Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Side 41

Sjálfsbjörg - 01.07.1966, Side 41
KARL SIGTRYGGSSON FRÁ HÚSAVÍK MINNING Þú ferð ekki aleinn í feðranna slóð. Það fylgir f)ér skarinn til hafnar. Við munum og geymum þín listaljóð, en lögmálið söknuðinn jafnar. Lind þin var tær og töfra-hrein. Að tíbránni skimaði sjónin. Þrösturinn hjalaði á grœnni grcin og gaf okkur fyrsta tóninn. Fagur er dálurinn, frændi minn, sem fóstraði þig og dáði. Þar fléttuðu saman feril þinn þau frækorn, er drottinn sáði. Átthagatryggðin batt þín bönd og benti þér fram á veginn. Þú leitaðir hafnar með Ijós í hönd á landinu hinum megin. Röddin er hljónuð og þögnin þung. Þjóðirnar koma og fara. Vér hljótum að spyrja: ,Er eilífðin ung V Enginn er til að svara. Ættjörðin góða sinn daggardúk dregur á fölar kinnar. Vornóttin hnígur svo mild og mjúk að musteri sálar þinnar. Guðmundur Friðbjarnarson. SJÁLFSBJÖIIC 41

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.