Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 6
Það er ekkert í lögum
sem segir að ríki eða
kirkja skuli reka bál-
stofu.
Sigríður Bylgja
Sigurjónsdóttir,
stofnandi
Trés lífsins
Andres Escobar, sem lék
með Leiknismönnum í efstu
deild karla síðasta sumar, var
dæmdur í tveggja og hálfs árs
fangelsi fyrir kynferðisbrot.
Hann hefur áfrýjað dómnum
en sætir nú farbanni.
hoddi@frettabladid.is
fótbolti Knattspyrnumaðurinn
Andrés „Manga“ Escobar, sem lék
með Leikni Reykjavík síðasta sumar,
hefur verið dæmdur fyrir kynferðis-
brot í Héraðsdómi Reykjavíkur. Kól-
umbíumaðurinn áfrýjaði dómnum
en er í farbanni á meðan málið
velkist um í dómskerfinu. Escobar
var dæmdur fyrir að hafa þann 19.
september brotið kynferðislega á
konu á heimili sínu.
Þennan sama dag hafði Escobar
tekið þátt í leik Leiknis og Kefla-
víkur og spilaði þar allan leikinn.
Escobar er þrítugur knattspyrnu-
maður sem leikið hafði í Úkraínu,
Argentínu, Brasilíu og fleiri löndum
áður en hann kom til Íslands. Hann
hafnar því að hafa brotið kynferðis-
lega á konunni en segist hafa átt
samræði við hana.
„Héraðssaksóknari höfðaði þann
22. desember sl. sakamál á hendur
dómfellda fyrir nauðgun með því
að hafa aðfaranótt sunnudagsins
19. september 2021, á heimili sínu í
Reykjavík, haft samræði og önnur
kynferðismök við A, án hennar
samþykkis, með því að sleikja kyn-
færi hennar og hafa við hana sam-
ræði, þar sem hún lá illa áttuð í
sófa ákærða, og notfært sér að hún
gat ekki spornað við verknaðinum
sökum ölvunar,“ segir í dómi Lands-
réttar þar sem Escobar er úrskurð-
aður í farbann til 1. september á
þessu ári.
Escobar og lögmaður hans hafa
áfrýjað dómi héraðsdóms en málið
verður tekið fyrir í Landsrétti á
næstu vikum.
Þremur dögum eftir að héraðs-
saksóknari höfðaði málið gegn
Escobar lék hann sinn síðasta leik
fyrir Leikni, um var að ræða leik
gegn Víkingi í síðustu umferð efstu
deildar karla árið 2021. Samningur
Escobar við Leikni rann út á mið-
nætti þann 16. október á síðasta ári
en í dómnum segir:
„Dómfelldi er erlendur ríkis-
borgari og var við störf hér á landi
þar til samningur hans við atvinnu-
rekanda rann út þann 17. október
sl. Hann hefur engin önnur sérstök
tengsl við landið og hefur greint frá
því að hann hafi í hyggju að fara af
landi brott. Til að tryggja nærveru
hans á meðan mál hans er til með-
ferðar fyrir dómstólum hér á landi,
og eftir atvikum þar til afplánun
hans hefst, þykir nauðsynlegt að
honum verði gert að sæta farbanni
þar til mál hans er til lykta leitt. Er
það mat héraðssaksóknara að ætla
megi að dómfelldi muni reyna að
komast úr landi ellegar reyna að
koma sér með öðrum hætti undan
yfirvöldum sé hann frjáls ferða
sinna. Því telur ákæruvaldið laga-
skilyrði uppfyllt til að hann sæti
farbanni þar til endanlegur dómur
gengur í máli hans.“
Escobar er dæmdur í tveggja og
hálfs ár fangelsi fyrir kynferðis-
brotið en hann hefur neitað sök og
hefur áfrýjað dómi héraðsdóms til
Landsréttar. n
Escobar í farbanni á Íslandi
Escobar lék 18 leiki fyrir Leikni og skoraði tvö mörk. Samningur hans rann út áður en dómur féll mynd/leiknir
birnadrofn@frettabladid.is
SAMfÉlAG Bæði K irkjugarðar
Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP)
og Tré lífsins vilja opna nýja bál-
stofu á Íslandi. Einungis er rekin
hér á landi ein bálstofa sem hefur
verið í rekstri frá árinu 1948 eða í 74
ár. Hún er í Fossvogi.
Í nýrri skýrslu Kirkjugarðaráðs
sem gerð var að beiðni dóms-
málaráðuneytisins kemur fram að
kostnaður við hönnun, byggingu og
rekstur nýrrar bálstofu á Hallsholti
við Gufuneskirkjugarð í Reykjavík
sé áætlaður 1.244 milljónir króna.
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir,
stofnandi Trés lífsins, segir að þrátt
fyrir útgáfu skýrslunnar hafi enn
ekki verið ákveðið hvort KPRG
eða Tré lífsins muni opna bálstofu
hér á landi. Óháður sérfræðingur
á vegum dómsmálaráðuneytisins
sé að meta stöðuna og muni skila
úttekt til ráðherra í apríl. Ráðherra
muni í kjölfarið taka ákvörðun.
Sigríður Bylgja segir eina ástæðu
þess að þörf sé á nýrri bálstofu þá
að sú sem nú sé í notkun sé rekin af
einu trúfélagi. Tré lífsins sé sjálfs-
eignarstofnun sem ekki er rekin í
hagnaðarskyni og er óháð öllum
trú- og lífsskoðunarfélögum. „Ef
KGRP verður fyrir valinu þýðir það
að kirkjugarðarnir, sem eru undir
stjórn eins trúfélags, Þjóðkirkj-
unnar, fá risa summu úr ríkissjóði
til að byggja og svo reka bálstofuna,
til viðbótar við kirkjugarðsgjaldið
sem þeir fá árlega, 1,3 milljarða,“
segir hún.
„Það er ekkert í lögum sem segir
að ríki eða kirkja skuli reka bálstofu
og því væri skynsamlegast fyrir fjöl-
breytt samfélag að bálfarir fari fram
hjá óháðri stofnun sem er ekki tengd
neinum trúarbrögðum, en opin
öllum,“ bætir Sigríður við. n
Tveir vilja opna nýja
bálstofu hér á landi
Escobar er dæmdur
í tveggja og hálfs árs
fangelsi fyrir kynferðis-
brotið en hann hefur
neitað sök.
bjork@frettabladid.is
SAMfÉlAG „Við vorum síðasta haust
að fara í skóla eftir skóla þar sem var
sjálfskaði, sjálfsvíg og morðhótanir
barna á milli,“ segir Daníel Arnarsson,
framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78,
í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins:
„Það er óþolandi algengt að börn sem
hingað koma í ráðgjöf segi að þeim
hafi verið hótað. Það er ógeðfellt.“
„Hvenær verður það tekið alvar-
lega að börn séu að fá morðhótanir
í skólanum? Eða hvatningu um að
drepa sig? Hvenær tökum við sem
samfélag slíku nægilega alvarlega?“
spyr Þorbjörg Þorvaldsdóttir, for-
maður samtakanna, og segir þau
meðvituð um afturför í baráttu hin-
segin fólks víða um heim og sjá merki
um þá þróun hér.
„Við sjáum hana til dæmis í
aðstæðum grunnskólabarna sem
mörg hver verða fyrir aðkasti vegna
hinseginleika. Við heyrum mjög
ljótar sögur úr skólunum og höfum
þurft að koma þangað inn í hálfgerða
rústabjörgun.“
Helgarblað Fréttablaðsins kemur
út á morgun. n
Hinsegin börnum hótaðKRISTÍN
THORODDSEN
2. SÆTI
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í HAFNARFIRÐI 3.-5. MARS 2022
Fyrir Hafnarfjörð
FACEBOOK.COM/KRISTINMARIATHORODDSEN
Þorbjörg Þor-
valdsdóttir,
formaður sam-
takanna ‘78 og
Daníel Arnars-
son, fram-
kvæmdastjóri.
Fréttablaðið/
Valli
jonthor@frettabladid.is
ReykjAvík Borgarráð samþykkti
í gær áætlun um uppbyggingu í
leikskólamálum. Samkvæmt nýju
áætluninni verða sjö nýir leikskólar
opnaðir í Reykjavík á þessu ári. Þá
mun leikskólaplássum fjölga um
1.680 á næstu þremur árum.
Áætlað er að þessi nýja áætlun
muni kosta 12 og hálfan milljarð,
frá og með þessu ári til 2025, en
það á bæði við um fjárfestingar- og
rekstrarkostnað.
Skúli Helgason, borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar, segir í samtali
við Fréttablaðið að þessi ákvörðun
sé tekin vegna mikillar „barna-
sprengju“ í borginni. Þá er gert ráð
fyrir því að einhver tólf mánaða
gömul börn muni geta komist á leik-
skóla í haust.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for-
maður borgarráðs og borgarfulltrúi
Viðreisnar, leggur áherslu á að verið
sé að „hugsa leikskólana í nýjum
lausnum.“ n
Sjö nýir leikskólar í
Reykjavík á þessu ári
Leikskólabörn renna sér á rassa-
þotum. Fréttablaðið/GVa
6 Fréttir 4. mars 2022 FÖSTUDAGURFréttablaðið