Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 32

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Qupperneq 32
M. VAYRYNEN BANDALAG FATLÁÐRA í FINNLANDI Samtök fatlaðra í Finnlandi voru stofn- uð árið 1938. Um það leyti var ekki til nein sérstök löggjöf fyrir öryrkja í land- inu. Örorkubætur voru aðeins einn liður í sameiginlegri tryggingalöggjöf. Bandalag fatlaðra skildi þegar í upphafi nauðsyn þess, að sérstök löggjöf yrði sett, þar sem endurhæfing og atvinnumál fatlaðra eru mjög frábrugðin grundvelli almennra trygginga. Þegar finnska þjóðin lenti í síðari heimsstyrjöldinni árið 1939, var endur- hæfing stríðsöryrkja mjög aðkallandi. Þetta hafði í för með sér endurbætur á tryggingalöggjöfinni almennt, en jafn- hliða því var hafinn undirbúningur að sér- stakri endurhæfingalöggjöf. Bandalag fatlaðra átti mikinn þátt í að undirbúa og semja endurhæfingalögin, en þau gengu í gildi árið 1947. Samtímis hóf það sjálft að vinna að endurhæfingu stríðsöryrkja, með námskeiðum í ýmsum starfsgreinum. Þetta varð upphafið að hinu víðtæka iðnskólakerfi, sem bandalagið hefur nú komið á fót. Frá sumarbúðum fatlaðra barna, sem eru undir skólaskyldualdri. Þarna dveljast árlega um 200 börn þeim að kostnaðarlausu. Fyrirkomulag er þannig, að jafnvel hin mest fötluðu geta dvalist þarna. Þar er m. a. kennt sund, tómstundaiðja o. fl. 32 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.