Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Side 33

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Side 33
Frá járnsmíðadeild í iðnskólanum í Sulkava. í kjölfar laganna hófst svo smátt og smátt alhliða endurhæfing, starfsprófun, starfshæfing og rekstur verndaðra vinnu- stofa. Eftir því sem tímar liðu varð starfsemi bandalagsins æ yfirgripsmeiri. Auk þess að gæta hagsmuna gagnvart samfélaginu, hefur bandalagið á hendi alla upplýsinga- þjónustu og endurhæfingu fatlaðra. Samvinna bandalagsins og hins opin- bera er mjög sérstök. Endurhæfing fatl- aðra hefur frá upphafi verið aðalmarkmið bandalagsins. I því skyni hefur það, sem áður segir, komið á fót fjölda skóla, en ríkið síðan styrkt þá fjárhagslega. Sama máli gegnir um flestar aðrar hliðar á mál- efnum öryrkja. Þar hefur frá upphafi ríkt náin samvinna og skilningur milli Bandalags fatlaðra og ríkisins. Bandalag fatlaðra í Finnlandi, var sem fyrr segir stofnað árið 1938. Innan þess eru nú 80 deildir og félagatala um það bil 20 þúsund. Rúmlega þrjú hundruð manns eru starfandi við hinar ýmsu stofnanir sambandsins. Bandalagið rekur fjóra heimavistar- skóla, eina endurhæfingarstöð og eitt vinnuheimili. Auk þess á bandalagið og deildir innan þess 23 orlofsheimili. Heima- vistarskólinn í Westend tekur 70 nemend- ur, skólinn í Járvenpáá tekur 300 nem- endur, skólinn í Sulkava 100 nemendur og verzlunarskólinn í Kolmiranta 80 nem- endur. I heimavistariðnskólanum eru eftirfar- andi iðngreinar kenndar: málmsmíði, og járnsmíði margs konar, bifreiðaviðgerðir, úrsmíði, fatasaumur, leðurvinna, rafvirkj- un, trésmíði, vélaviðgerðir, gullsmíði og leturgröftur. Að öllu samanlögðu nær kennslan til 27 iðngreina. Námstími í flestum iðngreinum sjalfsbjörg 33

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.