Fréttablaðið - 10.02.2022, Side 40
Ég myndi ekki lýsa
þessu sem raunsæis-
verki, það er svo erfitt
að segja hvað er raun-
sætt og hvað er absúrd,
en ég myndi segja að
þetta væri absúrd
gróteskt verk.
Leikritið Blóðuga kanínan,
sem Elísabet Jökulsdóttir
skrifaði árið 2003, fannst
fyrir tilviljun á bókasafni
Listaháskólans. Verkið er sett
upp fyrir svið Tjarnarbíós af
leikhópnum Fimbulvetri í
samstarfi við Murmur.
tsh@frettabladid.is
Leikhópurinn Fimbulvetur í sam-
starfi við Murmur frumsýnir nýtt
leikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttur
í Tjarnarbíói á morgun, föstudag-
inn 11. febrúar. Verkið ber titilinn
Blóðuga kanínan og var skrifað
fyrir nærri tveimur áratugum en
enduruppgötvaðist nýlega þegar
ungur leiklistarnemi fann það fyrir
tilviljun í bókasafni Listaháskólans.
„Þetta er gamalt-nýtt verk. Ég
skrifaði það 2003 og það týndist
og fannst svo á bókasafni í Listahá-
skólanum,“ segir Elísabet um tilurð
verksins. „Jökull Smári Jakobsson,
sem er náttúrlega næstum því pabbi
minn, eða hann er með næstum því
sama nafn og pabbi minn, fann leik-
ritið á bókasafninu og tók mónólog
úr því og setti það fyrir nefndina og
komst inn í skólann.“
Elísabet segir verkið hafa runnið
upp úr sér á nokkrum vikum árið
2003. Nokkrum árum síðar, þegar
hún var við nám í Listaháskólanum,
sýndi hún kennara sínum verkið
sem hreifst mjög af því. Hún lagði
verkið svo til hliðar sem gleymdist
og týndist að lokum.
Áhrif frá stríðinu í Júgóslavíu
Verkið fjallar um Dísu sem rekur
veitingastað og gerir sitt besta til að
halda honum gangandi þrátt fyrir
að úti geisi blóðugt stríð sem eng-
inn man hvenær eða af hverju hófst,
en Elísabet segist hafa verið undir
áhrifum frá borgarastyrjöldinni í
Júgóslavíu við skrifin. Einn daginn
taka undarlegir hlutir að gerast og
furðulegir karakterar birtast á veit-
ingastaðnum sem eru eins konar
hliðarsjálf Dísu.
„Þetta byrjar ósköp sakleysislega,
þetta byrjar á því að trúðurinn og
barnið, sem eru partur af Dísu, þau
koma og biðja um borð af því þau
vilja fá að tala við Guð á veitinga-
staðnum og fá sér kaffi og djús og
þannig. En svo fer auðvitað allt úr
böndunum og partarnir taka völdin
og hún verður að gjöra svo vel að
sættast við þessi hliðarsjálf til þess
að verða heil manneskja og geta
verið hamingjusöm,“ segir Elísabet.
Hún telur að verkið muni koma
áhorfendum á óvart, og spurð um
hvernig hún myndi lýsa stílnum
segir Elísabet:
„Ég myndi ekki lýsa þessu sem
raunsæisverki, það er svo erfitt að
segja hvað er raunsætt og hvað er
absúrd, en ég myndi segja að þetta
væri absúrd gróteskt verk ... Þetta er
líka svona heilandi verk. Af því það
er verið að tala um áföll en þetta er
ekki bara súrrealísk kómedía, það er
það náttúrlega, en svo er þetta líka
heilandi verk eins og maður verður
að fá þegar verið er að taka áföll til
umræðu. Áhorfandinn er ekkert
skilinn eftir í einhverri áfallastreitu-
röskun heldur er ákveðin heilun í
gangi með hvernig persónunni reið-
ir af í þessum ólgusjó tilfinninga.“
Hljóð eins og ljóð í salnum
Elísabet segist ekki hafa þurft að
breyta miklu í textanum þegar hún
uppgötvaði verkið aftur en leik-
stjóri þess, Guðmundur Ingi Þor-
valdsson, og dramatúrg, Matthías
Trygg vi Haraldsson, aðlöguðu
handritið fyrir sviðið. Elísabet
segist ekki hafa tekið virkan þátt í
sviðsetningunni en hún fékk þó að
sitja með síðasta spölinn.
„Undanfarið hef ég fengið að
sitja á æfingum á hverjum degi og
það er algjör lúxus að fá að fylgjast
með af því höfundur er oft ekkert
mjög vinsæll svona. Oft hefur mér
verið sagt, farðu bara og mættu á
frumsýningu, sem er of boðslega vel
meint. Höfundar eru oft taldir vilja
fara að breyta textanum svo mikið.
Ég er nú að fá leyfi til að sitja með á
hverjum degi og er náttúrlega bara
hljóð eins og ljóð þarna úti í salnum
og er ekkert að skipta mér af nema
ég sé spurð.“
Spurð um hvort það sé ekki
gaman að uppgötva sitt eigið verk
aftur eftir allan þennan tíma, segir
Elísabet:
„Já, þetta er bara held ég svo
mikil frjóvgun í sálinni sem verður
hjá mér og ég verð svo hamingju-
söm, þetta er svo mikill heiður að
fá að sjá fólk vinna vinnuna sína,
skapandi vinnu sem er svo við-
kvæm. Fólk er að gefa úr sér hjartað
og leggja allt á borðið. Þetta er svo
mikill heiður og hamingja að fá að
fylgjast með. Svo eru þetta náttúr-
lega bara miklir töffarar, þessir
leikarar.“ n
Uppgötvaði leikritið aftur
eftir nærri tuttugu ár
Áhorfandinn er ekkert skilinn eftir í einhverri áfallastreituröskun, segir Elísabet. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Elísabet segir leikara sýningarinnar vera mikla töffara. MYND/TJARNARBÍÓ
kolbrunb@frettabladid.is
Í tilefni af aldarafmæli Harðar
Ágústssonar myndlistarmanns
er sýning á Mokka kaffi við Skóla-
vörðustíg. Á sýningunni eru ljós-
myndir sem Hörður tók á árunum
1964–1965.
Myndirnar eru úr safni ljósmynda
sem Hörður kallaði Smáheimar og
eru gerðar eftir litskyggnum sem
Hörður tók af náttúrulegum og
manngerðum fyrirbærum eins og
frosnu vatni, sandfjöru eða veggj-
um. Þær eiga það sameiginlegt að
vísa til einhvers konar abstrakt
forma, ýmist geómetrískra eða ljóð-
rænna og eru í anda ljósmyndara
sjötta áratugarins. Því hefur verið
haldið fram að í ljósmyndunum
megi sjá svipaða nálgun hjá Herði
og þegar hann vann að strangflatar-
myndum sínum á fyrri hluta sjötta
áratugarins. Fyrir utan eina mynd
sem birtist á forsíðu Birtings árið
1967 er ekki vitað um að þessi verk
hafi áður komið fyrir almennings-
sjónir.
Sýningin stendur til 23. mars. n
Myndir Harðar á Mokka
Ein af myndum Harðar á sýningunni.
MYND/AÐSEND
kolbrunb@frettabladid.is
Dýrfinna Benita Basalan
sýnir verk sín í Þulu á
sýningunni Temprun
( U w U ). S ý n i n g i n
stendur til 27. febrúar.
D ý r f i n n a , e i n n i g
þekkt sem Countess
Malaise, er fædd og
uppalin á Íslandi. Árið
2018 útskrifaðist hún
f rá Ger r it R iet veld
Academie í Amsterdam, með BA-
gráðu í myndlist og hönnun.
Síðan þá hefur hún unnið
sem myndlistarkona og
komið fram á ýmsum
vettvangi og er þar að
auki einn stofnenda
listhópsins Lucky 3.
Nú síðast voru verk
Dýrfinnu til sýnis á sýn-
ingunni Fallandi trjám
liggur margt á hjarta í
Kling og Bang. n
Dýrfinna í Þulu
Dýrfinna Benita Basalan.
Alhliða vertakaþjónusta
og öll almenn smíðavinna
Drífandi ehf
Gunnar / s. 777 8371
gunnariceman@gmail.com
... eignilega allt sem
þig vantar að gera.
Gluggar, hurðir, kjarnaborun, steinsögun,
fræsun, parket, flísar...
Undirbúningsstyrkir
Styrkir til sýningaverkefna
Útgáfu-/rannsóknastyrkir
og aðrir styrkir
M
yn
dl
is
ta
rs
jó
ðu
r
Veittir verða styrkir allt að 3.000.000 kr.
Umsóknafrestur er til kl. 16:00 þann 14. febrúar 2022
Upplýsingar um myndlistarsjóð,
umsóknareyðublað, úthlutunar
reglur og leiðbeiningar má finna
á vefsíðu myndlistarsjóðs,
myndlistarsjodur.is
Úthlutað verður í marsmánuði.
Um er að ræða fyrri úthlutun
úr sjóðnum árið 2022.
Umsóknarfrestur
í myndlistarsjóð
rennur út
14. febrúar
24 Menning 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 10. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR