Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Page 12

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Page 12
Ólöf Ríkarðsdótfir ENDURHÆFING OG UMFERÐARHINDRANIR Útvarpserindi flutt 17. marz 1966 Samtök fatlaðra á Islandi eiga sér ekki langa sögu. Þar sem bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndum eiga allar áratugastarf að baki á þessu sviði, eru aðeins tæp átta ár síðan fyrsta félag Sjálfsbjargar var stofnað, en það var á Siglufirði í júní árið 1958. Á fyrsta árinu urðu félögin fimm og mynduðu þau með sér landssamband árið 1959. Nú eru deildirnar innan þess orðnar tíu og félagatala um átta hundruð. Styrkt- armeðlimir eru sex hundruð. Þörfin fyrir samtök fatlaðra var orðin mjög brýn. Þótt ýmislegt hafi auðvitað verið unnið að þessum málum af hálfu hins opinbera og annarra, þá veit maður bezt sjálfur hvar skórinn kreppir og það er verkefni landssambands Sjálfsbjargar að hafa forystu á baráttumálum fatlaðs fólks og leita samvinnu við þá aðila, sem þar eiga hlut að máli. Þau eru mörg við- fangsefnin, sem bíða úrbóta. Má þar nefna atvinnumál, húsnæðismál, tryggingamál, bætt umferðaskilyrði og bifreiðamál, en á hinu síðastnefnda hefur þegar fengizt noltkur leiðrétting. Verkefni hinna einstöku sambands- deilda Sjálfsbjargar er í höfuðdráttum tví- skipt. I fyrsta lagi er sú hlið, er lýtur að félagsmálum, í öðru lagi stofnun og rekst- ur vinnustofa. Mikil áherzla hefur verið lögð á félagslegu hliðina og hefur sú starf- semi þegar borið allgóðan árangur. Ennþá vantar þó mikið á að náðst hafi til alls fatlaðs fólks í landinu, enda félög ekki fyrir hendi á stórum svæðum. Fjórar vinnustofur eru nú reknar á veg- um félaganna, á Isafirði, Siglufirði, Sauð- árkróki og í Reykjavík og hið fimmta hefur nú einnig stofnun vinnustofu í und- irbúningi. Á Isafirði eru framleiddar prjónavörur, sloppar og fleira, á Siglu- firði vinnuvettlingar, í Reykjavík karl- manna- og barnanærfatnaður og á Sauð- árkróki er unnið að frágangi rafmagns- dósa. Sjálfsbjörg á ísafirði, sem kom á fót fyrstu vinnustofu samtakanna, hefur einn- ig haft samvinnu við félag berklasjúkl- 12 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.