvelst lengur en einn mánuð í sjúkrahúsi eða annarri hliðstæðri stofnun, þar sem tryggingarnar eða ríkisfram- færslan greiða fyrir hann, fellur lífeyrir hans niður. Sé dvölin ekki greidd að fullu, er heimilt að greiða lífeyri, allt að því sem á vantar . . . Ef hlutaðeigandi er al- gerlega tekjulaus, er Tryggingastofnun- inni heimilt að greiða honum sjálfum allt að 10% lágmarksbóta. 72. gr. — ... Lífeyristryggingarnar greiða sjúkrasamlagsgjöld þeirra, sem njóta örorkulífeyris . . . 78, gr. — Ráðherra getur ákveðið, að lífeyrisdeild greiði: . . . e) Styrk til örkumla manna eða fatlaðra, sem þarfnast gervilima, umbúða eða annarra þess háttar tækja, svo og til lamaðra, sem þarfnast æfingarmeðferðar með viðeigandi nudd- og rafmagnsaðgerð- um utan sjúkrahúsa. Reglur um greiðslu styrkjanna setur tryggingaráð. Grunnupphæðir fjölskyldubóta, örorku- og barnalífeyris frá 1/7 1966 eru eftir- taldar, á mánuði kr.: Fjölskyldubætur, m. hverju barni 250.00 Örorkulífeyrir, einstaklingar .. 2.418.09 Örorkulífeyrir, hjón ........... 4.352.56 Barnalífeyrir, m/hverju barni .... 1.060.56 I ofangreindum upphæðum er innifalin 5.2% hækkun bóta, annarra en fjölskyldu- bóta, sem gildir frá 1. júlí 1966, en verður ekki greidd fyrr en í desembermánuði. Á grunnupphæðirnar kemur verðlags- uppbót, sem í júní—ágúst 1966 nemur 13.42%. SJÁLFSBJÖRG 9

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.