Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Síða 28
ENDURHÆFING
OG UMFERÐARHINDRANIR
FRAMHALD af bls. 1\\.
ganga í gildi lög um aðskilnað elli- og
örorkulífeyris, og jafnframt er um miklar
endurbætur að ræða.
Eitt þeirra höfuðmála, er Sjálfsbjörg,
landssamband fatlaðra hefur á stefnuskrá
sinni, er að koma upp byggingu í Revkja-
vík fyrir samtökin. Lóð er þegar fengin
á ágætum stað og teikningu byggingar-
innar miðar vel áfram. Standa vonir til,
að unnt verði að hefjast handa um fram-
kvæmdir á næstu mánuðum. Miðstöðin er
í höfuðdráttum fyrirhuguð þannig. Vist-
heimili fyrir fatlaða, verndaðar vinnu-
stofur, húsnæði fyrir utanbæjarfólk, sem
stundar nám, eða er undir iæknishendi,
skó- og gervilimaverkstæði, húsakynni
fyrir starfsemi landssambandsins og
Reykjavíkurfélagsins og endurhæfingar-
stöð.
Ennfremur er ætlunin að byggja eina
íbúðarálmu og verður fyrirkomulag hennar
sniðið eftir sambýlishúsum danska lands-
sambandsins, en þar er öll innrétting mið-
uð við þarfir fatlaðs fólks og þá fyrst og
fremst þeirra, er nota hjólastóla.
Fyrsti áfangi verður vistheimilið. Ekk-
ert er eins aðkallandi og það. Hér á landi
er talsverður hópur fatlaðra, sem ekki á
i annað hús að venda en að dvelja á elli-
heimilum. Þótt enginn efist um, að þeim
sé þar veitt öll sú aðhlynning, sem tök
eru á, er þetta ástand með öllu óviðun-
andi. Getur hver og einn reynt að setja
sig í spor fatlaðs æskumanns, sem verður
að una ævinni við slík skilyrði. Væntir
landssambandið skilnings allra á því mikla
nauðsynjamáli að stofna reglulegt heimili
fyrir einstæða og ósjálfbjarga öryrkja.
Það er tilefni þessa erindis, að næst-
komandi sunnudag, 20. marz, verður Al-
þjóðadagur fatlaðra haldinn hátíðlegur
víða um heim í sjöunda sinn, en það er
FIMITIC, Alþjóðasamband fatlaðra, sem
átt hefur frumkvæðið að því að kynna
þannig með ýmsu móti málefni fatlaðs
fólks.
Sjálfsbjörg gjörðist aðili að þessum
samtökum fyrir hálfu öðru ári og minntist
dagsins í fyrsta sinn í fyrra.
Alþjóðasamband fatlaðra er í sinni nú-
verandi mynd tólf ára gamalt. Það hefur
miklu hlutverki að gegna, því að innan
vébanda þess eru félög, sem telja hundruð
þúsunda stríðsöryrkja frá báðum heims-
styrjöldum, auk fólks, sem hefur fátlast
af öðrum orsökum og munu þessir hópar
samanlagt skipta milljónum.
Að þessu sinni verður alþjóðadagurinn
helgaður málefninu umferðahindranir
fatlaðra, sem er mjög tímabært umhugs-
unarefni. Það er víst óhætt að slá því
föstu, að allt okkar samfélag er skipu-
lagt og byggt fyrir ófatlað fólk. Það hef-
ur algjörlega gleymzt, eða verið vanrækt
að taka tillit til þess, að það eru fleiri,
sem þurfa að komast leiðar sinnar, sem
sé þeir, sem að einhverju leyti eiga óhægt
um gang.
Alls staðar eru tröppur og stigar, víða
ekki einu sinni handrið. Tökum til dæmis
sjálft Þjóðleikhús fslands, háskólann og
þjóðminjasafnið. Þangað er mörgu fötluðu
fólki algjörlega fyrirmunað að komast
hjálparlaust.
Sá hópur fólks, sem taka þarf tillit til,
er í rauninni miklu stærri en virðist í
fljótu bragði. Vil ég fyrst telja þá, sem
fatlast hafa af völdum sjúkdóma, þá kem-
ur sá hópur, sem eykzt með hverju ári,
en það eru þeir sem fatlast vegna slysa,
en þau virðast óhjákvæmilega ætla að
fylgja okkar vélaöld, ekki má heldur
gleyma þeim, sem þjást af hjartasjúkdóm-
um, né heldur gömlu fólki og mæðrum
með barnavagna. Af þessu sést, að það er
28 SlÁLFSBJÖRG