Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 22
I’m Your Man er
stórkostleg róman-
tísk gamanmynd sem
gæti svarað leyndar-
málum einhleypra
kvenna. Eða hvað?
8 kynningarblað 4. mars 2022 FÖSTUDAGURkvikmyndir mánaðarins
Eiginkona
Yusuke er
Oto, hand-
ritshöf-
undur sem
fær hug-
myndir að
sögum
sínum við
kynmök.
Bella er
viljasterk
og sjálfs-
örugg og í
hrekkleysi
sínu held-
ur hún að
hún geti
breytt
faginu til
að þjóna
hennar
þörfum.
Stundum vill það gleymast
að vagga kvikmyndagerðar
á öðrum og þriðja áratug síð-
ustu aldar var ekki í Banda-
ríkjunum heldur Þýskalandi.
Þetta var áður en talmyndir
komu til sögunnar og helstu
stórmenni kvikmyndagerð-
arlistarinnar var að finna í
Berlín fremur en Hollywood.
Bíó Paradís, í samstarfi við Goethe-
Institut Dänemark og þýska
sendiráðið á Íslandi, stendur fyrir
Þýskum kvikmyndadögum í þret-
tánda sinn dagana 11. til 20. mars
2022. Allar myndir á kvikmynda-
dögunum verða sýndar með þýsku
tali og enskum texta.
Þessi kvikmyndaviðburður er
jafngamall bíóinu sjálfu, Bíó Para-
dís. Geysivinsæll enda ganga áhorf-
endur að því vísu að vera boðið
upp á gæðahlaðborð kvikmynda á
þessum árstíma! Opnunarmyndin,
I’m Your Man, er stórkostleg
rómantísk gamanmynd sem gæti
svarað vandamálum einhleypra
kvenna. Eða hvað?
Mannréttindi eru þema kvik-
myndadaganna að þessu sinni
og af þessu tilefni verður boðið
upp á tvær kvikmyndir sem frítt
verður inn á og allir velkomnir.
Þetta eru kvikmyndirnar Dear
Future Children, þar sem leikstjóri
myndarinnar situr fyrir svörum (í
gegnum vefinn) og The Ants & The
Grasshoppers.
Í myndinni Fabian finnur
stefnulaus maður í Berlín ástina
á umbrotatímum áður en Hitler
tekur yfir.
Með Tom Schilling (Oh boy,
Who am I) og Saskia Rosendahl
mannréttindi á Þýskum kvikmyndadögum
(Lore, Never Look Away) í aðalhlut-
verkum.
Great Freedom fjallar um ótrú-
lega sögu manns sem situr ítrekað
í fangelsi fyrir það eitt að vera sam-
kynhneigður. Gullfalleg kvikmynd
sem fjallar um brot á mannrétt-
indum sem snertir hjörtu! Þessi
saga gerist í Þýskalandi eftir seinni
heimsstyrjöldina, en fram undir
1970 gátu þýsk stjórnvöld beitt 175.
grein hegningarlaga landsins til að
sækja samkynhneigða til saka.
Dæmi voru um samkynhneigða
sem bandamenn frelsuðu úr
útrýmingarbúðum nasista í lok
stríðsins sem voru fluttir rakleiðis
í fangelsi til að afplána dóm sinn
að fullu.
Söguhetjan er Hans sem lendir
ítrekað í fangelsi vegna kynhneigð-
ar sinnar. Innan veggja fangelsisins
finnur hann ástina með Viktori,
dæmdum morðingja.
Á næstum aldarfjórðungi eftir
síðari heimsstyrjöldina voru 100
þúsund manns sóttir til saka fyrir
samkynhneigð í Vestur-Þýskalandi
þar til hin illræmda 175. grein
hegningarlaganna var felld úr gildi.
Af nógu er að taka og á Þýskum
kvikmyndadögum í Bíó Paradís er
eitthvað fyrir alla.
Drive My Car er fyrst og fremst
byggð á samnefndri smásögu eftir
Haruki Murakami. Sagan kom út
í smásagnasafninu Men Without
Women 2014. Einnig eru aðrar
smásögur í safninu hafðar til hlið-
sjónar.
Eiginkona Yusuke er Oto, hand-
ritshöfundur sem fær hugmyndir
að sögum sínum er hún stundar
kynmök með eiginmanni sínum
og lýsir þeim fyrir honum.
Hún kynnir Yusuke fyrir
samstarfsmanni sínum, ungum
leikara, Koji Takatsuki. Einn
daginn kemur Yusuke snemma
heim og kemur að konu sinni og
unga leikaranum í ástaratlotum.
Hann læðist út óséður og nefnir
þetta aldrei við hana.
Skömmu síðar deyr Oto af
völdum heilablæðingar og stuttu
síðar brotnar Yusuke saman á
sýningu á Vanja frænda eftir Tékov
og verður að hverfa af sviðinu.
Tveimur árum síðar er Yousuke
boðið að leikstýra Vanja frænda á
leiklistarhátíð í Hiroshima. Hann
velur Koji Takasutki í hlutverk
Vanja þrátt fyrir ungan aldur, en
ungi leikarinn hafði orðið fyrir
álitshnekki vegna óviðeigandi
framkomu.
Yusuke fær einkabílstjóra,
unga konu, og milli þeirra fer að
myndast nánd.
Hann ræðir einnig við Koji og
segir honum að hann hafi vitað
af sambandi þeirra en ekkert sagt
vegna þess að hann var hræddur
um að missa Oto.
Sagan er mikil örlagasaga og
áður en yfir lýkur neyðist Yusuke
til að stíga á svið í stað Koji og
vinnur mikinn leiksigur í hlutverki
Vanja frænda. n
Bíó Paradís
Örlagasaga eftir murakami
Frumsýnd
11. mars 2022
Aðalhlutverk:
Hidetoshi Nishijima, Tôko
Miura og Reika Kirishima
Handritshöfundar:
Ryûsuke Hamaguchi, Haruki
Murakami og Takamasa Oe –
byggð á samnefndri smásögu
Haruki Murakami
Leikstjóri:
Ryûsuke Hamaguchi
Í myndinni Nautnum (Pleasure)
kemur Bella, 19 ára sænsk stúlka,
til Bandaríkjanna þakin 25 húð-
flúrum, með gataðar geirvörtur og
þrá um að komast í kvikmyndir.
Ekki hvaða kvikmyndir sem er
heldur klámmyndir.
Bella, sem notar nafnið Bella
Cherry í kláminu, byrjar á
botninum. Hún deilir húsi með
sjúskuðum herbergisfélögum og
kemst smám saman inn í heim
fullorðinsmynda.
Eftir því sem hún kynnist her-
bergisfélögum sínum betur kemst
hún að því að til að verða klám-
stjarna þarf ung kona að leggja
mikið á sig og framkvæma mjög
ógeðfellda og jafnvel hættulega
hluti.
Þetta er stóra sviðið þar sem tvö-
föld endaþarmsmök fyrir framan
myndavél eru eitthvað svipað og
þrefalt snúningsstökk hjá listdans-
ara á skautum. Æfingin skapar
meistarann.
Smám saman færist Bella nær
stjörnuhimninum í sínu fagi. Hún
kemst að hjá frægum umboðs-
manni, Mark Spiegler, sem í
myndinni leikur sjálfan sig, en
hann gengur undir viðurnefninu
Shylock (okurlánarinn).
Með því að verða ein af „stúlkum
Spieglers“ er hún komin í hærri
deild en gömlu herbergisfélagarnir.
Við taka tryllt sundlaugarpartí,
myndatökur í glæsivillum Los
Angeles og námskeið í öllum helstu
brögðum klámiðnaðarins.
Bella er viljasterk og sjálfsörugg
og í hrekkleysi sínu heldur hún að
hún geti breytt faginu til að þjóna
hennar þörfum. Að lokum stendur
hún þó frammi fyrir því að þurfa
að velja hvort hún er fús til að
fórna sál sinni fyrir frægðina.
Myndin er frumraun Ninja
Thyberg, handritshöfundar og
sálin fyrir frægðina
Frumsýnd
31. mars 2022
Aðalhlutverk:
Sofia Kappel, Revika Anne
Reustle og Evelyn Claire
Handritshöfundur:
Ninja Thyberg
Leikstjóri:
Ninja Thyberg
leikstjóra, en stuttmynd hennar
með sama nafni hlaut Canal+ verð-
launin í Cannes 2013. n
Bíó Paradís
Opnunarviðburðurinn er í boði
þýska sendiráðsins á Íslandi.
Þýskir kvikmyndadagar verða í Bíó
Paradís 11. til 20. mars 2022.