Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 8
Það eru ekki lengur kjarnorkuvopn á skipum Bandaríkja- flota en þeir geta sent flugvélar með þau til Evrópu. Friðþór Eydal, fyrrverandi starfsmaður Varnarliðsins og hernaðar­ sérfræðingur Russia’s non-strategic nuclear force Sources: Bulletin of Atomic Scientists, The Heritage Foundation, IISS, Missile Defense Advocacy Alliance Non-strategic air-launched warheads: ~500 Russia’s nuclear warheads: 5,977 (2022 estimate by Bulletin of Atomic Scientists) Strategic oensive warheads Non-strategic, defensive “tactical” warheads Retired warheads awaiting dismantlement 2,565 1,912 1,500 Delivery systems: Su-34, Su-24M, MiG-31K interceptors and long range Tu-22M supersonic bombers Surface-to-air warheads: ~387 Surface-to-surface warheads: ~90 Delivery systems: S-300 and S-400 long- range air defence systems: 290 warheads 53T6 (Gazelle) silo-based anti-ballistic missile system: 68 warheads Progress (SS-N-3C) turbojet-powered, cruise missiles and Bastion (SSC-5) coastal defence missile system: 29 warheads Delivery systems: Iskander-M (SS-26). At least 36 Iskander launchers reported along Ukraine’s border: 70 warheads Iskander variant with nuclear-capable 9M729 Novator (SSC-8) ground-launched cruise missile: 20 warheads Naval tactical warheads: ~935 Delivery systems: Yakhont (SS-N-26) supersonic anti-ship cruise missile. Kalibr (SS-N-30A) land-attack cruise missile, nuclear torpedoes, depth charges anti-ship and land-attack cruise missile KH-102 (NATO designation, AS-23B Kodiak). Dual-capable supersonic 000km 1,500-2,000km 300km 500 kiloton 5,000km 250 kiloton KH-47M2 Kinzhal (Dagger). Hypersonic land- attack missile – speed of Mach 10 (12,300km/h) MIG-31 Oscar II class cruise-missile submarine Yakhont 9M729 GLCM Iskander-M Road-mobile, surface-to- surface ballistic missile © GRAPHIC NEWS Nuclear weapon yield: Amount of chemical explosive (TNT) that produces same energy release. Hiroshima bomb had yield of 13 kilotons (13,000 tons of TNT) Missile range Unknown 2,500km 10-50 kiloton 400-500km 50 kiloton Skammdræg kjarnavopn rússneska hersins Heimildir: Bulletin of Atomic Scientists, The Heritage Foundation, II S, Missile Defense Advocacy Alliance Skammdrægir lo‡árásarsprengjuo dar: ~5 0 Kjarnaoddar Rússa: 5.977 (Áætlun fyrir árið 2022 unnin af Bulletin of Atomi Scien ists) Langdræg árásarvopn til beitingar milli heimsálfa Skammdræg varnarvopn il notkunar á vígvelli Úr sér gengnir sprengjuoddar sem bíða förgunar . . . Flug élagerðir: Su-34, Su-24M Lo›varnaþota Hljóðfrá sprengjuþota Kjarnaoddar í lo‡varna–augum: ~387 p engju ddar í landeld– ugum: ~90 Flug élagerðir: S-300 og S-400 Lang- drægar lo›varna¡augar: 290 kjarnaoddar lle) Gagneld¡augaskeyti í neðan- jarðarsílói: 68 kjarnaoddar -3C) Stýri¡aug með þotu- hrey¡i og Bastion (SSC-5) strandv rna- eld¡aug: 29 kjarnaoddar Skotvagnar: Iskander-M (SS-26). Hið minnsta 36 Iscander skotvagna sést á la damærum Úk aínu: 70 kjarn oddar Stýri¡aug af gerðinni 9M729 Novator (SSC-8) sem skotið er af la di og getur borið kjarnaodd: 20 kjarnaoddar Skammdrægir kjarnaoddar –otans: ~935 Flug élagerðir: Yakhont (SS-N 26) Hljóðfrá skot¡aug gegn skipum. Kalibr -30A) Stýri¡aug gegn skotmörkum á landi skipum og skotmörkum á landi Hljóðfrá stýri¡aug geg . . í ó n . í ó n KH-47M2 Kinzhal Skot¡aug sem fer með marg- földum hljóðhraða allt að tíföldum (12.300 km/klst.) stýri‹augakaŒátur Færanleg eld¡aug gegn kotmörkum á landi Sprengia¡: Sambærilegt a¡ og af sprengingu tiltekins magns TNT-sprengiefnis.Drægi Óþekkt . 10-50 kílótonn í ó n Fréttaskýring Fréttablaðið 4. mars 2022 FÖstUDagUr Rússar ráða yfir 2.500 lang- drægum kjarnorkuárásar- vopnum til beitingar milli heimsálfa. Þá eiga þeir 1.900 skammdræg kjarnorkuvarn- arvopn til notkunar á vígvelli. Auk þess eiga þeir um 1.500 kjarnorkusprengiodda sem bíða förgunar. Kjarnaoddar Rússa eru því tæp- lega 6.000 talsins sem gæti hæg- lega grandað milljörðum manna. Í fréttaskýringunni hér á eftir skoð- um við hvernig skammdræga kjarn- orkuvopnabúr Rússa er samansett en þeir eiga langmest af kjarn- orkuvopnum allra ríkja í Evrópu. Það er athyglisvert að þriðjungur kjarnorkuvopnanna var staðsettur í Úkraínu á meðan landið var hluti af Sovétríkjunum. Eftir fall þeirra og sjálfstæði Úkraínu var samið um eyðingu þeirra. „Rússar búa yfir mjög öf lugu vopnabúri skammdrægra kjarn- orkuvopna og það er ekkert sam- bærilegt við þetta í Evrópu,“ segir Friðþór Eydal, sem um árabil starf- aði fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli og þekkir vel málefni sem tengjast hernaðarviðbúnaði. „Bandaríkjamenn drógu öll sam- bærileg vopn frá Evrópu eftir lok kalda stríðsins, en þeir eru með f lugher og kaf báta sem geta beitt svona vopnum. Það eru ekki lengur kjarnorkuvopn á skipum Banda- ríkjaflota en þeir geta sent flugvélar með þau til Evrópu. Friðþór bendir á að hér séum við aðeins að tala um skammdræg kjarnorkuvopn Rússa (eða non- strategic nuclear weapons) sem yrði beitt á vígvellinum, sem yrði þá væntanlega allt meginland Evrópu. Langdrægu kjarnorkuvopnin (það er, svokölluð strategic nuclear wea- pons) sem hægt er að skjóta milli heimsálfa væru svo miklu stærra dæmi, að hans sögn. Kjarnorkuhótanir Pútíns Hvaða mat leggur Friðþór á af l þess skammdræga kjarnorkuvopnasafns sem Rússar búa yfir og skýringar- myndin sýnir? „Þetta yfirlit sýnir að það er óhugnanlega öflugt ef því yrði beitt. En mitt mat er að þeir myndu ekki fara út í það því þá væru þeir að kalla yfir sig eitthvað sem þeir ráða ekki við. Pútín var á dögunum með kjarn- orkuhótanir en síðan hefur ekki heyrst mikið um þær, en augljóst er að hann er að hrista öll sverðin. Kjarnavopn eru þess eðlis að það má eiginlega segja að þau séu vopn sem eingöngu þjóna þeim tilgangi að vera ekki beitt, en samt sem áður er alltaf til staðar sá möguleiki að hægt sé að beita þeim. Það felst í raun mikil mótsögn í þessu. Það er þessi fælingarmáttur, eða Rússar eiga óhugnanlega öflugt kjarnorkuvopnabúr Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur hótað að beita kjarnorkuvopnum gegn þjóðum sem blanda sér í stríðið í Úkraínu. Fréttablaðið/Getty Pútín hefur með yfirlýsingum sínum um kjarnavopn hnyklað vöðvana aðallega gegn NATO. Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is einhver yfirvofandi ógn sem enginn vill beita. En það er aftur á móti sú hætta á ferðum að menn geri ein- hver hættuleg mistök. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld sent út mjög mjög skýr skilaboð um það til Rússa að þeir muni ekki fara yfir á þetta stig, það er að beita kjarna- vopnum í umræðunni um átökin í Úkraínu, til að fyrirbyggja allan misskilning. Það sljákkaði væntan- lega í Pútín eftir þá orðræðu. Í staðinn beita menn hörðum viðskiptaþvingunum til þess að hafa áhrif á áhrifamikla auðmenn, svokallað óligarka, sem hafa svo mikilla hagsmuna að gæta sjálfir peningalega að þeir reyni að koma vitinu fyrir Pútín. Evrópusamband- ið var til dæmis upphaflega sett á fót í þessum tilgangi að slíkir við- skiptahagsmunir sköpuðust milli landanna að menn vildu ekki kasta þeim fyrir róða með stríðsátökum.“ En hvaða mistök gætu leitt til þess að kjarnavopnum yrði beitt? „Það eru til dæmis mistök í túlk- un Pútíns eða stjórnenda í Rúss- landi á aðstæðum, þannig að menn telji að allt í einu sé komin upp sú staða að Bandaríkin hugsi sér til hreyfings í þessum efnum. Þess vegna hafa skilaboð Bidens um að kjarnavopnum verði ekki beitt verið svo skýr. En það er enginn vafi á því að menn eru að hnykla vöðvana og halda öðrum, aðallega NATO, frá því að senda inn herlið gegn Rúss- um. Það væri skýr stríðsyfirlýsing og þá myndi sviðsmyndin gjörbreytast og ekki yrði aftur snúið,“ segir Frið- þór Eydal. Arfleifð frá kalda stríðinu Samkvæmt CNN-fréttastöðinni virðist ólíklegt að núverandi átök í Úkraínu hleypi af stað kjarnorku- stríði. Rússar eigi kjarnorku vopna- búr sem gæti drepið milljarða manna, en þessi ógn er mikilvægur þáttur í því að Bandaríkjamenn og NATO grípi ekki inn í deiluna. Enginn vill hætta á kjarnorkustríð. Kalda stríðið, 1947-1991, fól í sér mikla pólitíska, efnahagslega og hernaðarlega samkeppni milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra annars vegar og Sovétríkj- anna hins vegar. Vantraust og tor- tryggni voru gagnkvæm. Kúbudeilan árið 1962 var hugs- anlega sá atburður á tímum kalda stríðsins sem næst komst því að kveikja kjarnorkubálið milli stór- veldanna, en deilan snerist um að rússnesk kjarnorkuvopn höfðu verið staðsett á Kúbu innan við 200 kílómetra frá Flórída í Banda- ríkjunum. Fyrir marga sem eldri eru er hættan á kjarnorkustríði skelfi- legar minjar frá liðinni tíð. Að loknu 30 ára „öryggi“ er aftur farið að tala um horfur á kjarnorkustyrj- öld, jafnvel þótt ólíklegar séu. Kalda stríðinu lauk með hruni Sovétríkjanna. Pútín hefur hins vegar kallað fall Sovétríkjanna „eitt mesta pólitíska slys aldarinnar“. n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.