Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Page 14

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Page 14
minnast á endurhæfingarlöggjöf Dana, sem landssamband fatlaðra í Danmörku hefur átt mikinn þátt í og telur merkan áfanga. Endurhæfingarlögin gengu í gildi árið 1960. Þau eru mjög víðtæk og fela í sér endurbætur á eldri lögum og margar nýj- ungar. Það voru fyrst og fremst þrjú atriði, sem lögð voru til grundvallar við setningu þeirra. í fyrsta lagi, að allir sem þarfnast endurhæfingar og náms, hafi til þess jafnan rétt. f öðru lagi var hin knýj- andi nauðsyn að mynda f járhagsgrundvöll til stofnunar og reksturs stöðva, til endur- hæfingar ásamt kennslu í bóklegum og verklegum greinum. í þriðja lagi var stofnun og rekstur verndaðra vinnustofa, þar sem öryrkjar geta fengið atvinnu við sitt hæfi, þótt þeir eigi erfitt um starf á almennum vinnumarkaði. Með orðinu verndaðar vinnustofur er átt við stofn- anir, þar sem ríki og bær taka þátt í reksturskostnaði. Víða er sá háttur hafður á, að ríkið greiðir einn þriðja hluta af reksturskostnaði, viðkomandi bæjarfélag 1/3 hluta og framleiðslan sjálf 1/3 hluta. Aðstoð við endurhæfingu hvers ein- staklings felur í sér sjúkrameðferð, hjálp- artæki, æfingu og menntun ásamt fram- færslustyrk, meðan á endurhæfingu stend- ur. Hjálpartæki, það er að segja, umbúðir, gervilimi, hjólastóla, ritvélar og segul- bandstæki fyrir blinda, vélknúin farar- tæki og svo framvegis, má veita án tillits til, hvort það er nauðsynlegt vegna vinnu- getunnar, það er aðeins skilyrði, að tæki þessi bæti eða dragi úr afleiðingum fötl- unarinnar. Eitt veigamesta atriði löggjafarinnar eru atvinnumálin. Það er starf hinna tólf endurhæfingarstöðva að sjá um, að hver einstaklingur nái eins miklum framförum og kostur er á. Fylgst er með sjúklingn- um, meðan á læknismeðferð og kennslu stendur og einnig um tíma, eftir að hann er kominn til starfa. í lögunum er að finna ýmsar reglur og ráðstafanir, sem eiga að tryggja varan- lega atvinnu að endurhæfingu lokinni. Þau veita til dæmis aðgang að verkfær- um, vinnuvélum og öðru slíku, sem nauð- synlegt kann að vera atvinnunnar vegna. Ennfremur er hægt að fá aðstoð við stofn- un sjálfstæðs atvinnureksturs, þegar ástæður þykja fyrir hendi. Þessi laga- grein nær einnig yfir heimilistæki fyrir fatlaðar húsmæður. Eins og áður er sagt hefur sjúklingur- inn framfærslustyrk, meðan á endurhæf- ingu stendur. Áherzla er lögð á að við- komandi geti staðið straum af þeim út- gjöldum, er leiða af endurhæfingunni og að honum og fjölskyldu hans sé tryggður sanngjarn framfærslulífeyrir. Þar er einn- ig átt við afborganir af skuldum og yfir- leitt aðstoð við að halda f járhag f jölskyld- unnar á réttum kili. Hið síðastnefnda er álitið mjög mikilvægt atriði, ef afkoma og f jármál f jölskyldunnar eru tvísýn með- an á endurhæfingu stendur, getur það orðið til þess að viðkomandi gefist upp, eða að hún verði árangurslaus. Hér hefur verið drepið á nokkur helztu atriði hinnar nýju löggjafar. Reynslutími hennar er stuttur og margt hefur komið í ljós, sem betur mætti fara, en yfirborg- arstjóri Kaupmannahafnar, Urban Han- sen, sagði í fyrirlestri, sem hann hélt hér í fyrra um þessi mál, að menn væru nú fyrst að gjöra sér ljóst hvílík feikna þörf .hefði verið fyrir slíka lagasetningu. Sjálfsbjörg hefur látið þýða dönsku endurhæfingarlögin og hún hefur jafn- framt látið semja frumdrög að lögum um endurhæfingu á Islandi og komið þeim á framfæri við opinbera aðila. Hinn 1. apríl næstkomandi verður enn stigið framfaraspor hjá Dönum, en þá FRAMHALD á bls. 28. 14 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.