Fréttablaðið - 10.02.2022, Page 34
Rúrik
Gíslason
var í
framboði
árið
2016.
Björgvin Páll á að baki
240 leiki fyrir Íslands
hönd og var hluti af
silfurliði Íslands á
Ólympíuleikunum
og bronsliði Íslands á
Evrópumótinu.
18 Íþróttir 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR
Björgvin Páll Gústavsson til-
kynnti í vikunni að hann gæfi
kost á sér í framboði Fram-
sóknar fyrir komandi borgar-
stjórnarkosningar. Nokkur
dæmi eru um að þingmenn
eða sveitarstjórnarfólk eigi
ríkan bakgrunn á sviði
íþrótta og tók Fréttablaðið
saman nokkur dæmi um
fólk sem náði góðum árangri
innan vallar og fór í pólitík.
kristinnpall@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Það voru eflaust margir
sem ráku upp stór augu þegar Björg-
vin Páll Gústavsson, markmaður
íslenska landsliðsins í handbolta,
tilkynnti í vikunni að hann hygðist
taka þátt í sveitarstjórnarkosning-
um og sæktist eftir 1. til 2. sæti hjá
Framsókn í Reykjavíkurborg.
Fyrr í mánuðinum hafði Björgvin
velt því fyrir sér að bjóða sig fram í
borgarstjórnarhlutverkið og snerist
framboðsyfirlýsing markmannsins
helst um að hann ætli sér að berjast
fyrir hag barna.
Í tilefni þess tók Fréttablaðið
saman nokkra af þeim íslenska
afreksíþróttamönnum sem leidd-
ust inn á svið stjórnmála eftir að
íþróttaferlinum lauk. ■
Ekki fyrsti íþróttakappinn
sem færir sig yfir í stjórnmál
Ingi Björn Albertsson
Markahrókurinn fetaði í fótspor föður síns víðs vegar á lífsleiðinni. Líkt
og Albert fékk Ingi, sem er næstmarkahæsti leikmaður efstu deildar frá
upphafi, tækifærið hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu áður en
hann gerðist þingmaður. Ingi Björn sat eitt kjörtímabil á þingi.
Albert Guðmundsson
Fyrsti atvinnumaður Íslendinga, sem lék meðal ann-
ars með AC Milan, Arsenal, Rangers og RC Paris. Eftir
að leikmannaferlinum lauk var hann kosinn á þing
1974 og bauð sig fram í forsetakosningunum 1980.
Hann átti síðar eftir að taka við embætti fjármála-
ráðherra og iðnaðarráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson
Annar af tveimur fulltrúum Viðreisnar sem eiga
landsleiki að baki fyrir kvennalandslið Íslands.
Hanna Katrín lék fyrsta leik sinn fyrir Íslands hönd á
táningsaldri og lék alls 36 leiki fyrir A-landsliðið.
Willum Þór Þórsson
Ólíkt öðrum á þessum lista náði Willum ekki landsleik en hann átti
farsælan feril í efstu deild. Eftir að leikmannaferlinum lauk tók við enn
farsælli þjálfaraferill þar sem Willum varð þrisvar Íslandsmeistari. Willum
var kosinn inn á þing árið 2013 og hefur haldið sæti sínu alla tíð síðan þá,
meðal annars samhliða þjálfarastarfi um tíma og er hann í dag ráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín lék handbolta á árum áður og náði tveimur landsleikj-
um fyrir A-landsliðið. Þorgerður átti fleiri leiki fyrir yngri landslið Íslands
en hún hefur eytt stærstum hluta síðasta aldarfjórðungs á þinginu auk
þess að ala upp landsliðsmanninn Gísla Þorgeir.
Markmaðurinn var á sínu fimmtánda stórmóti í röð með íslenska landsliðinu í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY