Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 2
Kátt í Hörpu
Fyrirtækið Ísstormur ehf.
hefur safnað vörum í gám
fyrir stríðshrjáð fólk í Úkraínu
og hvetur aðra til að vera með.
benediktarnar@frettabladid.is
samfélag Fiskvinnslufyrirtækið
Ísstormur ehf. hefur hafið neyðar-
söfnun fyrir fólkið í Úkraínu með
því að senda gám fullan af hinum
ýmsu vörum til landsins, þar á
meðal matvæli og aðrar nauðsynja-
vörur. Fyrirtækið setti söfnunina
af stað vegna innrásar Rússlands í
Úkraínu sem hófst þann 23. febrúar
síðastliðinn.
„Við erum að vinna mikið með
Úkraínumarkað og erum með sölu-
skrifstofu þar, því tengjumst við
því sem er að gerast þarna úti. Þess
vegna ákváðum við að safna í gám
og hvetjum alla sem geta hjálpað til
að vera með,“ segir Dovydas Raila,
sem er meðeigandi hjá Ísstormi ehf.
Stanislav Tkachuk hefur verið
að aðstoða Dovydas með söfnun-
ina en hann kom til landsins frá
Úkraínu í síðustu viku. Hann segist
hafa ákveðið að koma til landsins
þar sem hann taldi það öruggara en
að vera staddur á stríðssvæði. „Allir
Úkraínumenn vilja hjálpa landinu
og fólkinu okkar og gera það sem
þeir geta til að aðstoða.“
Fyrsti gámurinn fer til Úkraínu
í næstu viku og verður hann fullur
af vörum frá Ísstormi og öðrum
tengdum fyrirtækjum. „Við erum í
niðursuðu og sjóðum niður þorsk-
lifur.“ Að sögn Dovydas eru mörg
fyrirtæki áhugasöm um að veita
aðstoð. „Við erum búin að hringja
í alla samkeppnisaðila og allir voru
tilbúnir að hjálpa, sem við erum
mjög ánægð með.“
Dovydas segir að vörurnar eigi
að hjálpa bæði fólkinu í landinu og
hernum. „Stjórnvöld taka við send-
ingunni og þau deila henni áfram til
þeirra sem þurfa á henni að halda.“
Fjöldinn allur af vörum er kom-
inn í gáminn, þar á meðal hin ýmsu
matvæli en Dovydas hefur haft
samband við fjölda fyrirtækja hér
á landi, þar á meðal Ölgerðina og
Innnes og segist taka við hverjum
þeim vörum sem geti hjálpað
fólkinu á stríðssvæðinu. „Fólk í
nágrannalöndum Úkraínu hefur
verið að senda föt og slíkt, það er
ekki verra.“
Þeir sem vilja leggja söfnuninni
lið geta haft samband við office@
isstormur.is. n
Safna nauðsynjavörum í
gáma fyrir fólk í Úkraínu
Þeir félagar eru sammála um að allir Úkraínumenn vilji hjálpa landinu og
fólkinu. Þeir gleðjast yfir samkennd Íslendinga. Mynd/Aðsend
Við erum búin að
hringja í alla sam-
keppisaðila og allir
voru tilbúnir að hjálpa,
sem við erum mjög
ánægð með.
Dovydas Raila, hjá Ísstormi ehf.
Áslaug Hulda
1. sæti Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Garðabæ 5. mars
aslaughulda.is
ser@frettabladid.is
mENNINg Frumeintak af bók Guð-
mundar Thorsteinsson, Muggs, um
Dimmalimm er innlyksa í Moskvu,
en bókin, sem er í einkaeign, var
hluti af listsýningu sem hjónin Ingi-
björg Sigurjónsdóttir og Ragnar
Kjartansson settu upp í nýju safni,
Ges2, í miðborg Moskvu í desember
á síðasta ári.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins óskuðu hjónin eftir því að
sýningunni yrði lokað um síðustu
helgi vegna innrásar Rússa í Úkraínu
og urðu stjórnendur Ges2 við þeirri
ósk. Sýningin átti að standa fram í
miðjan mars. Nú er þess freistað að
fá sýningarmunina heim til Íslands,
þar á meðal verðmætt frumeintakið
af Dimmalimm, en allsendis óvíst er
hvenær af því getur orðið.
Sagan af Dimmalimm er ein ást-
sælasta og vinsælasta barnabók
Íslendinga til margra ára, ekki hvað
síst fyrir hrífandi myndskreytingar
Muggs, sem fæddist 1891 en lést rétt
liðlega þrítugur. Haft hefur verið á
orði að allt sem Muggur snerti hafi
breyst í listaverk. n
Dimmalimm innlyksa í Moskvu
Dimmalimm, teikning eftir Mugg.
jonthor@frettabladid.is
samfélag Velunnari UNICEF á
Íslandi hefur tilkynnt samtökunum
að hann muni jafna öll fjárframlög
sem berast í neyðarsöfnun UNICEF
á Íslandi til Úkraínu upp að 15 millj-
ónum króna. Umræddur velunnari
vill þó ekki koma fram undir nafni.
Framlög í neyðarsöfnun UNICEF
á Íslandi fara til að veita mannúð-
araðstoð í Úkraínu og nágranna-
löndunum, en þar er UNICEF að
setja upp svæði fyrir börn og fjöl-
skyldur á flótta.
„Það er gríðarlega verðmætt fyrir
fjáröflun okkar fyrir börn í Úkra-
ínu að vita að hvert framlag sem nú
berst telur í raun tvöfalt, þökk sé
þessari ótrúlegu gjöf,“ segir Birna
Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri
UNICEF á Íslandi.
„Orð ná vart yfir það hversu
þakklát við erum velgjörðarmanni
okkar. Við vonum að þetta göfug-
lyndi reynist öllum landsmönnum
og fyrirtækjum hér á landi hvatning
til að styðja við börn og fjölskyldur í
Úkraínu,“ segir Birna. n
Jafnar framlög
upp að fimmtán
milljónum
Birna
Þórarinsdóttir,
framkvæmda-
stjóri UNICEF á
Íslandi
Barnaþing fer nú fram í Hörpu en verndari þingsins er Vigdís Finnbogadóttir. Einstaklingar sem eru jákvæðar fyrirmyndir rifjuðu upp æskuminningar og ræddu
leiðir til að hafa áhrif á samfélagið. Í dag fara fram umræður með þjóðfundarfyrirkomulagi sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur. Um 120 börn á
aldrinum 11-15 ára munu hefja umræðuna en eftir hádegi mæta boðsgestir til að taka þátt um þau umfjöllunarefni sem börnin hafa valið. FréttAblAðið/eyþór
2 Fréttir 4. mars 2022 FÖSTUDAGURFréttablaðið