Fréttablaðið - 03.02.2022, Side 30

Fréttablaðið - 03.02.2022, Side 30
Nikolai prins sem er 21 árs er ekki nýupp- götvaður því hann hefur verið viðloðandi módel- bransann frá því hann var 18 ára. Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Danska útivistarmerkið Rains sýndi haust- og vetrar- línu sína fyrir 2022-2023 á tískuviku í París fyrir stuttu. Athygli vakti að Nikolai prins kom fram í lokaatriði sýningarinnar en hann er orðinn eftirsótt fyrirsæta. Þetta var í fyrsta skipti sem Rains sýnir í París. Rains kynnti línu sína Skywatcher, þar sem sýndar voru púffaðir nælonjakkar og annar útivistarfatnaður. Neongrænn litur var áberandi ásamt bleikum en þeir eiga að vera tákn norður- ljósanna þaðan sem hönnuðurinn sækir innblástur. Tískusérfræðing- ar segja að Rains sé nýskandinav- ísk fagurfræði, nýstárleg og flott. Nikolai prins sem er 21 árs er ekki nýuppgötvaður því hann hefur verið viðloðandi módel- bransann frá því hann var 18 ára og hefur sýnt fyrir mörg af þekktustu merkjum heims svo sem Danski prinsinn í bleiku á pöllunum Prinsinn í bleikri, síðri úlpu í lokaatriði sýningarinnar. MYND/RAINS Hér sýnir prinsinn fyrir Dior á tískusýningu í París áður en Covid breiddi úr sér í janúar 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hér kemur prinsinn með föður sínum og stjúpmóður í fimmtugsafmæli Friðriks krónprins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Prinsinn mun skreyta forsíðu Vogue Scandi­ navia í febrúar. Burberry og Dior. Nikolai er sonur Jóakims prins og fyrri konu hans, Alexöndru greifynju. Prinsinn prýðir forsíðu Vogue Scandi navia í febrúarmánuði. Hinn ungi prins hefur heillað tískuheiminn, segir á Instagram-síðu tímaritsins. Nikolai prins er elsta barnabarn Margrétar drottningar og Hinriks prins. Þegar hann fæddist var hann þriðji í röð arftaka drottningar á eftir Friðriki krónprins og bróður hans, Jóakim prins, föður sínum. Hann er núna sjöundi í þessari röð. Nikolai hefur stundað nám í Copenhagen Business School. Tískusýning Rains var haldin í Palais de Tokyo í París. Hún var stíliseruð af áhrifavaldinum Pern- ille Teisbæk en hún er með yfir 1,2 milljónir fylgjenda á Insta gram. Hún er gift Philip Lotko sem er einn af stofnendum Rains. Pernille valdi að klæða prinsinn í bleika, síða úlpu sem var sérstaklega áberandi. ■ Byggingariðnaðurinn Nánari upplýsingar veitir: Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is • Sími 694 4103 Miðvikudaginn 23. febrúar gefur Fréttablaðið út sérblað um allt sem viðkemur byggingariðnaðinum á Íslandi, hvort það eru bæjarfélög, verktakafyrirtæki, trésmiðjur og söluaðilar byggingarvöru. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér got glýsingaplá s í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 kynningarblað A L LT 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.