Fréttablaðið - 03.02.2022, Síða 18
Dóra segist
kaupa mikið
notað og hún
er hrifin af því
þegar fatamerki
framleiða úr
endurunnum
efnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Nokkrar festar úr skart gripalínu Licorice. Hrá efnin eru gúmmíslöngur og latex.
MYND/AÐSEND
Dóra Pacz kom til Íslands 2020, rétt
áður en faraldurinn hófst. „Mér
bauðst starf í ferðabransanum á
Íslandi. Ég féll fyrir landinu sem
ferðamaður og ákvað því að hætta
í draumastarfinu í Ungverjalandi
og flytja hingað til að gera eitthvað
nýtt. Mig hafði líka lengi langað til
að búa erlendis,“ segir Dóra. „Ég er
með BA í menningarstjórnun og
lærði markaðsfræði með og hafði
lengi unnið við sölustörf. Rétt áður
en ég kom til Íslands vann ég sem
sölu- og markaðsfulltrúi hjá innan-
hússhönnunarverslun í Búdapest.
Annars langar mig til þess að búa
hér áfram svo lengi sem ég nýt þess
að búa á Íslandi. Menningargeir-
inn á Íslandi lofar góðu þannig að
ég sé fram á að halda áfram í námi
hér á landi. Núna er planið að fara
í mastersnám á Íslandi í sýninga-
gerð í LHÍ. Aðalmarkmiðið núna
er því að læra íslensku og byrja á
mínu eigin verkefni til að vinna að
sem umsókn inn í háskólann.“
Ungverskur lakkrís
Dóra var á tímabili markaðs-
fræðingur hjá ungverska hönn-
unarmerkinu Licorice, eða
lakkrís á ylhýra. „Merkið byggir
á hugmyndafræði endurvinnslu,
sköpunargleði, umhverfisvernd og
fjölskyldu. Stofnendur merkisins
eru þær Hajnal Szolga og Erika
Pataki. Þær byrjuðu að selja vörur
sínar í Ungverjalandi, og síðar í
Berlín og Dresden.
Ég kynntist fyrst þessu merki
árið 2016 á hönnunarmörkuðum í
Búdapest. Upphaflega féll ég fyrir
skartinu þeirra sem var einstakt,
fallegt og nýstárlegt. Síðar, þegar
merkið stækkaði og varð að fyrir-
tæki, hjálpaði ég aðeins við fram-
leiðsluna en vann annars mest í
markaðssetningu fyrir merkið.“
Gómsætt en óætt skart
Licorice hönnunargripirnir eru úr
gúmmíi úr hjólaslöngum. „Fyrstu
munirnir urðu til árið 2014 og
voru skart úr svörtu gúmmíi.
Það fyrsta sem maður hugsar um
þegar maður klippir niður svarta
hjólaslöngu í litla búta er gómsætt
lakkríssælgæti. Hráefnið sem slíkt
var því innblásturinn að nafninu. Í
Ungverjalandi hugsa margir hlýtt
til æskuáranna þegar þeir borðuðu
áhyggjulausir lakkrís á vor-
mörkuðunum. Því var það einnig
skemmtileg viðbót að tengja
saman fólk sem kann að meta
nafnið í gegnum minningar sínar.
Árið 2016 gáfu þær út vor/sumar
línu með fatnað úr púðruðum og
lituðum latex hjólaslöngum. Latex
er einstaklega viðkvæmt efni og
jafnmjúkt og húð mannsins. Þessi
lína kom mörgum á óvart og var
algert tilraunaverkefni hjá þeim
stöllum.“
Hajnal og Erika notuðu þetta
tiltekna hráefni því það er
aðgengilegt, auðmótanlegt og
vekur upp skemmtilegar minn-
ingar. „Notkun þessa óvenju-
lega og teygjanlega efnis gefur á
sama tíma mjög sterk og marg-
brotin skilaboð, enda býr þarna
að baki sjálf bærnihugsjón og
spurningar um úrgang. Hjólreiðar
eru umhverfisvænn ferðamáti og
lífsstíll, en að sjálfsögðu framleiða
þær einnig úrgang.
Hjólaslangan gaf þeim frelsi til
að skapa mismunandi form og
áferð. Hráefnið sjálft er dökkt og
öfgakennt en lokaútkoman getur
verið einföld, glæsileg og vakið
athygli sem listaverk. Ferlið að
nýrri línu var mjög skapandi hjá
þeim og þær voru alltaf að skapa
hluti sem höfðuðu einnig til þeirra
persónulega. Ég myndi segja að
skartgripirnir þeirra séu algerlega
tímalausir og klassískir.“
Hugmyndafræði án hagnaðar
Licorice er ekki lengur starf-
andi. „Eftir árið 2018 hættu þær
Hajnal og Erika að búa til nýjar
vörur og merkið varð meira eins
og verkefni. Í dag eru þær báðar
Jóhanna María
Einarsdóttir
jme
@frettabladid.is
sjálfstætt starfandi listamenn. Mig
langar enn þá til þess að kynna
þessi síðustu eintök merkisins fyrir
þeim sem eru áhugsamir. Að mínu
mati er mikilvægt að sýna listaverk
áfram, þrátt fyrir að markmiðið
sé ekki lengur að hagnast á því, og
þetta merki einblíndi hvort eð er
aldrei á peningahliðina. Síðustu
eintökin frá merkinu eru enn
frábær og standa fyrir sínu. Þau
eru úr góðum efnum og fullkomin
fyrir íslenskt veður, þar sem þau
eru búin til úr vatnsheldum og
teygjanlegum efnum. Licorice
var og er enn þá tækifæri til þess
að kanna heim sjálfbærra og töff
hönnunargripa, í stað lélegra og
verðlausra skynditískuhluta.“
Hvaða skilaboð myndir þú vilja
bera áfram frá Licorice?
„Hugsaðu út fyrir kassann þegar
kemur að tísku. Kauptu einstaka
og þýðingarmikla hluti sem
endast. Ef þig langar ekki lengur til
þess að eiga þá, reyndu þá að finna
þeim nýjan eiganda sem kann að
meta þá. Rusl getur verið fjársjóður
og framtíðin mun fela í sér að nota
það sem við höfum til þess að búa
til nýja hluti.“
Eru einhverjar reglur sem þú
fylgir þegar kemur að tísku?
„Mér finnst gaman að kaupa
notuð föt en á sama tíma reyni ég
að vera meðvituð um val mitt. Ég
para oft saman litríkar og stundum
frekar skrítnar flíkur við beisik
flíkur. Þá á ég nokkrar flíkur sem
ég keypti fyrir tíu árum og eru enn
í frábæru ástandi. Fyrir stuttu fann
ég nokkrar mjög svalar flíkur úr
fataskápnum hennar ömmu. Hún
yrði örugglega mjög hissa á að sjá
mig í fötunum sínum.“
En hvernig tengir þú við fyrir-
bærið tísku?
„Fyrir mér er tíska eins og
tækifæri. Ég kann vel að meta
skilgreiningu Hundertwassers
um Fimm húðir mannsins (e.
Men‘s five skin), sem kemur inn
á tengingu einstaklingsins við
félagslegt og náttúrulegt umhverfi
sitt. Önnur húðin er fötin sem sýna
að hver einstaklingur eigi rétt á því
að njóta hönnunar og sköpunar
sem er eitthvað annað og meira en
ríkjandi siðir, venjur og einsleitni.
Samfélagið í dag sýnir fram á
aðra hlið tískunnar, en offram-
leiðsla og ofneysla er orðið stórt
vandamál um allan heim. Frá
því ég byrjaði að vinna í ferða-
mennskubransanum á Íslandi, þá
sé ég hversu margar flíkur enda
líf sitt í ruslinu eftir stutt frí. Við
tengjum ekki lengur við fötin
okkar og við skiljum ekki hvernig
vel hannaður fataskápur virkar. Og
við vitum ekki hvað við eigum að
gera ef við ákveðum að við viljum
ekki nota flíkurnar lengur.“
Endurvinnsla er framtíðin
Dóra segir að hlaðborðið sé stórt
þegar kemur að endurvinnslu. „Það
væri frábært ef fjölmiðlar beindu
kastljósinu að fyrirtækjum og
framleiðendum sem sýna fram á
sjálfbærni og bestu starfsemi sem
hugsast getur á sínu sviði. Dan-
mörk er þar í forrystu og ég held
að Íslendingar gætu staðið sig vel á
þessu sviði. Við eigum ógrynnin öll
af efnislegum hlutum og spurn-
ingin er ekki bara hvernig eigi að
endurvinna þá, heldur hvernig eigi
að halda neyslunni niðri á lægra
stigi. Þess vegna kann ég að meta
hugmyndina um að endurhanna
fötin okkar. Ef þig langar ekki til
þess að nota kjólinn þinn lengur, þá
gæti fyrsta skrefið kannski verið að
búa til bol úr honum.
Ein af meginskilaboðum hönn-
unarmerkja eins og Licorice eru
að draga athygli að „slow fashion“.
Það er einstök tilfinning að virða
fyrir sér nokkra hluti og finna og
velja þann eina rétta. Þetta snýst
ekki um að vilja alla hlutina án
nokkurrar merkingar. Þetta snýst
um að eiga eitthvað einstakt. Það
er alltaf áhugaverð saga og dýpri
merking á bak við „slow fashion“
merki og það er þess virði að kynn-
ast fólkinu sem býr til hlutina,
skilja hönnunina og kunna að
meta gæðin sem þau bjóða upp á.
Back2Bag er annað ungverskt
merki sem notar bílaparta sem
endurunnið hráefni. Einnig kann
ég að meta Balkan Tango sem
breyta hjólaslöngum í veski, töskur
og símahulstur. Á Íslandi mæli
ég með kertunum hennar Birnu,
en hún býr til kerti úr endur-
unnu vaxi. Gracelandic er annað
íslenskt merki sem byggir ekki
bara á gæðum heldur sjálfbærni og
siðferði og jöfnum skiptum (e. fair
trade). Það væri frábært að kenna
næstu kynslóð hvað þessi orð
merkja raunverulega.“ ■
Að mínu mati er
mikilvægt að sýna
listaverk áfram þrátt
fyrir að markmiðið sé
ekki lengur að hagnast á
því, og þetta merki
einblíndi hvort eð er
aldrei á peningahliðina.
Dóra Pacz
2 kynningarblað A L LT 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR