Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Side 13

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Side 13
inga á staðnum, nokkuð á f jórða ár. Reka þau í sameiningu verzlun og vinnustofuna Vinnuver, með starfskrafti úr báðum fé- lögum og hefur það gefið góða raun. Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að öryrkja- félögin vinni saman eftir föngum og efli þannig hvert annað. Félagið á Akureyri varð fyrst til þess að byggja fyrir starfsemi sína, en nú hafa fjórar deildir komið sér upp eigin hús- næði, enda er það frumskilyrði fyrir vexti hvers félags. að hafa fastan samastað, þar sem hægt er að koma saman til starfs og leiks. Landssamband Sjálfsbjargar opnaði skrifstofu í Reykjavík árið 1960, eru þar nú tveir starfsmenn, en starfssvið eykst stöðugt. Aðaltekjuöflun hefur verið fólgin í árlegu happdrætti og sölu á merki og tímariti sambandsins. Árið 1959 kaus Alþingi milliþinganefnd, sem skyldi rannsaka félagsleg vandamál og atvinnuskilyrði öryrkja og koma með tillögur til úrbóta. Nefnd þessi lagði meðal annars fram frumvarp þess efnis að landssambandi Sjálfsbjargar yrði veittur tekjustofn til sjóðsmyndunar og samþykkti Alþingi lög þess efnis árið 1962. Sjóður þessi nefnist Styrktarsjóður fatl- aðra og er í vörzlu félagsmálaráðuneytis- ins. Tekjur hans eru aukatollur af hrá- efni til sælgætisgerðar, næstu tíu ár frá setningu laganna. Fé þessu skal varið til byggingar og reksturs félags- og vinnu- heimila. Erfðafjársjóður veitir einnig lán og styrki til bygginga vinnustofa. Sjálfsbjörg gjörðist fyrir fimm árum aðili að bandalagi fatlaðra á Norðurlönd- um. Félagar innan þess munu nú vera um áttatíu og sex þúsundir. Við höfum á und- anförnum árum átt þess nokkurn kost að kynnast starfsemi þeirra og teljum það mikinn ávinning fyrir samtökin að hafa komizt í snertingu við hið norræna sam- band, svo snemma á þroskaskeiði okkar. Þangað getum við sótt fyrirmyndir að öllu, sem til framfara horfir í þessum mál- um. Bræðraþjóðirnar eru mjög vinveittar hinu fámenna, íslenzka sambandi og má þar nefna að danska landssambandið hef- ur komið því til leiðar að Öryrkjasjóður Dana veiti um það bil sex hundruð tuttugu og fimm þúsundir íslenzkra króna til væntanlegrar byggingar Sjálfsbjargar hér í Reykjavík. Eins og áður segir hafa öll norrænu fé- lögin margra ára starf og mikla reynslu að baki. Sænska sambandið er þeirra elzt, stofnað 1923 og það danska tveimur árum seinna. Norðmenn mynduðu sín samtök árið 1931 og Finnar árið 1938. Norðurlöndin fjögur munu að öllu sam- anlögðu standa mjög framarlega á sviði öryrkjamála. Aðstaða þeirra virðist nokk- uð jöfn, enda hafa þau haft mikla sam- vinnu og hafa lært af reynslu hvers ann- ars. Þó hefur hvert um sig sérstöðu að einhverju leyti. Svíar hafa lagt mikla áherzlu á tryggingamálin, Norðmenn eiga flest vistheimilin, Finnar reka flesta skól- ana og Danir hafa, auk margs annars leyst þá miklu þraut, bifreiðavandamálið. Norrænu samtökin leggja öll mikla áherzlu á menntun fatlaðs fólks. Finnska sambandið rekur til dæmis fimm heima- vistariðnskóla, sem útskrifa nemendur í þrjátíu mismunandi greinum. Þessu máli hefur því miður verið of lítill gaumur gefinn hér á landi fram til þessa. Af því hefur leitt, að margt fatlað fólk hefur ekki getað leitað sér mennt- unar við sitt hæfi, sem er því þó öðrum fremur lífsnauðsyn, þar sem starfsval hlýtur að verða takmarkaðra. Hverju heilbrigðu þjóðfélagi er það þó brýn þörf, að starfskraftur þegnanna sé sem bezt nýttur og á það ekki sízt við hjá svo fá- mennri þjóð sem okkur Islendingum. Það er fróðlegt í þessu sambandi að SfÁLFSBJÖRG 13

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.