Fréttablaðið - 03.02.2022, Síða 12

Fréttablaðið - 03.02.2022, Síða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sveiflur krónunnar og sam- felldur veikleiki hennar í bland við bækluð hjálpar- tækin, er heimilisof- beldið á Íslandi sem ekki má tala um. Bæjarfélag á að skapa góð upp- eldisskil- yrði, veita nútímalega þjónustu og stuðla að lýð- heilsu bæjarbúa. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Síðustu tvö ár höfum við þurft að breyta venjum okkar og fórna lífsgæðum. Við höfum varið okkur; einangrað, hlustað á fréttir um ógnir við heilsu og efnahag. Nú þarf að huga að virkni og velferð þeirra sem faraldurinn hefur lagst þungt á. Unga fólkið hefur ekki notið félagslífs á mótunarárum. Þau sem eldri eru sakna tilbreytingar og samskipta við fólkið sitt. Ljóst er að mikið hefur reynt á ákveðnar starfsstéttir og þá sem fyrir bjuggu við áskoranir. Þegar Covid lýkur þurfum við að vera tilbúin fyrir sókn því mannauður- inn er grundvöllur velferðar. Ungt fólk og þeir sem eldri eru Við höfum öll fundið hversu mikilvægt er að upp- lifa samveru með fjölskyldu og vinum, öryggi og rútínu, tilbreytingu og tilhlökkun. Sköpum tækifæri til að hittast, upplifa og njóta. Sveitarfélög og frjáls félagasamtök geta lagt lið með því að bæta aðgengi að viðburðum, heilsueflingu, menningu og samveru. Í Garðabæ þar sem ég er bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar leggjum við mikla áherslu á að skóla-, íþrótta-, tómstunda- og menningarstarf sé í fremstu röð. Þar á sömuleiðis að vera gott að eldast. Aðstæður og væntingar þessara aldurshópa hafa breyst undanfarin ár. Við þurfum að taka ákvörðun um að tryggja öflugt mannlíf; virkni og vellíðan eftir heimsfaraldur. Útfærum næstu skref í samvinnu við fólkið sjálft. Vinnum með þeim sem nýta þjónustuna Bæjarfélag á að skapa góð uppeldisskilyrði, veita nútímalega þjónustu og stuðla að lýðheilsu bæjar- búa. Ég vil sjá sveitarfélög styðja við félagslegt net eldri borgara og hlúa sérstaklega að ungu fólki. Í sumum tilfellum getur verið nægjanlegt að styðja við góðar hugmyndir. Ýmislegt má gera án mikils kostnaðar. Förum úr (sótt)vörn í (gæða)sókn; tölum saman, vinnum saman – bætum mannlífið og tilveruna eftir krefjandi tíma. ■ Sókn eftir faraldurinn Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður bæjarráðs og gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisfélaganna í Garðabæ Íslenskri efnahagspólitík er einkar lagið að fjasa um afleiðingarnar, fremur en að taka á orsökinni. Heita má að þessi áráttuhegðun hér á landi hafi varað í heilu og hálfu mannsaldrana, án þess að nokkurn tíma hafi þótt ástæða til að breyta um kúrs. Af og til eru þó krónuflokkarnir á Alþingi minntir á ángskotans orsökina – og ein- mitt í þessari viku var síðast japlað á því af hálfu stjórnarherranna, að kannski væri húsnæðis liðurinn í vísitölunni helst til baga- legur í heimilisbókhaldi almennings, og gott ef ekki ósanngjarn. Þessar stumrur heyrast nokkuð reglulega, en eru aldrei settar í samhengi við þann raunalega veruleika á Íslandi, að minnsti gjaldmiðill í heimi þarf ekki einasta belti og axlabönd um sig miðjan, heldur er nú svo komið að það er ekki lengur tekið við honum í öðrum löndum Evrópu, eins og Pólverjar og aðrir Austur-Evrópumenn þekkja, sem ferðast á milli vinnu sinnar á Íslandi og átt- haga sinna í austri. En þeir geta þó farið. Eftir sitja Íslending- arnir í útnorðri og láta refsa sér sem nemur nálega 200 milljörðum á ári, sem er kostn- aður þeirra af notkun krónunnar, en það er álíka upphæð og alþýða manna leggur sam- neyslunni til í formi tekjuskatts á ári. Sveiflur krónunnar og samfelldur veikleiki hennar, í bland við bækluð hjálpartækin, er heimilisof beldið á Íslandi sem ekki má tala um. Þar hefur þöggunin verið miklu vænlegri kostur en nokkru sinni að ræða til þrautar um það sem getur komið almenningi best í gjaldmiðilsmálum. Það skal bara áfram barið á fólki. Og það sem er kannski sárara en tárum taki, er að þessi sama alþýða manna virðist vera orðin vön þessu of beldi – og lætur sig að minnsta kosti hafa það, ber sér fremur á brjóst en að brotna. Það er af þessum sökum sem þjóðin hefur aldrei gert uppreisn gegn því að tengja hús- næðisliðinn við verðlagsþróun, sem vel að merkja þekkist hvergi annars staðar á sið- menntuðu bóli, en hefur sennilega bara þótt nokkuð þjóðlegt uppi á Fróni. Og það er húsnæðisliðurinn í vísitölunni sem knýr áfram verðbólguna að hálfu leyti, enda þótt hækkun húsnæðisliðarins stafi ef til vill af allt öðru en aðrir þættir sem ýta við vísitölunni. Og þá þarf að hækka vexti, ein- mitt svo alþýðan kosti meiru til. Og þetta er kallað efnahagsstjórn. ■ Orsökin Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísum gar@frettabladid.is Púðurkerling Sérsveitarmenn tóku ekki með silkihönskum á manni sem grunaður var um aðild að Rauða- gerðismálinu. Taldi lögreglan manninn hafa skotið af byssu, því púður leyndist á höndum hans. Var honum varpað í fangelsi í hálfan mánuð að fengnu sam- þykki dómstóla. Síðar kom í ljós að púðrið á manninum var líkast til komið af sérsveitarmönnunum sjálfum, sem voru víst einmitt að handleika byssur áður en þeir settu manninn í járn. Hann var ekki ákærður – enda játaði annar maður ódæðið – og krefst nú tíu milljóna króna í bætur. Hvernig var þetta aftur með að skjóta fyrst og spyrja svo? Eða var það öfugt? Þrjú á palli Baráttan um völdin í Eflingu harðnar. Þrjú verða í kjöri til formanns. Þeirra á meðal er ekki núverandi formaður, Agnieszka Ewa Ziólkowska, sem færði sig úr varaformannsstól í aðalsætið, er Sólveig Anna Jónsdóttir yfirgaf sviðið eftir átök á skrifstofu félagsins. Sólveig Anna býður sig fram að nýju og það gerir einn- ig hennar helsti gagnrýnandi, Guðmundur Baldursson, og líka hlaðkonan Ólöf Helga Adolfs- dóttir, núverandi varaformaður, sem er boðin fram af upppstill- ingarnefnd félagsins. Sólveigu Önnu var boðið sæti á lista Ólafar en þáði ekki. Spennan er mikil og von á góðri þátttöku í kjörinu. ■ SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.