Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Síða 40

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Síða 40
JONA P. SIGURÐARDOTTIR MINNING Jóna var fædd 19. júní 1902 og var því Isafirði, andaðist 18. apríl síðastliðinn. — Hún var jarðsungin frá Isafjarðarkirkju 28. s. m. Jóna var fædd 19. júní 1902 og var því tæpra 64 ára að aldri, er hún lézt. Kynni okkar Jónu hófust, er ég fluttist með fjölskyldu minni til ísafjarðar árið 1943. Hjá henni voru tveir yngstu synir hennar, á líku reki og ég, við urðum ná- búar og sem leikfélagi drengjanna, kynnt- ist ég henni fljótlega og þau kynni hafa varað síðan. I bókaflóði undanfarinna ára hafa verið gefnar út margar ævisögur manna og kvenna, sem hart hafa orðið úti í lífsbar- áttunni. Jóna P. Sigurðardóttir hefði get- að orðið sögumaður einhverrar þessara sagna. Strax í bernsku varð hún fyrir því áfalli að fatlazt svo, að hún bar þess aldrei bæt- ur. Og á þeim tímum bjuggum við ekki við það þjóðaröryggi, sem við búum við í dag. Jóna fékk því snemma að kenna á hinum dekkri hliðum mannlífsins, en lét þrátt fyrir það, aldrei bugast. Er mér í minni bjartsýni hennar og ráðagerðir til að klóra í bakkann í hinu daglega striti, er við unnum bæði hjá sama fyrirtæki fyrir örfáum árum. Þó var hún þá farin að heilsu. Jóna heitin tók þátt í stofnun Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra, og var alla tíð virkur félagi og bar hag samtakanna mjög fyrir brjósti. Hún vissi af eigin reynslu hvar skórinn kreppti að, og um nauðsyn þess að bæta þjóðfélagsaðstöðu þeirra, sem hart höfðu orðið úti í lífsbaráttunni. Og við leiðarlok hennar má fullyrða, að sam- tökin, sem hún tók þátt í að stofna, hafa unnið sigra og fært mörgum nýjan þrótt og trú á lífið. Jónu varð fjögurra barna auðið, sem öll hafa komizt vel til manns og getið sér hins bezta orðs í hvívetna, en þau eru: Svanfríður, búsett í Reykjavík, Tryggvi, búsettur í Vestmannaeyjum, Högni búsett- ur í Neskaupstað, og Kristján, búsettur hér á Isafirði. Það var ekki ætlunin með þessum fáu línum, að fara að gera skil á ævisögu þinni, Jóna mín, heldur aðeins að þakka þér fyrir löng og góð kynni. Ég veit það, að við leiðarlok varst þú orðin þreytt, en ég veit einnig, að alla tíð barst þú höfuðið hátt með óbilandi kjarki og trú á hið góða í manninum. Ég bið þér blessunar Guðs á hinni nýju göngu þinni. Aðstanendum hinnar látnu votta ég samúð mína. Sigurður Jóhannsson. 40 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.