Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Síða 35

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Síða 35
Sigurgrímur Ólafsson HUGLEIÐINGAR Þetta eru hugleiðingar sjúklings, sem vegna lömunai’ sinnar verður að dvelja á sjúkrahúsi, og er nú staðsettur á sjúkra- húsi, sem tekur til dvalar lamað fólk, gam- alt fólk, auk fólks sem er bæði taugaveikl- að og ruglað. Og er síðasttaldi hópurinn stærstur. Þessu fólki er oft blandað saman á stofurnar án tillits til þess hvað að fólk- inu er, eða hvernig sálarástand þess er. — Þetta tel ég ekki gott fyrir þá, sem eru andlega heilir og kannski ekki fyrir hina heldur. Það þarf mikinn sálarstyrk til að búa við slíkar aðstæður. Ég held að það sé ekki hugsað nóg um andlega líðan sjúklinganna með slíkri ráð- stöfun. Það þarf að gera meira að því en gert er, að sundurgreina sjúklingana eftir andlegu ástandi þeirra. Hugsum okkur al- veg lamað fólk, sem ekki getur neina björg sér veitt, og er haft með rugluðu fólki á stofu. Ruglaða fólkið getur orðið því lam- aða til stórskaða, án þess að það geri sér grein fyrir gjörðum sínum. Þó megum við, þessir lömuðu, vera þakklátir fyrir að þessi sjúkrahús, sem þó eru byggð fyrir annars slags sjúklinga, skuli vilja taka okkur til dvalar, á meðan við ekki höfum annað heimili fvrir okkur, sem miðað er við þarfir okkar. Nú getum við litið bjartari augum til framtíðarinnar, þar sem unnið hefur verið að teikningum að undanförnu að væntan- legu heimili fyrir okkur. Reykjavíkurborg hefur og úthlutað okkur góðri lóð, á góð- um stað, fyrir þetta væntanlega heimili okkar, og erum við þakklát fyrir það og fyrir aðra fyrirgreiðslu þeirra, og skilning á málefhum okkar hinna lömuðu. Einnig erum við sérstaklega þakklát ríkisstjórn- inni fyrir að opna okkur leið til tekjuöfl- unar vegna byggingar þessa húss, sem verður dýrt vegna stærðar sinnar, en það verður bæði heimili okkar hinna lömuðu, vinnustaður, þjálfunarstöð o. s. frv. Við tilkomu þessa húss losnar mikið pláss á öðrum sjúkrahúsum, elliheimilum og öðrum þeim stöðum, sem tekið hafa lamað fólk til dvalar, og er það gott fyrir þá, sem á því plássi þurfa að halda, svo sem gamalmenni o. s. frv. Og ekki má gleyma að þakka forráða- mönnum sambands Sjálfsbjargarfélag- anna fyrir ómetanlega hjálp þeirra í þessu húsmáli okkar, en í því máli hafa þeir unnið mikið og gott starf, auk margs ann- ars, sem þeir hafa unnið fyrir málefni okkar. Á hinum Norðurlöndunum öiium eru sérsjúkrahús, eins og hér á að byggja, fyrir lamað fólk, og eru þau byggð með þarfir þeirra lömuðu í huga. Þar eru full- komnar endurhæfingar um hönd hafðar. Vinnuþjálfun, sem gefur mjög góða raun, margs konar kennsla, bæði bókleg og fönd- urkennsla, auk margs annars, sem kemur iömuðu fólki vel og getur orðið til þess, að hinum lamaða finnst líf sitt ekki eins innihaldslaust og hamingjusnautt og ann- ars væri, ef ekkert væri að gert. Starfendurhæfing væri mikils virði þjóð- félaginu í heild. Margt af lamaða fólkinu getur unnið ýmis létt störf, ef það er þjálfað upp í starfinu, og þá finnur hinn lamaði einhvern tilgang með lífi sínu, ef hann getur starfað eitthvað. — Fjögur Sjálfsbjargarfélög hafa komið sér upp vinnustofum, sem allar hafa gefið góða raun. — En meira má ef duga skal. I Sjálfsbjargarfélögunum eru nú á átt- unda hundrað virkir félagar, fólk, sem er eitthvað fatlað, meira og minna, svo að nógu er af að taka. Allur almenningur hefur sýnt þessum og öðrum málefnum okkar mikinn skilning, og erum við þakk- lát fyrir. SJÁLFSBJÖRG 35

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.