Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 22

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 22
Öll í sólskinsskapi. molum, Stanzað var við Skógaskóla og skoðað hið gagnmerka byggðasafn þar. Það ber af öðrum þess háttar söfnum, enda er Þórður Tómasson, safnvörður, réttur maður á réttum stað. Áfram var haldið, og nú ekið inn í Þórsmörk. Krossá var góð yfirferðar, og þegar við komum upp úr henni, kom ráðsmaður staðarins og vísaði okkur til gistingar 1 Slyppugili. Það er hið fegursta og bezta tjaldstæði á sléttum bala milli lækjarins og skógar- brekknanna. — Skúraveður hafði verið um daginn, en gott á milli, en þegar við Palli vorum að bisa við að reisa stóra tjaldið, gerði slíka úrhellisrigningu, að lík- ast var sem allar flóðgáttir himinsins hefðu opnazt og allt vatn veraldarinnar væri að steypast yfir okkur, ekki minna en Nóaflóðið sællar minningar. Við höfð- um ekki við að skirpa út úr okkur. Leit helzt út fyrir að við myndum drukna þarna á balanum. En sem betur fór tók Krossá við rennslinu og innan skamms stytti upp. Eftir það komust tjöldin upp, og þó allir blotnuðu nokkuð, hækkaði hagurinn þegar prímusarnir og gastækin tóku að suða og hita frá sér. Að lokum leið öllum vel og var sofið ágætlega um nóttina við ljúfa drauma. Að morgni næsta dags var aftur komið bezta veður. Áttu nú allir annríkt við að snyrta sig og búast til heimferðar, því að nú var síðasti dagur ferðarinnar runninn upp. — Fegurð Þórsmerkur eða annarra staða, sem leið okkar lá um, ætla ég ekki að lýsa, hvorki gróðri, formum né litum, þess verður betur notið með því að sjá það en lesa um það. Við sáum í ferðinni ótalmargt sem augað gladdi, og munum lengi minnast ferðarinnar með ánægju. — Miðdegis lögðum við af stað heimleiðis. Gerðist ekkert frásagnarvert, allt gekk eftir áætlun. Ég vil svo að endingu geta þess, að þessir félagar sem fóru í þessa fyrstu óbyggðaferð, voru til fyrirmyndar að glaðværð og samhjálp alla þessa fimm daga. Happdrætti Sjálfsbjargar Vinningur í happdrætti SJÁLFSBJARGAR 1964, sem var bifreið af gerðinni Buick Special, kom á miða nr. 28760, og var afhentur í marz s. I. Nú stendur yfir happdrætti og er vinningurinn bifreið af gerðinni Plymouth, Belverede 1, að verðmæti kr. 345 þús., og er SKATTFRJÁLS. 22 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.