Fréttablaðið - 03.02.2022, Page 34

Fréttablaðið - 03.02.2022, Page 34
Fyrrum þjálfari kvenna- landsliðsins og aðstoðar- þjálfari karlalandsliðsins, hefur áhyggjur af stöðugum breytingum innan stjórnar og meðal starfsfólks KSÍ í aðdraganda ársþingsins, þar sem ný stjórn verður kosin í mánuðinum. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI  Freyr Alexandersson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðs- ins og aðstoðarþjálfari karlalands- liðsins, lýsti yfir áhyggjum sínum í vikunni af því að það væri hættu- legt að sjá lista yfir breytingarnar í stjórn KSÍ á stuttum tíma. Gríðarleg starfsmannavelta hefur átt sér stað á undanförnum árum og er líklegt að aðeins einn aðili verði í fram- boði til stjórnar KSÍ á ársþinginu síðar í mánuðinum, sem hefur verið í stjórn KSÍ til lengri tíma. Um leið hafa margir starfsmenn horfið á braut á fimm árum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur gefið það út að hún bjóði sig fram að nýju í formannsstólinn. Af þrettán stjórnarmeðlimum KSÍ sem voru kosnir síðasta haust, eru allavegana fimm á útleið. Fari svo að Borghildur Sigurðardóttir, sem er að íhuga kosti sína, gefi ekki kost á sér á ársþinginu, verður enginn eftir úr stjórn KSÍ sem sagði af sér síðasta haust eftir að of beldismál landsliðsmanna rötuðu í fjölmiðla. Von er á endanlegum framboðslista á næstu dögum. Freyr lýsti yfir áhyggjum sínum á Twitter, þar sem hann sagði að þó að það væri ekki allt fullkomið innan veggja KSÍ, væri sú þekking, reynsla og færni sem væri ýmist farin eða á útleið, hættuleg þróun og óheilbrigð endurnýjun. Bætti hann við að honum blöskraði að skoða starfsmannalista KSÍ og hlutverk innan sambandsins, með tilliti til þess hversu mikil þekking væri ekki lengur innan raða KSÍ. Freyr ræddi stöðuna nánar í samtali við Íþróttavikuna með Benna Bó, en viðtalið í heild sinni birtist á Hringbraut á föstudag. Freyr, sem starfar í dag sem aðal- þjálfari Ly ngby í Danmörku, þekkir vel til mála innan veggja KSÍ eftir að hafa sinnt ýmsum störfum innan KSÍ undanfarin ár. „Bæði stjórn og starfsfólkið hefur verið undir miklu álagi og það hefur verið of mikil velta á starfs- fólki, eftir mikið jafnvægi á mann- auði og stjórn þar áður. Ég er á því að endurnýjun sé alltaf af hinu góða, en hún þarf að vera heilbrigð. Þessi rosalega velta sem hefur orðið á stjórnarfólki, nefndarmönnum og núna starfsfólki KSÍ, er ekki góð þróun. Það er erfitt fyrir fólk sem þekkir ekki innviði sambandsins að átta sig á því hversu of boðslega hæft þetta fólk er sem er að hverfa á braut,“ segir Freyr aðspurður út í tístið og starfsmannaveltuna. „Eins og dæmi eru með Lars Lagerbäck, Erik Hamrén, Roland Andersson og Lassa markmanns- þjálfara. Þarna erum við með fjóra menn sem koma utan frá, sem eiga það sameiginlegt, að ef þeir voru að hrósa einhverju innan KSÍ, þá var það yfirleitt þekkingin, færni og dugnaður starfsmanna og stjórnar- manna. Ég fékk að upplifa það í lengri tíma og er margt af þessu fólki vinir mínir í dag, þannig að þetta er synd fyrir íslenska knattspyrnu og við þurfum að gæta þess betur að halda í þessa þekkingu." Fyrrum stjórn sagði af sér á einu bretti, eftir að í ljós kom að þáverandi formaður KSÍ hafði farið leynt með frásagnir af of beldis- brotum leikmanns karlalands- liðsins. Aðspurður út í hreinsunina sem átti sér stað, sagði Freyr suma einstaklinga vera farna, þó að þeir hefðu ekki haft vitneskju um neitt. „Stormurinn sem varð átti full- komlega rétt á sér og það má ekki gleymast, en hann snerti líka fólk sem hafði enga aðkomu að þessum málum, sem er sorglegt. Þetta fólk hafði ekki neina vitneskju um þessi mál og það er því leiðinlegt að sjá það hrökklast úr starfi.“ Freyr segir að það sé margt sem þurfi að læra í starfi og að þar sé vitneskja að hverfa á braut. „Það eru margir vinklar sem fólk gerir sér ekki grein fyrir hvernig virka, og það kemur með reynsl- unni. Það er mikið talað um for- mannsslaginn, en það er ekki síður mikilvægt að hafa gott stjórnarfólk og hvet ég alla þá sem hafa verið í kring um stjórnir knattspyrnu- félaga síðustu ár, að gefa áfram kost á sér, því að íslensk knattspyrna þarf á þessu fólki að halda, en á sama tíma ber ég virðingu fyrir því að þau eigi kannski erfitt með að halda áfram.“ n Stormurinn sem varð átti fullkomlega rétt á sér og það má ekki gleymast, en hann snerti líka fólk sem hafði enga aðkomu að þessum málum, sem er sorglegt. Freyr Alex­ andersson, fyrrverandi að­ stoðar­ og lands­ liðsþjálfari Endurnýjun af því góða en hún þarf að vera heilbrigð Freyr segir að erlendu þjálfararnir sem hafa komið að þjálfun innan KSÍ undanfarin ár, hafi allir saman hrósað starfsfólki og stjórnarmeðlimum KSÍ fyrir þekkingu og dugnað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ársþing KSÍ fer fram á Ásvöllum þetta árið. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Stjórn KSÍ árið 2016 Björn Friðþjófsson Geir Þorsteinsson Gísli Gíslason Guðrún Inga Sívertsen Gylfi Þór Orrason Ingvar Guðjónsson Jakob Skúlason Jóhann Torfason Jóhannes Ólafsson Ragnhildur Skúladóttir Róbert B. Agnarsson Rúnar V. Arnarsson Tómas Þóroddsson Valdemar Einarsson Vignir Már Þormóðsson Þórarinn Gunnarsson Enginn eftirstandandi sex árum síðar. Stjórn KSÍ árið 2019 Björn Friðþjófsson Borghildur Sigurðardóttir Gísli Gíslason Guðni Bergsson Guðrún Inga Sívertsen Ingvar Guðjónsson Jakob Skúlason Jóhann Torfason Jóhann Ólafsson Kristinn Jakobsson Magnús Ásgrímsson Magnús Gylfason Ragnhildur Skúladóttir Rúnar V. Arnarsson Tómas Þóroddsson Vignir Már Þormóðsson Borghildur ein eftirstandandi þremur árum síðar, óvíst um framhald hennar í stjórn. Bráðabirgðastjórn KSÍ Ásgrímur Helgi Einarsson Borghildur Sigurðardóttir Guðlaug Helga Sigurðardóttir Helga Helgadóttir Ingi Sigurðsson Kolbeinn Kristinsson Margrét Ákadóttir Orri Vignir Hlöðversson Sigfús Ásgeir Kárason Unnar Stefán Sigurðsson Valgeir Sigurðsson Vanda Sigurgeirsdóttir Þóroddur Hjaltalín Þrír hafa staðfest að þeir gefi ekki kost á sér og óvíst með framhald tveggja. 18 Íþróttir 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.