Fréttablaðið - 10.02.2022, Page 20
Veturinn býður
líka upp á svo
marga möguleika þar
sem er endalaust hægt að
leika sér með að „layera“
saman hinar ýmsu flíkur
í skápnum.
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
Verðhrun
á útsölu
50-70%afsláttur
Fatahönnuður-
inn Magnea
Einarsdóttir
útskrifaðist úr
Central Saint
Martin College
of Arts árið
2012. Þar lærði
hún fatahönnun
með áherslu á
prjón. Þá lagði
Magnea einnig
stund á nám
við Parson
Paris School
of Design. Hún
rekur verslunina
Kiosk Granda
við Granda-
garð ásamt
fleiri íslenskum
hönnuðum.
MYND/SAGA SIG
Góð húfa er einnig ómissandi á
veturna að sögn Magneu.
Magneu þykir hlý og góð peysa vera
staðalbúnaður í kulda. Til dæmis
þessi frá BAHNS.
Falleg og hlý kápa er algjörlega
nauðsynleg í kuldann að mati
Magneu.
„Ég fékk mér þessi stígvél frá Ganni,“
segir Magnea. „Þau ná upp að hnjám
og eru fullkomin í snjóinn.“
Fylgihlutir eru mikilvægir. Í uppá-
haldi hjá Magneu eru uppháir
hanskar úr kasmír frá Anitu Hirlekar.
Magneu Einarsdóttur fata-
hönnuði finnst að Íslend-
ingar mættu vera duglegri
að klæðast fallega litríkum
flíkum í skammdeginu, enda
bjóði kuldi, myrkur og snjór
upp á alls konar skemmti-
lega möguleika.
„Mér finnst að litagleði og per-
sónulegur stíll eigi ekki að þurfa
að víkja fyrir kuldanum heldur
þvert á móti ættum við að lýsa
upp skammdegið með fallegum
og litríkum flíkum sem hlýja um
leið,“ segir Magnea, spurð hvað
henni finnist að fólk megi hafa í
huga þegar kemur að klæðnaði á
veturna.
Hafa Íslendingar tilhneigingu til
að fara í hina áttina?
„Við erum kannski dálítið gjörn
á að klæða okkur í svart,“ segir
hún, „en ég hvet fólk til að hugsa
sig tvisvar um og nota meiri liti,
hvort sem það er vetur, sumar, vor
eða haust.“
Sjálf segist Magnea „elska
Litagleði og
persónulegur stíll
mega ekki víkja
fyrir kuldanum
veturinn þegar kemur að tísku“.
„Enda vinn ég mestmegnis með
prjón svo ég er kannski ekki alveg
hlutlaus,“ viðurkennir hún og
hlær. „Veturinn býður líka upp á
svo marga möguleika þar sem er
endalaust hægt að leika sér með að
„layera“ saman hinar ýmsu flíkur í
skápnum.“
Beðin um að nefna fimm hluti,
föt eða fylgihluti, sem Magneu
þykja algjörlega ómissandi í
veðráttu eins og þeirri sem hefur
ríkt undanfarið, hugsar hún sig
um. „Falleg og hlý kápa er algjör-
lega nauðsynleg,“ svarar hún svo
ákveðin. „Og uppháir hanskar, sem
er virkilega fallegt að klæða yfir
ermarnar á kápunni. Síðan er hlý og
góð peysa auðvitað staðalbúnaður,
vönduð húfa líka og há stígvél, sem
hægt er að arka um í snjónum.“
Bjartsýn fyrir hönd Íslendinga
Þótt nú sé vetur þá er sumarið
Magneu efst í huga þessa dagana
þar sem hún er að fylgja eftir
framleiðslu á línu fyrir vorið og
hefja undirbúning að sumarlínu
fyrir næsta ár. „Ég er stödd á Ítalíu
þar sem ég er að heimsækja efna-
sýningar, framleiðendur og fyrir-
tæki sem ég starfa með,“ útskýrir
hún fyrir blaðamanni í gegnum
símann. „Héðan flýg ég svo til Par-
ísar og ætla að kíkja á efnasýningu
fyrir sumarið 2023.“
Það er létt í henni hljóðið enda
segir Magnea dásamlegt að komast
loksins út fyrir landsteinana, hitta
kollega og kynnast nýjungum í
tískubransanum.
Upplifir hún mikinn mun á
bransanum úti og hér heima?
„Miðað við þann ítalska þá er
sá íslenski náttúrlega agnarsmár,“
svarar hún. „En hann á framtíðina
fyrir sér.“
Í því samhengi bendir Magnea
á að alþjóðlegi tískuiðnaðurinn
standi frammi fyrir miklum
áskorunum um þessar mundir. Á
sýningunum á Ítalíu séu megin-
stefin til að mynda sjálfbærni,
umhverfisvernd og virðing fyrir
náttúrunni og segist hún telja að
þar liggi einmitt sóknarfæri Íslend-
inga. „Við á Íslandi stöndum nefni-
lega framarlega á því sviði og þar
trúi ég að möguleikar íslenskrar
fatahönnunar liggi hvað helst.“
Það er ekki annað heyra en
að hún sé bjartsýn fyrir hönd
íslenskra fatahönnuða?
„Já, heldur betur.“ ■
4 kynningarblað A L LT 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR