Fréttablaðið - 10.02.2022, Page 35

Fréttablaðið - 10.02.2022, Page 35
ÍÞRÓTTIR Úti í hinum stóra heimi þekkist það víða að afreksíþrótta- fólk leiðist yfir í stjórnmál þegar tekur að síga á seinni hluta íþrótta- ferilsins. Margir fara sömu leið og Björgvin Páll Gústavsson og fara í sveitarstjórnarpólitík en Frétta- blaðið tók saman þrjá einstaklinga sem voru um tíma bestir í sinni grein á heimsvísu áður en þeir beindu spjótum sínum að landspóli- tíkinni. n Þjóðarleiðtogar innan sem utan vallar Manny Pacquiao Hnefaleikakappinn var um tíma einn sá besti í heiminum og er bar- dagi hans við Floyd Mayweather árið 2015 talinn einn af stærstu bardögum hnefaleikasögunnar. Hann hefur um árabil átt sæti á þingi Filippseyja en hann tilkynnti síðasta haust að hann myndi bjóða sig fram í forsetakosning- unum á Filippseyjum sem fara fram í vor. George Weah Sóknarmaðurinn er fyrsti og enn þann dag í dag eini knatt- spyrnumaðurinn frá Afríku til að hljóta nafnbótina besti leikmaður heims, árið 1995. Hann er talinn einn besti knatt- spyrnumaður álfunnar frá upp- hafi, þrátt fyrir að hafa aldrei tekist að koma Líberíu á loka- keppni HM. Eftir að leikmanna- ferlinum lauk tilkynnti Weah að hann færi í forsetaframboð, árið 2005, en náði ekki emb- ættinu í fyrstu tilraun. Weah gafst ekki upp og fór í framboð sem varaforsetaefni árið 2011 en þurfti aftur að sætta sig við annað sætið í kosningunum. Í þriðju tilraun tókst Weah að vinna kosningarnar og var knattspyrnumaðurinn fyrr- verandi kosinn forseti Líberíu árið 2017. Imran Khan Fyrrverandi fyrirliði krikket- landsliðs Pakistan sem leiddi liðið til sigurs á HM 1992 er í dag forsætisráðherra landsins. Khan er af mörgum talinn einn af bestu krikketleikmönnum allra tíma, enda hefur Pakistan aldrei tekist að endurtaka leikinn og var hann tekinn inn í frægðarhöll (e. hall of fame) Alþjóðakrikketsambandsins strax í fyrsta árgangi. Eftir að krikketferlinum lauk stofnaði hann stjórnmálaflokk árið 1996 og tók við embætti for- sætisráðherra árið 2018. Romario Það muna margir eftir hinum stutta en lunkna framherja Romario. Hann kom víða við á ferlinum og var hluti af heims- meistaraliði Brasilíu 1994 áður en hann sneri sér að pólitíkinni. Hann var kosinn inn í neðri deild brasilíska þingsins 2010. Fjórum árum siðar fékk Romario metfjölda atkvæða í kosningum á öldungadeild þingsins. Arnold Schwarzenegger Austurríska vöðvafjallið skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem vöðvabúnt á sviði vaxtarræktar. Hann var í sérflokki á heimsvísu þegar kom að vaxtarrækt og vann nánast allar þær keppnir sem hann tók þátt í yfir fimmtán ára tímabil. Schwarzenegger átti eftir að gera garðinn frægan sem leikari áður en hann sneri sér að stjórn- málum, en árið 2007 var hann kosinn ríkisstjóri í Kaliforníu- fylki. Sex árum síðar var hann orðaður við forsetaembætti Bandaríkjanna en ekkert rættist úr því. FIMMTUDAGUR 10. febrúar 2022 Íþróttir 19

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.