Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 4
svavamarin@frettabladid.is COVID-19 „Ég er búinn að veðja við alls konar fólk um að þetta verði búið 1. apríl, án þess að það sé um aprílgabb að ræða,“ segir Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, spurður að því hvort Ísland sé á góðri leið með að ná hjarðónæmi gegn Covid-19. Hann segist hafa meiri áhyggjur af því sem sé að gerast í heiminum þessa dagana en Covid og ónæmi. „Þegar menn eru farnir að tala um kjarnorkuvopn þá fær maður bara kvíðakast.“ Þá segir Kári það ekki lengur sitt fyrsta verk þegar hann vaknar að athuga með stöðuna á Covid. „Það segir allt sem segja þarf. Ég er eigin- lega farinn að fókusa alfarið á hvers- dagslega sjúkdóma líkt og geð- og hjartasjúkdóma og krabbamein.“ n Reyndar held ég að það væri mjög gott ef fólk lýsti svona afstöðu fyrir kosningar. Sigurður Ingi Jóhannsson Auður Gunnarsdóttir Lára Stefánsdóttir Bjarni Frímann Bjarnason Wagner - Schumann 17.mars 2022 kl 20.00 í Kaldalóni Tvær Þórdísir berjast um odd- vitasæti í Reykjavík í fyrsta prófkjöri Viðreisnar. Mikil fjölgun flokksmanna síðustu daga. Stuðningsmenn ekki á einu máli um hvort horfa eigi til áframhaldandi samstarfs með Degi B. Eggertssyni. bth@frettabladid.is Stjórnmál Prófkjör Viðreisnar í borginni hefst í dag og stendur til morguns. Búist er við að úrslit verði kynnt um klukkan 19 á laugardag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Þórdís Jóna Sigurðardóttir berjast um oddvitasætið. Mikil spenna er innan flokksins um hvor hafi betur. Nýskráningar í flokkinn nema á síð- ustu dögum 600-700. Fjölgunin er að mestu rakin til smölunar vegna prófkjörsins. „Það er gaman að sjá þennan mikla áhuga á prófkjörinu og svona mikinn áhuga á pólitík,“ segir Jenný Guðrún Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Viðreisnar. Hún segir að félaga- talið í Reykjavík standi nú nálægt 1.900 en fjöldinn hafi fyrir prófkjör verið 1.200-1.300. Viðmælendur innan Viðreisnar segja erfitt að spá fyrir um hvor Þór- dísin hafi sigur. Úrslitin gætu orðið allt eða ekkert, því vegna reglu um fléttulista gæti sú sem tapar fallið um nokkur sæti og dottið úr leik. Ýmsir póstar hafa gengið meðal stuðningsmanna oddvitaefnanna vegna smölunar. Segir í einum þeirra sem Fréttablaðið hefur undir hönd- um að forðast beri í lengstu lög að mynda meirihluta með Degi B. Egg- ertssyni. Sá póstur er til stuðnings Þórdísi Jónu. „Ég kannast ekki við þennan póst. Að sjálfsögðu geng ég óbundin til kosninga, við ætlum að mynda meirihluta sem byggist á mál- efnum. Ég útiloka engan flokk fyrir fram,“ segir Þórdís Jóna. Helstu áherslumál hennar lúta að Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þór- dís Jóna hefur aldrei gegnt trúnaðar- störfum fyrir Viðreisn, ólíkt Þórdísi Lóu sem er forseti borgarstjórnar og hefur verið staðgengill borgarstjóra. Spurð hvers vegna Þórdís Jóna tefli svo djarft segist hún brenna auk fyrrgreinds fyrir áherslum í skóla- málum, þar sem kerfisbreytingar sé þörf. Mæta verði hverju og einu barni betur í skólakerfinu með snemm- tækri íhlutun og auknu vali. Þá sé vantraust í atvinnu- og nýsköpunarmálum borgarinnar mikið áhyggjuefni samkvæmt nýrri skýrslu. „Úrslitin gætu orðið á hvorn veginn sem er og munurinn mjög naumur,“ segir Þórdís Jóna. Þórdís Lóa segir að rödd Við- reisnar eigi mikið áframhaldandi erindi í borginni, eina staðnum þar sem Viðreisn sé við völd. Þórdís Lóa segir að sér hafi verið legið á hálsi fyrir að vera „litlaust afbrigði“ af Degi borgarstjóra en það sé af og frá. Þvert á móti vegi reynsla hennar þungt til framtíðar. Spurð um meirihlutasamstarf að loknum kosningum segir Þórdís Lóa að Viðreisn sé hægri miðjuflokkur sem geti unnið í báðar áttir. Prófkjör Viðreisnar fer fram um helgina. n Viðreisn velur á milli tveggja Þórdísa í oddvitasætið í Reykjavíkurborg Erfitt er að spá um niðurstöðurnar því vegna reglu um fléttulista gæti sú sem tapar fallið um nokkur sæti og hreinlega dottið úr leik. fréttablaðið/ernir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Þórdís Jóna Sigurðardóttir Þessi átta verða í kjöri um oddvita Viðreisnar: Anna Kristín Jensdóttir Diljá Ámundadóttir Zoëga Erlingur Sigvaldason Geir Finnsson Pawel Bartoszek Þórdís Jóna Sigurðardóttir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir bth@frettabladid.is Stjórnmál Sigurður Ingi Jóhanns- son, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, telur að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður efna- hags- og viðskiptanefndar, hefði átt að upplýsa um viðhorf sín til sölu á hlut í Landsvirkjun áður en gengið var til alþingiskosninga í fyrrahaust. „Reyndar held ég að það væri mjög gott ef fólk lýsti svona afstöðu fyrir kosningar,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra svaraði ummælum Guðrúnar um að til greina kæmi að selja 30-40 prósenta hlut ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóða með því að sala á hlut eða í heild á Landsvirkjun kæmi ekki til greina. Sigurður Ingi er sömu skoðunar. „Landsvirkjun verður ekki seld á okkar vakt,“ segir Sigurður Ingi. „Við höfum lagt fram þingmál því til staðfestingar á afstöðu Framsóknar- manna,“ bætir Sigurður Ingi við. Meginrökin gegn sölu eru að sögn Sigurðar Inga ekki síst þau að með því að orkufyrirtækin séu að mestu í eigu almennings sé tryggt að orku- verðið fari ekki úr böndunum. „Ef við berum saman orkuverð í ólíkum löndum kemur í ljós að það er gríðarlegur ávinningur að búa hér á Íslandi.“ Spurður hvort sveitarfélögin Reykjavík og Akureyri hafi gert mistök með sölu eignarhluta sinna í Landsvirkjun árið 2006 þar sem of lágt verð hafi fengist fyrir hlut- ina, segir Sigurður Ingi að hann telji söluna hafa verið ásættanlega fyrir sveitarfélögin. n Hefði viljað vita afstöðu Guðrúnar Hafsteins fyrir kosningar Ekkert aprílgabb að Covid klárist Kári Stefáns- son, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar jonthor@frettabladid.is Samgöngur Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, sagðist þakk- látur fyrir stuðning og samstarf flugfélagsins við yfirvöld í gegnum tíma heimsfaraldursins. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi félags- ins í gær. Heildarskattspor félagsins var meira en 26 milljarðar króna. n Bogi er þakklátur stjórnvöldum 4 Fréttir 4. mars 2022 FÖSTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.