Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 1
Mikill skortur á vinnuafli á
sama tíma og húsnæðisskort-
ur er um allt land er stærsta
áskorun íslensks atvinnulífs
nú um stundir.
ser@frettabladid.is
ATVINNUMÁL Tólf þúsund manns
þurfa að f lytja til Íslands á næstu
fjórum árum, að því er fram kemur
í nýrri rannsókn Samtaka atvinnu-
lífsins á vinnumarkaðnum. Störf-
um fjölgar um fimmtán þúsund á
þessum tíma, en náttúrleg fjölgun
vinnuafls á sama tíma nemur aðeins
þrjú þúsund manns.
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri samtakanna,
segir skort á vinnuafli geta hamlað
hagvexti hér á landi á næstu árum
og viðspyrnan úr faraldrinum, sem
bitnað hefur harkalega á atvinnu-
lífinu, geti því orðið veikari en ella.
„Rætur hagvaxtar liggja í því að
við getum mannað störf framtíðar-
innar,“ segir Halldór og metur það
svo að vinnuaflsskorturinn nú um
stundir sé „með því brattara sem við
höfum tekist á við.“ Hann segir vand-
ann einkum vera í ferðaþjónustu,
veitingageira og byggingariðnaði.
Sá veruleiki sem blasir við að
íslenskar fjölskyldur eignast æ færri
börn á tímum aukinna umsvifa í
atvinnulífinu kallar á stóraukið
innf lutt vinnuaf l. Ef það nær að
fylla í skarð Íslendinga má ætla að
árið 2025 verði fjórði hver maður
á vinnumarkaði af erlendu bergi
brotinn.
En vandinn er margþættari og
veldur húsnæðisskortur þar miklu.
Kristófer Oliversson, formaður
Félags fyrirtækja í hótelrekstri og
gisti þjón ustu, segir þann skort þegar
vera farinn að hamla komu erlends
vinnuafls til landsins. Undir það
tekur Jóhannes Þór Skúlason, for-
maður Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Þetta verður ein af erfiðustu
áskorununum sem við stöndum
frammi fyrir á næstu árum. Okkur
vantar f leiri starfsmenn núna en
fyrir faraldurinn. En, hvar á að koma
þeim fyrir?“ spyr Jóhannes. „Það er
þegar orðið vandamál – og sumarið
enn langt undan. Það er bara ekkert
húsnæði til fyrir fólkið sem okkur
vantar.“ n
Okkur vantar fleiri
starfsmenn núna en
fyrir faraldurinn. En,
hvar á að koma þeim
fyrir?
Jóhannes Þór Skúlason,
formaður Samtaka
ferðaþjónustunnar
4 4 . T ö L U b L A ð 2 2 . Á r g A N g U r f rettab lad id . i s F ö S T U D A g U r 4 . M A r S 2 0 2 2
Glæpareisubók
Þóru Karítasar
Börnin og stóru
spurningarnar
Lífið ➤ 20 Lífið ➤ 22
Þjónustutorgið snýst um þig
Þjónustutorg Heklu www.hekla.is
Óttast viðvarandi skort á vinnuafli næstu ár
Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands, hætti sér ekki út fyrir dyr, en fylgdist þó með störfum lögreglu í kjölfar þess að rauðri málningu var skvett á sendiráðsbygginguna. Starfsfólk þar ætlar sér ekki
að þrífa málninguna af húsinu sjálft. „Sá sem gerði þetta á að þrífa þetta,“ sagði starfsmaður sendiráðsins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Fréttablaðið/Ernir