Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Page 15

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Page 15
Fr. Knudsen SAMBYGGING FATLAÐRA í DANMÖRKU Skrifað fyrir íslenzka tímaritið „Sjálfsbjörg" Húsnæðisskorturinn hefur haft meiri áhrif á líf hins almenna borgara en flest önnur vandamál síðustu ára, jafnt í Danmörku sem í öðrum Evrópulöndum. Þó að við höfum verið svo gæfusöm að losna algjörlega við hina hræðilegu eyði- leggingu styrjaldarinnar, hefur okkur samt ekki tekizt að leysa húsnæðisvanda- málið á þann veg, að til séu hæfar íbúðir handa öllum, sem þörf hafa fyrir þær og á verði, sem hver og einn getur greitt. Hinn verst setti í þjóðfélaginu, sem er án efa öryrkinn, hefur þrátt fyrir þær framfarir, sem orðið hafa í okkar nútíma- velferðarríki, orðið harðast úti vegna hús- næðisskortsins, eins og á flestum öðrum sviðum. Það getur í rauninni haft úrslita- þýðingu fyrir hinn fatlaða mann, hvort hann getur yfirleitt unnið fyrir sér, hvort sem hann heldur alveg óskertum starfs- kröftum sínum eða að nokkru, að hann búi í hentugri íbúð, þar sem hann getur athafnað sig sjálfur, án utanaðkomandi hjálpar. Þetta á að sjálfsögðu ekki sízt við um hina fötluðu húsmóður. Sem viðurkenning á þessari þörf sér- íbúða handa mikið fötluðu fólki skipaði danska ríkisstjórnin nefnd manna árið 1952, er skilaði áliti 1954, um byggingu íbúða handa fötluðum. I álitinu segir m. a. að hinir fötluðu eigi að geta greitt húsaleiguviðbót sjálfir, að undanteknum örorkulífeyrisþegunum, sem vegna sinnar miklu fötlunar, verði að búa í dýrari íbúð- um með lyftum og öðrum hjálpartækjum. Þetta hefur reynzt framkvæmanlegt, þó með mismunandi húsaleiguviðbót í sam- ræmi við tekjurnar. Til þess að tryggja sér, að álit nefndar- innar yrði framkvæmt, skipuðu félög fatl- aðra nefnd (Húsbygginganefnd fatlaðra) og samtímis gekkst Landssamband fatl- aðra (Landsforeningen af Vanföre) fyrir stofnun byggingarfélags fatlaðra, sem skyldi taka að sér að láta reisa og útbúa séríbúðir handa fötluðu fólki. SAMBYGGING 1 KAUP- MANNAHÖFN Fyrsta hlutverk byggingarfélagsins var að byggja sambyggingu í Kaupmanna- höfn (Kollektivhuset í Kaupmannahöfn), þá fyrstu sinnar tegundar í veröldinni, svo að reynslan varð að skera úr, hversu vel tækist til. I þessu 16.500 fermetra, 13 hæða háhýsi eru 170 íbúðir, sem allar eru sérstaklega útbúnar fyrir mikið fatlað fólk. Til þess að koma í veg fyrir, að húsið líktist um of stofnun eða hæli fatlaðra, var aðeins 1/3 af því notaður undir íbúðir þeirra. Mikið tillit var tekið til hins fatl- aða einstaklings, því að 60 íbúðir eru 1 herbergi með forstofu, baði og eldhúskrók, SJÁLFSBJÖRG 15

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.