Fréttablaðið - 10.02.2022, Side 30
Nýjasta tískuæðið sem
gengur nú yfir er hið svokall-
aða „balletcore“ útlit þar sem
markmiðið er að líkja eftir
útliti ballettdansmeyja. Ég
meina, hver heillaðist ekki af
Natalie Portman í hlutverki
Ninu Sayers í Black Swan?
jme@frettabladid.is
Annars vegar er um að ræða dans-
araútlitið baksviðs, þar sem allt er
bleikt, hvítt og ljósgrátt, og legg-
hlífar, leikfimibolir, vafðar peysur,
stutt pils, gammósíur og flatir
ballettskór ráða ríkjum. Hárið er
þá jafnan sleikt upp í strekktan
hnút og förðunin náttúruleg.
Uppstrílaða ballerínan
Hins vegar er um að ræða ballett-
lúkkið í fullum skrúða og þar eru
tjullið og tútúpilsin í algleymingi
sem og skór með löngum reimum
eða borðum sem vefjast upp fót-
leggina.
Þessi tiltekna tíska gæti haft
eitthvað með endurkomu Sex and
the City að gera, enda gleyma fáir
bleika bolnum og hvíta tjullpilsinu
sem Sarah Jessica Parker skartaði
í opnunarsenu þáttaraðarinnar.
Hún endurvakti lúkkið rækilega á
frumsýningu HBO Max á And Just
Like That í New York, sem er ein-
mitt nafnið á nýju Sex and the City
þáttaröðinni.
Tjullið á tískupöllunum
Fjölmargir þekktir hönnuðir
nikkuðu til ballettdansaramenn-
ingarinnar á tískupöllunum fyrir
vorið 2022 og notuðu óspart hið
einkennandi tjull í f líkur sínar.
Sömuleiðis klæddu sýningargestir
sig óspart upp í f læðandi tjullpils
og bandaskó. n
Tjullaðar
tískudrottningar
Sarah Jessica Parker var ballerínuleg í tjulli með sleiktan
hnút á frumsýningu And Just Like That í New York.
Vorið 2022 verður tjullað hjá Dior, en þessi tjúllaði kjóll
var á tískusýningu merkisins í janúar síðastliðinn í París.
Viktor & Rolf sýndi í París í janúar þennan tjullkjól sem minnir óneitanlega á
hvítan svan úr einu frægasta ballettverki veraldar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Loora sýndi hér kjól, sem lítur út fyrir að koma beint af
ballettsviðinu, í Peking í mars 2021.
Leila Ben Khalifa er með puttann á tjullpúlsinum fyrir
utan Zuhair Murad-tískusýninguna á tískuvikunni í París.
Byggingariðnaðurinn
Nánari upplýsingar veitir:
Ruth Bergsdóttir
ruth@frettabladid.is • Sími 694 4103
Miðvikudaginn 23. febrúar gefur Fréttablaðið út sérblað um allt sem
viðkemur byggingariðnaðinum á Íslandi, hvort það eru bæjarfélög,
verktakafyrirtæki, trésmiðjur og söluaðilar byggingarvöru.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér got glýsingaplá s
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
6 kynningarblað A L LT 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR